Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 25

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 25
urnar flögruðu um þökin. — En þá heyrði eg til hljóðpípunnar yðar — hún söng tælandi útþrá inn í sál mína. Blóð mitt brann, hugurinn svall og eg þaut burt frá bókum og búð og kom þar aldrei framar — — Nú er framorðið nætur, eg mun ekki tefja lengi fyrir yður úr þessu og eg heimsæki yður aldrei aftur. Eg hefi leitað á fund yðar eins og óskilgetið barn, sem faðirinn kannast ekki opinber- lega við, — samt sem áður langar barnungann til þess að sjá hann föður sinn einu sinni. — — »Sjá, herra, vér höfum yfirgefið alt og fylgt þér«. Þér kannist líklega lítið við bókína, sem þessi orð standa í, eg er ekki sérlega vel að mér í henni heldur. En þessi orð hljóma í kvöld án afláts í sál minni. Já, vér yfirgáfum alt og fvlgdum yður, og vér eigum alls ekk- ert eftir, ekki bót fvrir skóinn okkar, hvað þá meir, vætan og forarleðjan klessist við götótta sokkana. Vasinn er galtómur, ekk' ert lánstraust lengur á kaffihúsunum — eg er máttvana af hungri, víndrykkju og nætursvalli. Móðir mín hefir lengi þrælað fyrir þurrum brauðbita með því að skúra og hírða skarn náungans. Eg stal bókum úr búðinni minni gömlu og seldi þær — réttvísin heiir haft hönd í hári mínu, eg baðst vægðar, en þeir settu mig viðstöðulaust í svartholið, — og eftír stundarkorn ætla eg að nota litla vopnið í vasa mínum og deyja fegurðardauða, einsog einn rithöfundurinn orðaði það nýlega, þegar hann var að lýsa sjálfsmorði í sögunni sinni. Og þá verð eg sjálfsmorðingi, dæmd- ur maður bæði af Guði og mönnum. — Sjá eg hefi yfirgefið alt og fylgt þér!« — Ókunni maðurinn þagnar. Dauðakyrð úti og inni. Nóttin dimm og hljóð. Mennirnir tveir öldungis einir. Aðkomumaðurinn stendur hjá hurðinni, fölur, grannleiturf svipþungur, styður hönd sinni á brjóstvasann með byssunni. Skáldið situr grafkyr á stólnum. Hann heyrir hjarta sitt slá. Höndur hans eru járnkaldar. »Já, þetta var það sem eg vildi við yður segja«, sagði gestur- inn með hljóðri, hæverskri rödd. »Eg gjörí ráð fyrir, að yður þykí 23

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.