Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 16

Jólakvöld - 01.12.1928, Blaðsíða 16
En nú var hann sem stirðnaður og vegfarendur heyrðu aðeins muldur eitt. »Sprellukarl, — — sprellu — —, herra minn«. Eg keypti einn »karl« af Fritz. Hanu sagðist heita Fritz. Og hann sagði, að það væri betra að standa kyr í sömu sporum, því þá volgnaði eðjan, sem komin var inn í stígvélin, við beran fótínn. Fritz, — þú ert bara einn af miljónum, sem þreyja kyrrar í sömu sporum, af því »eðjan volgnar við beran fótinn«. — — Eftir lokunartíma búðanna fer fólksstraumurinn þverrandí. Hingað og þangað myndast þó enn smáhópar, sem flosna upp og týnast í allar áttir. Ljósin eru tendruð í íbúðum manna. Við og við heyrist söng- ur. En öllu ofar hljóma kirkjuklukkurnar. Hljóðið rís og hnígur í þungum dutium. Jólin eru komin. — Þar kemur að lokum, að engir eru á ferlí, nema lögregluþjón- arnir, og þeir fáir. Lögregluþjónar og blaðamenn stórborgarinnar vita, að á jólanótt heldur lífið, hið ægilega, flughraða og hams- lausa líf, niðri í sér andanum, eins og það sé að hlusta eftir ein- hverju hljóði utan að, sem leysi það úr álögum. Engir á ferli, það er of mikið sagt, — altaf eru einhverir á stjái, — þögular og dularfullar eru þær, þessar verur, sem skunda leið sína eftir götum borgarinnar jólanótt. Borgin á margvíslegt brotasilfur í fórum sínum. — 1 veitingasal járnbrautarinnar var margt manna, og andlitin, sem þar mátti sjá voru ólílt hvert öðru eins og fólkið í látæði og tali. Þó var ekki um það að villast, að hér voru samankomnir farandmenn, aðskotadýr — sitt úr hverri áttinni, menn, sem höfðu lagt land undir fót og settust nú að snæðingi saman stutta stund til þess síðan að halda áfram þrotlausri ferð sinni. Hér voru og einstæðingar og heímilíslausir piparsveinar, hér voru allir þeir, sem hvergi höfðu fest rætur. Jólanótt stofnuðu þeir eitt allsherjar heimili, — en aðeins eina nótt. Sessunautur minn var Rússi. Hann var í engu sérlega ólíkur öðrum, sem þarna voru samankomnir. Eg man betur eítir hon- 14

x

Jólakvöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.