Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 20

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 20
Og þá gat síra Truphéme farið strax til Aberville og látið gera nýjan kross úr fægðum íben-viði, með skildi, sem á stóð letrað gullnum stöfum I. N. R. I. Tveim mánuðum síðar var þessi kross settur upp þar sem hinn fyrri hafði hangið og Kristur negldur á hann að nýju. En Kristur yfirgaf þennan kross eins og hann hafði yfirgefið hinn, steig ofan af honum þegar kvöld var komið og lagðist á altarið. Næsta morgun, þegar presturinn kom þar að, féll hann á kné og gjörði langa bæn. Fregnin um hið undursamlega kraftaverk flaug um nágrennið og konurnar í Amiens stofnuðu sjóð fýrir Krist frá Saint-Valéry. Sira Truphéme bárust peningar og dýrir gripir frá París, og kona hermálaráðherrans sendi brjóstkross, settan demöntum. Fyrir öll þessi auðæfi bjó gullsmiðurinn í La Rue St. Sulpice á næstu tveim árum til nýjan kross úr gulli og dýrum steinum, sem var settur upp með mikilli viðhöfn næsta sunnudag eftir páska árið 18—. En Hann, sem tók á sig kross þjáninganna, flýði krossinn, sem gjörður var úr gulli og dýrum steinum og lagðist enn á ný á hvítt altarisklæðið. Og nú var hann látinn eiga sig þar um stund, því menn vildu ekki hætta á það að styggja Frelsarann. Og þar hafði hann legið i meira en tvö ár þegar Pierre litli, sonur Pierre Caillou, tjáði prest- inum, að hann hefði fundið hinn upprunalega kross kristsmynd' arinnar í fjörunni. Pierre var mesti fáráðlingur; og af því að hann hafði ekki nægilegt vit til að vinna fyrir sér sjálfur, þá gaf fólk honum að borða í gustukaskyni. Og hann var vel látinn, því hann gerði engum mein. En hann blaðraði mikið og enginn hlustaði eftir því sem hann sagði. En síra Truphéme, sem stöðugt var að hugsa um Krist frá hafinu, undraðíst það mjög, sem vesalings fávitinn sagðí honum. Og hann fór með kirkjuþjónum sínum á staðinn, sem drengurinn vísaði á, og þar fundu þeir tvo samanneglda planka, sem sýnilega höfðu velkst lengi i sjónum og voru eins og kross í lögun. 18

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.