Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Norskir fornleifafræðingar eru í skýj- unum eftir að þeir fundu í gærmorg- un höfuðkúpu manns sem veginn var í Sverrisborg í Þrándheimi árið 1197. Á fimmtudaginn höfðu þeir fundið fleiri leifar beinagrindar hans, meðal ann- ars lærlegg, hryggsúlu, mjaðmagrind og rófubein. Beinin voru í aldagöml- um brunni og staðfestir fundurinn frásögn íslensks miðaldarits, Sverris sögu, um bardaga herflokka Bagla og Birkibeina á staðnum. Áhugi Norðmanna á málinu er mik- ill og voru norska sjónvarpið og fleiri miðlar með beina útsendingu frá upp- greftrinum síðustu tvo daga. Stjórn- andi rannsóknarinnar, Anna Petersén hjá Fornleifavernd Noregs (NIKU), segir að um einstæðan fund sé að ræða. Tekist hafi með fornleifarann- sókn að finna líkamsleifar manns sem nefndur er í nær 800 ára gamalli heimild. Þetta muni vekja heims- athygli. Virki Sverris konungs Sverrisborg er virki sem Sverrir Sigurðarson Noregskonungur lét upphaflega reisa veturinn 1182-1183. Það var jafnað við jörðu af andstæð- ingum konungs, svonefndum Böglum, í miklum bardaga árið 1197. Rúst- irnar eru nú innan stórs byggðasafns í Þrændalögum, Sverresborg Trönde- lag Folkemuseum. Sverrir var konungur Noregs á ár- unum 1177-1202. Fram til 1184 var Magnús Erlingsson einnig konungur og áttu þeir í stöðugu stríði. Stuttu eftir að Sverrir hafði náð Noregi öll- um undir sitt vald hófst ábóti nokkur í Þingeyraklaustri á Íslandi, Karl Jóns- son, handa um að rita sögu hans, Sverris sögu. Virðist Karl hafa verið sérstaklega kvaddur til Noregs til að vinna þetta verk. Fram kemur í upp- hafi sögunnar að hann byrjaði að rita frásögnina í viðurvist Sverris sjálfs. Til verksins var því stofnað sem op- inberrar ævisögu. Síðan hefur Karl ábóti eða þeir sem héldu verkinu áfram næstu árin leitað til fjölmargra heimildarmanna. Efni sögunnar hef- ur verið borið saman við aðrar óháðar samtímaheimildir og hefur þannig tekist að staðfesta marga þætti henn- ar. Fornleifauppgröfturinn í brunn- inum við Sverrisborg er enn ein stað- festingin. Vildu eitra vatnsbólið Í Sverris sögu heitir virkið í Þránd- heimi Síon eftir borg Davíðs í Jerú- salem. Í einum kafla sögunnar er sagt frá því hvernig uppreisnarher- flokkur, Baglar, réðst að virkinu árið 1197. Konungur var ekki á staðnum, en til varna var harðsnúinn flokkur fylgismanna hans, Birkibeinar. Bagl- ar unnu sigur og brutu virkið niður. Orðrétt segir í sögunni: „Baglar tóku allt fé þat er í var borginni, ok síðan brenndu þeir hvert hús, þat er þar var. Þeir tóku einn mann dauðan og steypðu í brunninn, báru síðan þar á ofan grjót þar til er fullr var. Þeir stefndu til bæjarmönnum at brjóta alla steinveggina til jarðar áðr en þeir skilðisk við.“ Menn hafa velt því fyrir sér af hverju Baglar hentu líki ofan í brunn Sverrisborgar. Á því er engin skýring gefin í sögunni. Er helst talið að þeir hafi með þessu viljað eitra vatnsbólið og koma í veg fyrir að staðarmenn gætu notað það áfram. Aldursgreining staðfestir Árið 1938 grófu fornleifafræðingar í rústir Sverrisborgar og fundu mannabein ofan í brunninum forna. Vegna aðstæðna sem þá voru var ekki hægt að halda rannsókninni áfram og var ákveðið að skilja beinin eftir og grafa yfir þau. Haustið 2014 var grafið þarna á ný á vegum Forn- leifaverndar Noregs og fundust þá beinaleifar sem aldursgreindar voru í kjölfarið með svokallaðri C-14 aðferð. Niðurstaðan var að beinin væru af karlmanni sem verið hefði 35 til 40 ára gamall þegar hann lést og væru 800 ára gömul með 30 ára óvissu til eða frá. Þau gætu með öðrum orðum passað vel við frásögn og tímatal Sverris sögu. Í framhaldinu var ákveðið að hefjast handa um viðamik- inn uppgröft í brunninum og hófst hann í síðasta mánuði. Þetta hefur verið torsótt og flókin framkvæmd, því á stríðsárunum seinni