Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 18

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 18
Kristur frá hafmu. Eftir Anatole France. Það ár fórust niargir sjómenn frá Saint-Valéry. Líkum þeirra skolaði upp á ströndina ásamt rekinu úr bátum þeirra. Og í níu daga sáust líkkistur bornar eftir bröttum stignum, sem ligg' ur upp að kirkjunni, og eftir þeim gengu ekkjurnar, grátandi und- ir svart-höttóttum kuflum sinum eins og konur í biblíunni. Þannig voru þeir Jean Leonél skipstjóri og sonur hans lagðir til hinstu hvílu í grafhýsi kirkjunnar undir hvelfingunni þar sem þeir höfðu eitt sinn hengt upp skip með öllum búnaði sem þakkar- fórn til Guðs Móður. Þeir voru ráðvandir menn og guðhræddir. Síra Guillaume Truphéme, presturinn í Saint-Valey, sagði með grátstafinn í röddinni, er hann hafði lokið við bænina: »Aldrei hafa verið lagðir í vígða mold til að bíða hinsta dóms betri menn og sanntrúaðri en Jean Leonél og Desiré sonur hans«. Og meðan smábátunum var að hvolfa uppi undir ströndinni þá fórust stór skip úti á hafinu. Og aldrei leið svo dagur að sjór- inn skolaði ekki einhverju rekaldi í land. Svo einn dag voru nokkur börn úti að róa og þau sáu líkneskju fljóta á sjónum. Það var mynd af Jesú Kristi i fullri stærð, skorin út í tré, máluð eðlilegum litum og leit út fyrir að vera orðin mjög gömul. Frels- arinn kom fljótandi á sjónum með útrétta arma. Börnin drógu myndina að landi og fluttu hana upp til Saint-Valéry. Um höfuð líkansins var þyrnikórónan og naglaförin á höndum og fótum. En bæði naglana og krossinn vantaði. Armarnir voru ennþá út- réttir eins og tilbúnir til að blessa, líkt því sem frelsarinn birtist Jósepi frá Arimateu og hinum heilögu konum er þau færðu hann til grafar. Börnin gáfu síra Truphéme líkanið og hann- mælti svo: »Það er gamalt handbragð á þessari mynd af Lausnaranum. Það hlýtur að vera langt síðan að sá dó, sem gjörði hana. Og þó að þeir selji núna í búðunum í Amiens og París ágætis lík- neskjur á hundrað franka eða meira, þá verður maður þó að við- 16

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.