Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 15

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 15
skyldi nota tækifæríð til þess, að reyna hvernig umhorfs væri á götum og strætum borgarinnar jólanótt. Engar áhyggjur þurfti eg að hafa út af jólamatnum, eg var ekki ver staddur en hundruð og aftur hundruð einstæðinga, námsmanna og útlendinga, sem jólakveld safnast saman í eina opinbera gi!daskálanum, sem op^ inn er jólanótt, veitingasal járnbrautarstöðvarinnar. — — Það rigndi. — »Það er alt útlit fyrir, að þetta ætli að verða ömurleg jóla- nótt«, hugsaði eg, »rigníngarkalsi og botnlaus götuleðja«. Umferðin á götunum bar þess vott, að fleiri hugsuðu eitthvað þessu líkt og hver væri fegnastur að finna einhversstaðar inni. Menn flýttu sér hver fram hjá öðrum og brettu upp kragann á yfirhöfnum sínum. Fátt var af kvenfólki á stjái, en þess fleira í bifreiðunum, sem runnu másandi og hvæsandi um göturnar búð frá búð. Það var sýnilegt að margir höfðu orðið naumt fyrir með jólakaupin, því verslað var í hverri búð fram á síðustu stundu að lokað var. Uppljómaðir gluggar stórverslananna settu brag sínn á höf- uðgöturnar. Þessar skrautsýningar um jólin, sem öllum er heim- ilaður ókeypis aðgangur að, eru vanar að draga að sér mikinn fjölda áhorfenda og aðdáenda, en að þessu sinni voru áhorfend- ur fyrir framan búðargluggana með fæsta móti. Það gerði fótkuld- inn, sem lagði upp frá jökulkaldri og blautri steinstéttinni. Þegar liðið var að lokunartima búða, sá eg rétt andspænis skartgripaverslun einni, lítinn og fölan dreng. Skært rafmagnsljós- ið í sýningarglugganum og endurskinið af sílfri og gulli féll beint framan í hann. Hann þrýsti sér upp að húsveggnum til þess að reyna að standa af sér regnið og þó var hann augsýnilega hold- votur. Eg hafði tekið eftir honum fyr um kveldið. Þá tvísteig hann og hoppaði á einum fæti til þess að verjast fótkuldanum, en nú stóð hann kyr í sömu sporum. Fyr um kveldið hafði hann stigið eitt spor fram á stéttina í veg fyrir vegfarendur, sem hann ávarpaði hæversklega: »Sprellukarl, herra minn, sprellukarl, aðeins eina krónu«. 13

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.