Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016
og Þórarni Helgasyni. Mér fannst
þau eins og amma og afi enda
höfðu þau fóstrað móður mína frá
sjö ára aldri. Þar naut ég mikils
ástríkis. Ég fór svo að vera hjá
Ingu og Bjarna eftir að Addi
fæddist enda var ég þá komin á
barnapíualdurinn. Ég man eftir
því hvað ég hlakkaði alltaf til að
komast í sveitina á vorin og hvað
mér leið vel þar. Líklega hefur
Inga haft talsverð áhrif á mitt
uppeldi.
Inga var mikið fyrir útiveru.
En þegar útivinnunni lauk og úti-
leikir tóku við hjá okkur krökk-
unum þá biðu heimilisstörfin
Ingu og þau voru ærin. Þó ég
muni ekki eftir Ingu öðruvísi en
sívinnandi frá morgni til kvölds
þá gaf hún sér oft tíma til að
fræða mig um náttúruna, t.d. heiti
á blómum og fuglum. Á seinni
tímum benti hún mér á hvað
fuglategundunum hefur fjölgað
sem leita í skjól mannsins.
Fyrir nokkrum árum tók ég
eftir fallegri blómabreiðu við
Vesturlandsveginn. Ég fann ekk-
ert um blómið í blómauppfletti-
bókinni minni en hugsaði mér
gott til glóðarinnar því von var á
Ingu á höfuðborgarsvæðið. Ég
keyrði hana upp í Mosfellsbæ til
Eyrúnar og hægt framhjá blóma-
breiðunni. Spurði Ingu hvort hún
vissi hvað þau hétu þessi. Ekki
stóð á svörunum. „Þetta er rauðs-
mári. Hann barst hingað með
grasfræi.“ En nú get ég ekki
spurt Ingu lengur um fuglana,
blómin og náttúruna eða fengið
sögur af henni og mömmu í
bernsku en þær ólust upp saman.
Inga gat verið mjög fyndin enda
hlógum við oft mikið saman þegar
hún sagði mér frá lífinu fyrrum.
Elsku Eyrún, Addi, Þórir og
Einar. Innilegar samúðarkveðj-
ur. Ég veit hvað missir ykkar er
mikill.
Dóra Hlín.
Kynni mín af ömmu Ingu eins
og hún var ávallt kölluð hófust ár-
ið 1997 þegar við Snorri, barna-
barn hennar, drógum okkur sam-
an og hófum sambúð. Inga kom
alltaf til dyranna eins og hún var
klædd en á sama tíma hafði hún
yfirbragð hinnar ljúfu og yndis-
legu ömmu sem vildi gera allt fyr-
ir alla. Maður sá strax hversu
sterkt samband var á milli Ingu
og Snorra sem einkenndist ekki
bara af tengslum barnabarns og
ömmu. Var einstaklega mikill vin-
skapur þeirra á milli og bar
Snorri mikla virðingu fyrir ömmu
sinni. Ég var svo heppin að eign-
ast einnig vin í þessari yndislegu
konu.
Inga hafði brennandi áhuga á
málefnum líðandi stundar og voru
það ófá skiptin sem við sátum og
slík málefni voru krufin til mergj-
ar. Þið getið rétt ímyndað ykkur
hversu gaman var að sitja hjá og
hlusta á samræður hennar og
Snorra. Bæði jafnþrjósk, og á
sitthvorum endanum, annað til
vinstri en hitt til hægri. Alltaf var
þó mikið hlegið þrátt fyrir skiptar
skoðanir. Þessara stunda með
ömmu Ingu verður sárt saknað
sem og samverustundanna með
strákana okkar þrjá heima hjá
ömmu í sveitinni. Hvíl í friði,
elsku vinkona.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Guðmunda Áslaug (Ása).
Á áttugasta og níunda aldurs-
ári, í gróanda sumarsins, kveður
Inga mín og heldur á vit annarra
lendna. Það var hennar sannfær-
ing. Kveður án umstangs, sofnar.
