Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 7

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 7
í \frittenberg — við gröf Lúthers. WITTENBERG er vingjarnlegur bær á sólbjörtum sumar- degi, umvafinn urtaskrúði með stórvaxin blómaauðug tré, sem hneigja kollana í hægum sumarþeynum, en vindblærinn ber með sér sætan ilm þeirra, líkt og vildi hann segja: vertu velkominn til Wittenberg. Wittenberg — Lúthersbær stendur stóru letri að yfir' skrift á inngönguhliði bæjarins, — yfirskrift, sem lúterskur ferða- maður les og nemur sálu sínni með verðugri lotning. Bærinn er kyrlátur með 26 þúsund íbúa. Fáförult á götunum en einhverskonar hátíðasvipur á öllu, sem líklegast rekur rótsína til minninganna, er hér gjöra vart við sig, — minningar þess manns, sem framar öllu hefir gjört Wittenberg fræga, því að borg- in hefir, þrátt fyrir smæð sína, samanborin við stóru heimsborg- irnar, það til brunns að bera, sem um aldur og æfi varðveitir orð- stýr hennar: Lúthershús og hallarkirkjan, sem enn í dag geymir 95 setningarnar frægu, greyptar á járnhurð kirkjunnar. Fjöldi ferðamanna kemur árlega til Wittenþerg, yngri og eldri, -konur og karlar komu þangað víðsvegar að, og allír fara fyrst og fremst í Lúthershús. og hallarkirkjuna. Stundarkorn í Lúthershúsi nægir enganveginn til þess að skoða vandlega alt sem þar er geymt til minningar um'Marteín Lúther, en það færir manni þó fu.llar sönnur á því, að Lúther hefir verið andlegur jötun, — afkastamaður með afbrigðum. Hand- ritabunkarnir og bókafjöldinn, sem þar liggur eptir hann er miklu meira en meðal mannsverk. Það er og viðurkent af öllum sem til þess þekkja. I Lúthershúsi lifa minningarnar og lypta huganum yfir liðinn tíma, aftur í aldir, þegar Lúther lifði og starfaði. Myndirnar og 5

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.