Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 12

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 12
ætlun mín, það er heldur ekki skraut hennar né fegurð, sem gef- ur henni aðalgildi í minutn augum, heldur það, að hér hófLúther siðabótastarf sitt með því að ganga á hóim við afiátssölu páfans og gekk um leið út i þá baráttu, sem hetur og betur leid'.li í ljós sannleika Guðs orðs. En þótt eg reyni eigi til að lýsa hinni afbragðsfögru kirkju get eg eigi lokið máli mínu án þess að minnast á það, sem öllu skrauti fremur vakti athygli mína og festist í minni mínu Fyrir neðan prédikunarstólinn stendur ofurlítið steinþrep fá' ein fet á lengd og breidd — Gröf Lúthers! Osjálfrátt beygi eg höfuð hjá gröfinni hans. Llvert senr eg lít, þá blasir viðhafnar' mikið skraut við sjónum mínum, málverk og myndastyttur, — fögur mannaverk, sem minna á snilli þeirra, löngu eftir að þeir eru dánír. Og gengt því hvílir duft snillingsins, sem með snjallri rödd boðaði lýðum frelsi Drottins; gröfin hans er hér þögult vitni þess, að: a 11 h o 1 d e r s e m h e y, g r a s i ð v i s n a r, b 1 ó m i n d e y j a en — orð Drottins varir að eilífu. Og við gröf Lúthers eiga þessi orð sérstakan hljóm, því, sjá, orð Drottins fer enn um löndin, fagnaðarerindið berst frá þjóð til þjóðar, eilífa lagið gleym- ist eigi: Yður er í dag frelsari fæddur. Andspænis gröf Lúthers hvílir vinur hans Melancthon. Sanv einaðir í áhuga fyrir háleitu málefni, samverkamenn og trúbræð- ur hvíla hér hlið við hlið. Blómsveigar úr veglegum pálmavið prýða leiði þeirra beggja. Fegurð og tign kirkjunnar laðar til lof- gjörðar, kyrðin knýr til bænar. Eg geng frá gröf vinanna með grát á brá en bros í hjarta og segi klökk: E>ökk, Drottni, fyrir trúa þjóna! Guðrún Lárusdóttir.

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.