Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 50
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is 1 H Ivei CD r’an n i? Kallinn á kassanum í VF viðtali „Það er greinilegt að það sem maður er að skrifa er lesið og á meðan það er gert er ég ánægður" - segir Kallinn á kassanum í viðtali við VF Atvinnurekendur á Suðurnesjum! Hafið þið kynnt ykkur alla þá kosti sem bjóðast í sorphirðu? Suðurvirki er öflugt þjónustufyritæki í sorp- hirðu og umhverfishreinsun. Við bjóðum einfaldar og hagkvæmar lausnir í sorpmálum stærri og smærri fyrirtækja og fjöl- breytt úrval af ílátum á hagstæðu verði. Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar. <iD SUÐURVIRKIEHF. gAmamónusta sudurnesja Fitjabakka 6 • 260 Njarðvík • Sími 421 1035 Netfang sudurvirki@gamar.is Ibúar Suðurnesja hafa síð- ustu mánuði séð pistla frá Kallinum á kassanum sem birst hafa vikulega í Víkur- fréttum þar sem hann virðist taka á málefnum sem aðrir fjölmiölar fjalla ekki um. Viku- lega berast ritstjórn Víkur- frétta pistlarnir með töivupósti og nýlega fékk Kallinn sitt eig- ið netfang. Töluvert af pósti liefur borist Kallinum á kass- anum og segist hann vera ánægður með yiðbrögöin sem hann sé að fá. í Víkurfréttum í síðustu viku féll pistill Kallsins á kassanum niður vegna þess að Kallinn sendi hann of seint til ritstjórnar: „Eg bið iesendur Víkurfrétta afsökunar á þessu og get lofað því að þetta mun ekki gerast aftur,“ segir hann í viðtali við Víkurfréttir. Töluvert af fyrirspurnum hafa borist Víkurfréttum um það hver Kallinn á kassanum er, en Páll Ketilsson ritstjóri hefur látið hafa það eftir sér að hann muni aldrei gefa það upp hver Kallinn sé. 1 fjölmiðlum víða um heim og á Islandi er það alþekkt að greinar og pistlar séu skrifaðir undir dul- nefhi og yfirleitt eru þeir notaðir til að ljá máls á málefnum sem fjölmiðlar taka almennt ekki á. Kallinn á kassanum gegnir því hlutverki á Víkurfréttum. En hvaða mann hefur Kallinn á kassanum að geyma? Víkurfrétlir náðu tali af Kallinum og er svo sannarlega hægt að segja að um einkaviðtal sé að ræða, því Kall- inn gefiir öðrum fjölmiðlum ekki kost á viðtali. Þegar blaðamaður hitti Kallinn á Kaffi Duus fyrir stuttu var hann í óða önn að skrifa pistil (þann sem birtist í þessu blaði) á blað. „Ég fer yfir- leitt á kaffihús til að skrifa pistl- ana. Mér finnst mjög gott að sitja á Kaffi Duus, horfa yfir smá- bátahöfnina, kíkja á blöðin og hugsa um mál sem ég gæti skrif- að um“, segir Kallinn og lítur yfir höfnina, en það er greinilegt að sjávarútvegsmál eru honum hugleikin: „Ég hef alla tíð haft áhuga á sjávarótvegsmálum, enda hef ég verið töluvert á sjó. Ég ligg ekki á skoðunum mínum varðandi kvótakerfið, enda tel ég að um meingallað kerfi sé að ræða. Ég skil ekki hvemig bæjar- stjómin getur horft framhjá því sem er að gerast á þessu svæði þegar kvótinn hverfur af svæð- inu. Vilja Árni Sigfósson og Böðvar Jónsson horfa á eftir öll- um kvótanum hér af svæðinu, bara af því að forysta Sjálfstæð- isflokksins segir að kvótakerfið sé gott? Hverslags stjórnmála- menn em þeir ef flokkshagsmun- ir eru sterkari en hagsmunir sveitarfélagsins. Framtíðarsýn mín, eins og margra annarra varðandi kvótakerfið er sú að innan fárra ára verður allur kvót- inn í höndum 5-7 fyrirtækja og þessi fyrirtæki munu halda áfram að sækja að smábátaeigendum og ná af þeim kvóta. Vilja íbóar Suðurnesja sjá það gerast? Ég segi nó bara; sem betur fer era kosningar á næsta ári og þar skal stefha stjómmálaflokkana