Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 17

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 17
um vegna þess eins, að hann sat nær mér en hinir. f>ó töluðum við lítið saman, nóg til þess að mig gat grunað, að þau hefðu verið einkennileg og harðhent forlögin, sem stýrt höfðu skerfum hans inn í þennan sal, ef til vill þó ekki einkennilegri né harð- hentari en forlög margra þeirra, sem þarna voru saman komnir. Aður en varði var stór hljóðfæraflokkur farinn að leika jóla- sálma, jólatréð var tendrað með nokkuð sviplegum hætti, því raf- magnsljós var á hverju »kerti« og tendruðust öll í einu. — Alt í einu byijaði einhver að syngja, og brátt tóku allir und- ir. Söng hver með sínu nefi og hver á sinni tungu. — Jólin voru komin ínn á heimili einstæðinga, piparsveina og útlaga. — — — A heimleiðinni um mannlausar og auðar götur borgarinnar, tók jeg eftir því, að veðrið var að breytast. Það var hætt að rigna. Kominn var hægur andvari, og brátt hnigu hvítar snjóflyksur til jarðar. Aður en eg koinst heim voru göturnar orðnar alhvítar. Engin spor voru í snjónum. Borgin hafði hjúpað um sig hvítu líni, falið gullin sín og brotasilfrið alt undir hvítu líni. — — — Lárus Sigurbjörnsson. ii»/, /

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.