Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 9

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 9
— í klausturklefanum er kyrt og hljótt, raddir heimsins ná ekki þangað inn, engin áhrif utan að valda hér truflun, En hvað er það þá, sem vekur óróa í sálu hins unga munks? Með örfáum dráttum tekst málaranum að lýsa sálarangist og kvíða unga einsetumannsins í klausturklefanum. — — — Að næturlagi, í rekkju sinni, rís hann við olnboga og starir á rökkrið skelfdum augum, sem enginn blundur hefir liknað um langt skeið. Hvar mun sál þín öðlast hvíld, ungí maður? — — Svarið kemur á næstu mynd: Æruverður aldurhniginn munkur situr við beð hins unga manns, annari höndinni drepur hann við öxl vinar síns, með hinni heldur hann á bók, það er biblíati, sem hann les fyrir sálarþjáð- an klausturbróður. Og hann hlustar, hlustar eins og söngvin sál á unaðsfulla óma, — teigar orð lífsíns eins og svalandi drykk! En úr augunum brennur óttablandin ákefð — má treysta þessu? Er óhætt að reiða sig á það, sem Staupnitz vinur hans er að lesa. um fyrirgefning syndanna, sem fæst einungis fyrir trú á Jesúm Krist, án verka lögntálsins? Eg kannast ofurvel við þessa drætti úr æftsögu Marteins Lú- thers, eigi að síður eru myndir þessar mér mikils virði, mér finst eg þreift á almáttugri hönd og orð skáldsins komu í huga minn: »{ hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er alt vort stríð, hið minsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár«. Eg stend í dagstofu Lúthers. Húsgögnin hans eru þar ennþá. Borðið, sem hin hagsýna og hyggna frú Katrín bar á vistir fyrir gesti þá, sem bar þar að garði, og það þótt stundum væri fremur lítið fyrir framan höndur hennar. En frú Katrín var manni sinum samhent í gestrisninni, hún áleit það helga og háleita skyldu sína, að gjöra »doktornum« sínum alt til geðs. En ekkert er það ólik- legt að hún hafi stundum haft áhyggjur útaf veitingum handa gestafjöldanum, sem safnaðist við borðið þeirra, og sennilegt að hún hafi einmitt þessvegna farið að spila upp á eigin spítur til 7 '

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.