notaði þýska hernámsliðið brunninn sem sorphaug og fundust þar bæði virkar og óvirkar sprengjur. Dæla þurfti upp vatni og taka upp þunga steina sem varpað var í brunninn í bardag- anum 1197 og síðar. Óttuðust forn- leifafræðingar að allt þetta rask gæti leitt til þess að brunnurinn félli sam- an, en það hefur þó ekki gerst. Gerð brunnsins hefur verið mikið smíða- verk á miðöldum og nú þegar hann hefur verið grafinn upp til botns fást þýðingarmiklar upplýsingar um verkkunnáttu og byggingaraðferðir á þessum tíma. Staðfesta frásögn Sverris sögu  Fornleifafræðingar hafa fundið beinagrind manns sem varpað var í brunn við virki Sverris Noregs- konungs eftir bardaga í Þrándheimi 1197  Einstæður fundur sem vekur mikla athygli í Noregi Ljósmynd/NIKU Fornleifar Í gærmorgun fannst höfuðkúpa mannsins sem samkvæmt íslenskri konungasögu, Sverris sögu, var varp- að í vatnsbrunninn við Sverrisborg í Þrándheimi árið 1197. Áður höfðu fleiri leifar beinagrindar hans fundist. Norðmenn fagna því að fá vísindalegar sannanir fyrir efni í konungasögunum fornu sem Íslendingar rituðu á miðöldum. En í sjálfu sér ætti ekki að þurfa að koma á óvart að frásögnin í Sverris sögu sé á rökum reist þar sem hún er skrifuð á svipuðum tíma og atburðirnir urðu. Má í því sambandi minna á að við fornleifauppgröft í Skálholti árið 1954 fannst steinkista Páls Jónssonar biskups. Staðfesti fundurinn frásögn um greftrun hans í Páls sögu sem rituð var skömmu eftir dauða biskups í byrjun 13. aldar. Sá fundur vakti á sínum tíma ekki minni athygli hér á landi en fundur beinagrindarinnar í brunninum við Sverrisborg í Þrándheimi nú. Frásögn Páls sögu var rétt FORNLEIFAR STAÐFESTA RITHEIMILDIR Skálholt Steinkista Páls biskups grafin upp 1954. „Það þarf að gera við sjótank […] það er ekki óeðlilegt í svona gömlum skipum“ segir Hilmar Snorrason, skipstjóri á Sæbjörgu, skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna en það hefur ekki fengið haffærisskírteini þetta árið og getur því ekki farið á helstu verstöðvar landsins til að halda öryggisnámskeið líkt og áður. Bilunin kom í ljós þegar skipið var tekið í slipp á Akureyri í fyrra en ekki gafst tími til að gera við bil- unina þá. Verið er að vinna mat á viðgerðarkostnaði og verði viðgerð talin borga sig verður verkið boðið út. Það er því ljóst að sjómenn munu þurfa að sækja skyldubundna ör- yggisfræðslu til Reykjavíkur þetta árið. Hilmar segir flesta sjómenn sátta við það. Rekstur skipa hefur breyst á undanförnum árum. Áður fyrr, þegar við vorum að sigla um landið, komu öll skip inn og allir tóku námskeið en í dag er þetta þannig að skipin eru alltaf úti á sjó því það eru skiptiáhafnir á öllum stærri skip- um,“ Sæbjörg hét áður Akraborg og var smíðuð í Noregi 1974 en Slysa- varnafélag Íslands fékk skipið að gjöf 1998 og hefur það hýst starf- semi Slysavarnaskóla Íslands síðan. Vélar og ytra byrði skipsins eru heil og skipið í fullri notkun en Hilmar segir meira en 1.400 manns hafa sótt námskeið hjá Slysavarnaskólanum það sem af er árinu og skipið nýtist því vel. „Við getum verið hér næstu tíu árin,“ bætir hann við. elvar@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Sæbjörg Skipið er í fullri notkun þrátt fyrir að vera án haffærisskírteinis. Sæbjörg ósjófær  Skólaskipið fékk ekki haffærisskír- teini  Unnið er að viðgerðarmati Since 1921 Lífræn og nærandi morgunfrú (calendulajurtin) veitir húð barnsins þíns þá vörn og umhyggju sem hún þarfnast. Fullkomin leið til að stuðla að heilbrigðri húð, allt frá fyrsta degi - í samhljómi við mann og náttúru www.weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek, barnaverslanir og heilsuverslanir um allt land Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/WeledaBabyIceland Mamma veit best!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.