Jólakvöld - 01.12.1928, Side 23

Jólakvöld - 01.12.1928, Side 23
Skugginn. Kafli úr samnefndri sögu eftir Jóhannes Jörgensen. (Lausleg þýðing). Nótt. Rithöfundurinn situr á skriístofu sinni. Það er hringt. Tötrum búinn, vesaldarlegur inaður biður leyfis að tala fáein orð við rithöfundinn. »Þannig er þá umhorfs hjá yður«, segir hann og rennir aug- unum yfir skrifborð rithöfundarins, þar sem vínið glóir í dýrindis kristalskönnu og fögur, ilmandi blóm brosa við augum hans. »Eg er kominn til þess að sjá yður áður en eg dey«. Rithöfundurinn hellir víni í glas handa komumanni, virðir hann vandlega fyrir sér og spyr svo: »Eruð þér veikur?« En gesturinn kveður nei við. »Það er að segja, líkaminn er heill en sálin er uppgefin. Eg ætla mér að deyja, en eg vildi sjá yður fyrst. Þessvegna kom eg, þó áliðið sé. Þér hafið haft meiri áhrif á mig en allir aðrir menn. Eg liefi marglesið bækurnar yðar, eg kann kafla úr þeim reiprennandi, og ljóðin yðar eru mér vel kunn — eg þekki sjálfan yður vel — líklega helst til vel, og nú vil eg að þér séuð seinasti maðurinn sem eg sé, og herbergið yðar sein- ustu mannahýbýlin sem eg kem í, — eg vil að jarðarförín mín fari fram héðan. — — Þér spyrjið hver eg sé Hvað um það ? Ef til vill eyddi eg dögum æsku minnar innan við borð í óhreinlegri búðarholu, kann- ske eg hafi selt fátækum stúdentum myglaðar bækur; öðru hvoru hefi eg þá líklegast gægst út um gluggann og horft á mjótt og ljótt stræti, þar sem regndropar söfnuðust í forarpolla í dældirnar á milli götusteinanna; — ef til vill stundaði eg eitthvað annað. Hver veit? Eg hefði sjálfsagt ósköp vel getað þegið að verða mik- ill maður, eins og þér, eða skáld — eins og þér. — Eg veit það svo sem nú að eg er ekkert skáld, — eg vissi það samt ekki þá, eg hugsaði að eg væri líkur yður, af því að eg þóttist þreifa á hugsunum yðar. Eg hélt að bergmálið frá ljóðum yðar væri hljóm- 21

x

Jólakvöld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.