Það var hennar heita ósk, ósk sem
fáir fá uppfyllta en hlotnaðist
henni. Við, sem eftir stöndum,
kveðjum. Kynni mín af Ingu hóf-
ust strax í bernsku, þegar hún
brá sér bæjarleið til nágranna
sinna, foreldra minna. Það var
gaman þá. Hávaxna, myndarlega
konan með brúna hárið kom og
settist í stofu. Það lifnaði yfir og
hlýlegt viðmót, einlægt brosið
sem náði svo vel til augnanna og
umhyggjan sem hún sýndi, ein-
kenndi heimsóknina. Léttur glað-
legur hláturinn eða alvarlegri
undirtónn í samræðum. Eitt
skipti sem oftar, þegar á heim-
sókn Ingu stóð og tíminn gleymd-
ist, uggði enginn að sér og kýr ein
gerði sig óþarflega heimakomna
að þvottasnúrunum og stór-
skemmdi kjól frá Aðalheiði
ömmusystur minni. Inga mín tók
þetta afar nærri sér og kenndi
sjálfri sér um. Þetta hefði ekki
gerst nema af því hún var gest-
komandi. Þá var heldur ekki
hlaupið í búð eftir nýrri flík og
efnahagur fólks annar en nú er.
Ekki leið þó á löngu þar til send-
ing kom frá Þykkvabæ. Efnis-
strangi í nýjan kjól sem gladdi af-
ar mikið. Örlítil minning sem
festist og situr föst og svo lýsandi
fyrir Ingu. Umhyggja fyrir öðr-
um var einn af hennar einstöku
mannkostum. Sömu umhyggju
kynntist ég síðar þegar við Þór-
arinn minn hugðum á búskap
saman. Þá tók hún mér og börn-
unum mínum þremur opnum
örmum. Þar var alltaf pláss, alltaf
rúm fyrir alla sem til leituðu.
Börnin mín urðu hennar ömmu-
börn og öllum vildi hún vel, skoð-
anaföst, fylgin sér og ákveðin.
Hefur kannski ekki verið vanþörf
á að standa á sínu í ólgu lífsbar-
áttunnar. Í Þykkvabæ var fljótt
treyst á hana til verka. Hún var
stór og öflug ung kona og gekk í
öll verk sem þurfti. Bóndi fram í
fingurgóma sem síðar varð henn-
ar ævistarf. Inga var listhneigð
og hafði næmt auga fyrir litum og
umhverfi eins og mörg falleg mál-
verk hennar bera vitni til. Hún
var mikið náttúrubarn og sýndi
dýrum og gróðri sömu umhyggju
í verki og öðru. Hestarnir voru
henni þó hugleiknastir enda líf og
starf samtvinnað þessum merki-
legu skepnum frá unga aldri. Síð-
ar urðu þeir ekki bara hluti lífs og
starfs, heldur líka mikilvægt
áhugamál bæði hennar og Bjarna
heitins. Í gegnum hestamennsk-
una kynntust þau mörgu fólki
með sama eldheita áhugann og
ævilöng vinatengsl mynduðust.
Hún var afar frændrækin og hélt
vel utan um fjölskyldu og vini.
Einatt var setið við kaffiborð, þar
sem Inga veitti eins og henni var
lagið og enginn mátti fara svang-
ur frá hennar borði. Fréttir líð-
andi stundar og fregnir af fólki,
gleði og alvara í bland. Hún hafði
mikinn áhuga á fólki og var minn-
ug vel og fróð um ættir og fjöl-
skyldutengsl. Því var oft leitað til
Ingu með vitneskju fyrri tíma og
tækifæri gafst til að kynnast fólki
í gegnum frásagnir. Fastur
punktur í lífi margra er horfinn,
en minningin varir. Ég þakka
Ingu af alhug, einlæga vináttu og
væntumþykju.
Helga Jónsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma. Það
var alltaf gaman að koma í
heimsókn til þín. Það var
gaman að leika í stólnum
þínum. Við söknum þín
mikið. Takk fyrir að vera
alltaf svo góð við okkur.
Elfa Sif, Andri Thor og
Henry Berg.
Elsku amma Inga. Mikið
sakna ég þín. Að koma í
sveitina til þín var alltaf
jafn skemmtilegt. Ég mun
aldrei gleyma sögustund-
unum þínum um gamla
tíma og þjóðsögunum sem
voru í uppáhaldi. Ég mun
aldrei gleyma þér, amma
mín.
Amma mín,
þótt horfin sért,
í hjarta mínu
þú ávallt ert.
Mikael Freyr Snorrason.
✝ GuðmundurÞórisson fædd-
ist á Akureyri 12.
júní 1935. Hann lést
1. júní 2016.
Foreldrar hans
voru Kristrún Guð-
mundsdóttir frá
Hjaltastaðahvammi í
Skagafirði og Þórir
Albertsson frá Hal-
landsnesi. Sigurður
bróðir Guðmundar
fæddist 30. september 1945.
