Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 24

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 24
ur minnar eigin hörpu.-------Ó, þér vitið lítið hvað þér aðhafíst hér inni! t>ér yrkið ljóð og ritið, sál yðar ólgar af víni og valdi næturinnar. En eg býst ekki við, að þér vítið hve margar mannssálír þér aflagið og afskræmið með einni svartri linu úr pennanum yðar! Og þá vitið þér ekki heldur um hamingumorðin og dauðadómana, sem þér staðfestið með pennanum yðar hérna inni í kyrðinni, hjá logandi lampanum, ilmandi blómum og glitr- andi víni! — — En minnist þess að vér lifum samkvæmt því sem þér ritið. Þér mótið oss. Æskulýður landsins nemur ljóð yðar og rit. Vér erum skýrlíf þegar þér eruð það, siðlaus þegar þér óskið þess. Ungu mennirnir trúa og afneita eftir því sem þér trúið og af- neitið. Ungu stúlkurnar eru siðlátar eða lauslátar, öldungis eins og konurnar, sem þér vegsamið með penna yðar. Þér hafið kent oss, að sá væri mestur maðurinn, sem er harð- svíraðastur, kæruminstur og heimtufrekastur, — þér kenduð oss að syndin væri nautn, og að ölvíma og ástarringl, taumlaus leik- ur við munað og nautnir sé hið sanna líf og lífsgildi, — þess konar líf gjörðuð þér vegsamlegt í augum vorum. Þér kannist vafalaust við þjóðsöguna um rottuveiðarann frá Hameln. Þér genguð á undan okkur eins og hann. Þér voruð höfði hærri en aðrir menn, og yður tókst að ginna oss burt frá foreldrahúsunum með tælandi hljóðpípuleik yðar. Vér eltum yður fram á glötunarbarminn, þar námuð þér staðar, en vér steypt- umst framaf, ofan í hyldýpið. — — Þér brosið, þér hristið höfuðið, en það þýðir ekkert, voldugi töframaður! Þér ættuð að vita um sálarfriðinn, sem þér hafið rænt, þér ættuð að þekkja vesalings vofurnar, sem hröklast fram og aftur í gerfi hugmynda yðar! — — Eg var á valdi yðar — en í kvöld þverrar það vald. — — Eg mintist víst áðan á litlu búðina, sem eg var eitt sinn í Sú var tíðin, að eg stóð við búðarborðið með frið í sál minni, þá skeín sólin oft á strætið fyrir utan, og þegar eg sat fyrir utan dyrnar á kvöldin, þá kom eg auga á heiðbláma him- insins uppi yfir rauðu tigulsteinsþökunum í litla þorpinu, og svöl- 22

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.