varð- andi kvótamál verða skýr - það verður krafa kjósenda", segir Kallinn og það er greinilegt að þessi mál em honum ofarlega i huga. En Kallinn hefur áhuga á fleiri málum: „Ég hef, eins og aðrir ibúar Suðumesja fylgst vel með læknadeilunni. Fyrst vor- kenndu allir læknunum og vildu leggja mikið á sig til að þeir fengju þær launahækkanir eða hvað það nú er sem þeir berjast fyrir. Þeir þökkuðu f>ffr sig með því að ráða sig til starfa, segja síðan aftur upp og skilja allt eftir i uppnámi eina ferðina enn. Ég er verulega reiður út í læknana og ski! ekki hvert þetta blessaða þjóðfélag er að fara. Hvað ætla þeir að halda þessu lengi áfram? I mínum huga em þeir að brjóta læknaeiðinn og þetta er svipað og ef læknir sem væri að keyra heim til sín á brautinni kæmi að slysi, en ákvæði að keyra framhjá því af því hann væri búinn að stimpla sig út. Þessir menn sem skattborgarar þessa lands eru búnir að leggja milljónir í að mennta, geta leyft sér að segja: nei við viljum ekki sinna sjúk- lingum af því launin eru ekki næg. Og svo fara þessir sömu læknar, sækja um vinnu annars staðar og sinna þar lækningum fyrir sömu laun og þeir fengu hér. Þið heilsugæslulæknar, þið ættuð að skammast ykkar og það líður ekki á löngu þar til þið emð búnir að brjóta allan hugsanlegan trúnað við sjúklingana og klár- lega eruð þið búnir að brjóta læknaeiðinn. Hinsvegar má heil- brigðisráðherra líka skammast sín vegna dugleysis við að leysa þessa deilu. Hann á að hætta að leika þann víðfræga leik póli- tíkusa, með almannatengslasér- fræðinga sér við hlið þar sem keppst er við það að láta allt líta sem best út. Hann á að sjá sóma sinn í því að leysa þessa deilu, hvernig sem hann fer að þvi. Báðir deilendur eiga að setjast niður með það að markmiði að leysa deiluna. Það einfaldlega gengur ekki lengur að láta þetta verkfall bitna lengur á íbúum Suðurnesja - sama hvort sökin liggur hjá læknum eða ráðherra. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Eins og áður segir er leyndarmál hver Kallinn á kassanum er, en aðeins örfáir aðilar vita hver per- sónan á bakvið hann er. „Ég hef fengið töluvert af tölvupósti frá stjómmálamönnum sem segjast ekki vilja svara Kallinum af því hann komi ekki fram undir nafni. Þó að örfáir aðilar viti að ég er Kallinn á kassanum þá er ég í samskiptum við mikið af fólki og ég er að hlera það hvaða skoðanir fólkið á götunni hefur á samtíma- og þjóðfélagsmálum og ég reyni að endurspegla rödd þeirra í pistlunum. Eg segi við þessa stjórnmálamenn og aðra sem hafa skrifað mér bréf og sagt að þeir vilji ekki svara mér vegna þess að þeir viti ekki hver ég er, að þessir einstaklingar sem svona hugsa þora ekki að taka málefha- lega umræðu um hlutina. Þeir vilja hafa persónu sem þeir geta atað auri ef sú persóna kemur fram með skoðanir sem þeim lík- ar ekki. Það er miklu erfiðara fyrir þá að svara Kallinum á kassanum vegna þess að hann fjallar um mál sem aðrir þora ekki. Þeir verða að átta sig á því að það sem Kallinn skrifar um, um það er fólkið að hugsa," segir Kallinn. Jólin era tími ljóss og friðar og Kallinn segist ætla að njóta þess að láta jólastemninguna umvefja sig: „Ég hef alltaf passað mig á því að hafa það gott um jólin og það era þrjár reglur hjá mér: Að borða hamborgarhrygg og hlusta á aftansönginn; Að versla allar gjafir á Suðurnesjum og að borða hangikjöt á Jóladag. Ef að þessar reglur haldast, þá verða jólin góð“, segir Kallinn á kass- anum að lokum. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.