Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 18
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is ÚTGÁFAN FÓLK í FRÉTTUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Simi 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: PálL Ketiisson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hitmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, kristin@vf.is, Jóffíður Leifsdóttir, Jóhannes Jensson skipaður aðstoðaiyfirlögregiuþjónn Þann 1. desember sl. var Jóhannes Jensson skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Sýslu- mannsins í Keflavík. Jóhannes tekur við af Karli Hermannssyni sem nýlega var skipaður yfirlögreglu- þjónn. Jóhannes starfaði sem sumarafleysingamaður í Lögreglunni í Keflavík árið 1975, en frá ár- inu 1976 hefur hann starfað óslitið hjá Lögreglunni í Keflavík, nú síðast sem lögreglufulltrúi í rann- sóknardeild lögreglunnar. Mynd: Lögreglan í Keflavík Úrum og skartgripum stolið í Grindavík Fyrir hclgi var brotist inn í úra- og skart- gripaverslun Gilberts í Grindavík. Að sögn Kol- brúnar Guðmundsdóttur vcrslunarstjóra virðist sem hurð hafi verið spennt upp. Talsverðu af úrum og skart- gripum var stolið og segir Kolbrún að tjónið sé umtais- vert. Tilkynnt var um innbrotið í morgun og fer rannsóknar- deild Lögreglunnar í Keflavík með rannsókn málsins. Jólafréttavakt www.vf.is jofridur@vf.is BLaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson sími 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, simi 421 0003 saevar@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - VikuLega í Firðinum Timarit Víkurfrétta, The White FaLcon og Kapalsjónvarp Vikurfrétta. MUNDI Ég og Kallinn óskum öllum velunnurum gleðilegrar jólahátíðar ogfarsældará nýju ári. Kallinn á kassanum FYRIRGEFIÐ ágætu lesendur en pistillinn náði ekki inn í síðasta tölublað Víkurfrétta. Kallinn hefur fengið töluvert af tölvupósti þar sem kvartað er yfir þessu. Beðist er af- sökunar á þessum mistökum og lofað að þetta gerist ekki aftur. Hér kemur pistillinn sem átti að birtast í síðasta blaði, með smá við- auka. AÐ SJÁLFSÖGÐU á Kristján Pálsson að fara í sérframboð, sama hvort það væri DD eða eitthvað annað. Það er búið að fara illa með manninn og hann á það skilið að fá tæki- færi til að vinna áfram fyrir Suðumesjamenn. Ef hann fer fram þá kemst hann inn á þing og þá væri gaman að sjá ftaman í alla Sjálfstæð- ismennina sem komu honum út af þingi. Sameinumst að baki Kristjáns og styðjum hann - hann á það skilið. ÞESSIR heilsugæslulæknar, sem hafa svarið iæknaeiðinn eru nú komnir upp á kant við yf- irvöld einu sinni enn. Það virðist sem ekkert sé nógu gott fyrir þá og það eina sem þeir hugsa um eru krónur og aurar. Það getur vel verið að þeir séu ósáttir við það hvemig heil- brigðisráðherra og hin nýja reykvíska fram- kvæmdastýra halda á málum, en þeir verða líka að hugsa um íbúa Suðumesja, fólksins sem skapar þeim sína atvinnu. Þeir geta ekki endalaust látið kjarabaráttu sína bitna á fólk- inu. Ráðherra og reykvíska framkvæmdastýr- an ásamt læknunum verða að finna lausn á þessu vandamáli og það strax. Nú skulið þið setjast að samningaborðinu og semja um þessa deilu. Hr. Jón, ef þér tekst ekki að leysa þennan hnút ertu ekki hæfur til starfans - um það em allir sammála. