Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 14

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 14
Þegar borgin varð hvít. Það rigndi. — Veturinn hafði farið í hönd með rigningu og kalsa. Trén í görðum borgarinnar höfðu felt blöðin í fyrra lagi. Vatnsflóðið hafði skolað bliknuðu laufinu niður i slepjuna á götunum. Raun- ar voru göturæstararnir fyrir löngu búnir að sópa laufinu burt, svo ekkert minti á haustið nema rigningin, sem hafði haldið sér nærri látlaust, að fáeinum uppstyttudögum undanteknum, það sem af var veturinn. Götur og torg voru ill yfirferðar sökum eðjunnar, sem hlóðst niður. Svört og kvoðukend ýfðíst hún í hverju spori. Tíðin lagðist þungt í menn. t>að rigndi sjaldan í snörpum, hress- andi skúrum, og lítil tilbreyting var í því að þoka hnígi hrollköld og grá yfir húsaþökin, og héngi í ógeðugum tætlum niður á strætin. E>að rigndi enn aðfangadag jóla. — Jólin. — Að þessu sinni höfðu þau komið mér alveg í opna skjöldu. Mér var nokkur vorkunn, því tíðarfarið hafði ekki verið sérlega jólalegt og ýmislegt annríki hafði gert það að verkum, að eg hafði ekki haft fyrirvarann á um jólaundirbúninginn. Það er annars skrítið, að eg skuli nota orðið »undirbúning« í þessu samlandi. Með hvað á útlendingur, einn síns liðs í stór- borg, að undirbúa sig til jólanna. Hann er vinafár, svo ekki þarf hann að vera lengi að hugsa fyrir jólagjöfunum, og lítinn tíma tekur það, að gera vistlegt umhverfis sig í herbergi sínu, og jóla- hugsanirnar — þær koma af sjálfu sér, þær eru svo að segja ein- ustu gestir hans um jólin. Raunar kannast hann við þessar hugs- anir — þær hafa vitjað hans áður í ýmsu gerfi. Heimþráin gerir sér ekki dagamun. Eg geri ráð fyrir, að þessi jól hefðu liðið svo sem hver önn- ar jól, ef þau hefðu ekki einmitt komið svo flatt upp á mig. Dag- inn fýrir Þorláksmessu hafði mér eiginlega fyrst fyrir alvöru verið hugsað til þess, að jólin færu í hönd, og fyrir eitthvað hugsana- samband við nálægð jólanna, hafði eg fengið þá hugmynd, að eg 12

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.