Jólakvöld - 01.12.1928, Page 8

Jólakvöld - 01.12.1928, Page 8
mínningarnar í Lúthershúsí eiga sér ódáins gerfi, lífsneistinn get- ur ekki kulnað, eilífðar gildi sálnanna er varanlegt, og á bak við minningarnar er sem slái heitt hjarta áhugamannsins, sem í engu hikaði né lét skelfast. — — — Myndirnar horfa á mig engu síður en eg horfi á þær, og al- staðar blasa við sjón minni hin alkunnu djörfu orð Lúther, sem letruð eru víðsvegar á veggina. Myndirnar sýna frumleik listamanns handarinnar, sem átti í sér fólginn þann mátt, er tímans tönn fær eigi sigrast á, en eink- anlega leyfa þær mér þó að skygnast inn í líf og starf þess manns, sem Lúthershús er helgað. — Myndirnar horfa á mig. Þær seyða fram úr sálardjúpinu horfn- ar bernskuminningar. Eg minnist þess nú er eg var barn og lærði um Martein Lúther, sem fæddist í Eisleben á Saxlandi, og hugmyndirn- ar, sem þá vöknuðu í barnhugsun minni, fá hér ljós og nýja næring. Eg nem staðar hjá borði einu og skoða teikningar af æfi- atriðum Lúthers. Eg horfi ekki á þær með kritisku listamanns- auga, eg á það ekki til, en eg horfi í skuggsjá liðins tíma, þar sem varpað er björtu ljósi yfir ýms æfiatriði Lúthers, og ber glögg- an vitnisburð um handleiðslu og stjórn Drottins. - Myndin af berfætta drengnum, sem syngur fyrir utan glugg- ann hennar frú Úrsúlu, minnir mig á trúarljóð, þrungin af and- ans glóð, öflug og innileg, vekjandi og hvetjandi ljóð, sem berast á milli hjartnanna, frá manní til manns, alla leið til íslands hljóm- ar: »Vor Guð er borg á bjargi traust, hið besta sverð og verja«. — Myndin af hinum unga Lúther, gáfuðum, áhugasömum náms- manni, sem glæsileg mentabrautin bíður eftir, en hann sér sig um hönd, sálarbarátta knýr hann til þess að segja skilið við skóla og nám og ganga í klaustur. Félagarnir fylgja honum grátklökkir að klausturdyrunum. Þar skiljast vegirnir. Fyrir innan hina háu og þungbrýndu klaustur- múra hygst Lúther að eyða æfi sinni við heilabrot um hulin efni, í einveru og sjálfspynting, til þess að reyna þannig að leita sálu sinni Guðs friðar og ávinna sér fyrirgefningu syndanna með eigin breytni. 6

x

Jólakvöld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.