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur loksins gefið út einhvem lista um úthlutanir úr byggðakvótanum. Glæsilegt eða hitt þó heldur, en samt flottur kosningaáróður hjá íhaldinu. Öll bæjarfélög vilja byggðakvóta og sjálfsagt á ráðherra eftir að úthluta kvótanum þar sem sýnt þykir að fylgi flokksins sé í lág- marki - er ekki pólitíkin annars þannig! Sam- kvæmt útreikningum Kallsins eiga hugsan- lega eftir að koma í mesta lagi 100-150 tonn í Sandgerði af byggðakvótanum og hvað er það hátt hlutfall af þeim 11.500 þorsk- ígiidistonnum sem hafa horfið firá Sandgerði á síðustu 5 árum? Það er svo mikii synd að sjá sjávarútvegsráðherra íslands sitja með spekingssvip og dásama kerfi sem er að ganga af litlum útgerðum og sjávarútvegs- þorpum dauðum. Hvað ætli faðir hans, sá mæti maður Matthías Á. Mathiesen hugsi þegar hann kemur til Sandgerðis og sér ástandið þar? Ámi veit það best sjálfur. Hann ætti kannski að snúa sér aftur að dýralækn- ingum - þar er hann sjálfsagt á heimavelli. í pólitík á hann ekki heima - allavega ekki meðan hann hagar sér svona. ENGIN svör bárust fra fulltrúum minnihlut- ans varðandi hugmyndimar um aukna verð- mætasköpun í sjávarútvegi. Það sýnir það að enginn áhugi þessara manna er á því að auka þessi verðmæti. Ágætu kjósendur - þetta skul- um við muna. Þið, fulltrúar minnihlutans í bæjar- og sveitarstjómum hefðuð nú getað sent Kallinum smá skeyti varðandi þessar hugmyndir. En fyrst þið kjósið að gera þetta svona, þá getið þið verið vissir um það að Kallinn mun nfja þetta upp fyrir næstu kosn- ingar, þegar þið hlaupið um allt kjassandi, kyssandi og takandi í höndina á öllum. En núna er ykkur alveg sama. Pólitíkin er skrýtin tík, en þetta verður rifjað upp. MEIRIHLUTINN er ekkert skárri - það gildir það sama um ykkur og sagt er að ofan. KALLINN Á KASSANUM óskar eftir því að Steinþór Jónsson hótelstjóri og frumkvöð- ull verði klónaður. Ósk Kallsins er sú að hinn nýji Steinþórmuni með elju sinni og krafti blása lífi í sjávarútveginn hér á Suðumesjum, bæði með hugmyndavinnu varðandi vinnslu- aðferðir og að sameina kraftana sem hér em til að vinna saman að því að halda kvótanum í byggðarlaginu. Steinþór er engum líkur - við þurfum bara fleiri. ÞAÐ ER BARA hreint ótrúlegt hvetju mað- urinn áorkar. Fyrir utan það að ganga vel í viðskiptum þá er hann gjörsamlega óstöðv- andi í margskonar verkefnum. Hann reynir með öllum ráðum að rífa upp jólaverslun í Reykjanesbæ og það hefur gengið mjög vel. Hann, ásamt félögum sínum í áhugahóp um breikkun Reykjanesbrautar hefur barist mjög hatrammlega fyrir breikkun brautarinnar og á dögunum var skrifað undir samning þess efh- ■■■■ is. í ferðamálum er hann að vinna stóra sigra og nú hefur hann samið við kanadískt flugfé- lag um að hefja flug til Islands. Það fyrsta kom hér við í fyrradag. Það er greinilegt að Steinþór er skipulagður maður sem kemur hlutunum í verk. Kannski hefitr hann tekið mikil spekingsorð sér til fyrirmyndar sem mætur maður mælti eitt sinn: „Ekki hugsa of mikið um hvað hvert verkefhi tekur langan tíma - tíminn líður hvort sem er!“ SJÁLFSAGT hefur Reykjanesbær aldrei fengið jafh stóra auglýsingu heldur en í Spaugstofunni um daginn en þar var gert grín að átaki sem á að hvetja til jólaverslunar í bænum. Þetta var frábær auglýsing og við getum verið stolt. Annars hefúr Kailinn fund- ið fyrir miklum áhuga frá fólki sem vill fá að sofa heima hjá Áma bæjarstjóra fyrir 500 kall. GETUR ÞAÐ verið að gerast að Sjálfstæðis- flokkurinn i Suðurkjördæmi muni breyta röð jólasveinanna? Við getum búist við hverju sem er af þeim og ekki kæmi á óvart að þeir myndu taka sig til og breyta röð þeirra og jafnvel taka út einn, þratt fyrir vilja fólksins. Kallinum skylst að Böðvar Jónsson sé kom- inn í stað Bjúgnakrækis. Við þekkjum vinnu- brögð þeirra og kæru íbúar, látum okkur ekki bregða þó Kertasníkir hafi komið í nótt til að gefa i skóinn. MUNIÐ að senda Kallinum póst á kallirm@vf.is. KALLINN Á KASSANUM óskar lesend- um Víkurfrétta gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Kallinn vill í leiðinni óska eftir heitum fréttum og skemmtilegum málum frá lesendum. Sendið því póst! Lifið heil, Kallinn Þær skoðanir sem fram koma hjá Kallinum á kassanum þurfa ekki að endurspegla skoðanir ritstjórnar Víkurfrétta. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.