Fyrstu fimm ár ævi sinnar var
Guðmundur á Birningsstöðum í
Ljósavatnsskarði, síðan tvö ár í
Vatnsleysu, en árið 1942 byggðu
foreldrar hans upp eyðibýlið
Mela í Fnjóskadal, þar sem þau
bjuggu til ársins 1963, er þau
fluttust að Hléskógum í Höfð-
ahverfi, en þá tóku þeir bræður,
Guðmundur og Sigurður, við bú-
skapnum ásamt Kristínu konu
Guðmundar.
Guðmundur var
einn vetur í Héraðs-
skólanum á Laugum
1950-1951. Hann vann
með foreldum sínum
að búskapnum, en
vann jafnfamt að
vegagerð og var á ver-
tíðum á vetrum. Þau
Guðmundur og Kristín
ásamt Sigurði sátu
Hléskóga til ársins
2000, er þau létu af bú-
skap og fluttust til Grenivíkur.
Guðmundur kvæntist Kristínu
Gunnarsdóttur, f. 25.2. 1943, frá
Böðvarsgarði í Fnjóskadal. Sonur
þeirra er Gunnar, f. 10.7. 1967,
vélstjóri á Grenivík og á hann tvo
syni, Ara og Albert, sem fæddust
25. maí 1999. Móðir þeirra er
Amporn Sawaldee.
Guðmunur lést á Grenilundi 1.
júní 2016. Hann verður jarðsettur
frá Grenivíkurkirkju í dag, 11.
júní 2016, klukkan 14.
Guðmundur vinur minn Þóris-
son er til moldar borinn í dag. Við
vorum samherjar í pólitík og nánir
um áratuga skeið.
Hann fylgdist vel með þjóðmál-
um, hafði skoðun á mönnum og
málefnum og var málafylgjumað-
ur góður. Það var mikils virði fyrir
mig sem stjórnmálamann að eiga
traust þvílíkra manna. Það auð-
veldaði mér að glöggva mig á hlut-
unum.
Oftar en ekki fékk ég nýja sýn á
verkefnið með því að spjalla um
það við þá, sem voru á vettvangi
og gátu miðlað reynslu sinni eins
og Guðmundur. Auðvitað kom líka
fyrir að við næðum ekki saman
eins og gengur. Þannig er lífið –
sem betur fer.
Guðmundur var sterkur per-
sónuleiki og ég er þakklátur fyrir
að hafa fengið að kynnast sérleik
hans í skoðunum og lífsháttum.
Sterkasti þátturinn í skaphöfn
hans eins og Kristínar konu hans
var ræktunarmaðurinn – að
standa þannig að verki að hvað-
eina hefði skilyrði til að vaxa og
þroskast. Það er aðalsmerki hins
góða búanda eins og tíundað er í
Búnaðarbálki Eggerts Ólafssonar.
Þau hjónin Kristín og Guð-
mundur ásamt Sigurði bróður
Guðmundar bjuggu rausnarbúi á
Hléskógum. Þau voru samhent við
búreksturinn og glöggt gestsaug-
að sá, að fyrir öllu var vel séð,
snyrtimennska allsráðandi, búið
afurðamikið og gaf vel af sér.
Kristín og Guðmundur voru
höfðingjar heim að sækja. Á heim-
ilinu voru foreldrar Guðmundar og
komin til ára sinna þegar ég
kynntist þeim. Þau höfðu frá
mörgu að segja og fróðlegt að
rabba við þau. Það vakti athygli
mína hversu vel Kristín reyndist
þeim og hugsaði um þau.
Halldór Blöndal.
Guðmundur
Þórisson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA ANDERSEN,
Eyjahrauni 11,
Vestmannaeyjum,
lést 2. júní á sjúkrahúsinu í Vestmanna-
eyjum. Jarðsett verður frá Landakirkju
mánudaginn 20. júní klukkan 13.
.
Helgi Þ. Gunnarsson, Auðbjörg S. Björgvinsdóttir,
Halldór J. Gunnarsson, Jóhanna I. Hjartardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Álftamýri 42,
lést mánudaginn 6. júní. Útför hennar fer
fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 14.
júní klukkan 13.
.
Magnea I. Þórarinsdóttir, Guðmundur B. Guðjónsson,
Soffía D. Þórarinsdóttir, Eggert Þ. Sveinbjörnsson,
Sonja Þórarinsdóttir, Pétur Kristinsson,
Gísli G. Þórarinsson, Kristín Helgadóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma
ANNA MARÍA SAMÚELSDÓTTIR
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 4. júní. Útför
hennar fer fram frá Árbæjarkirkju 15. júní
klukkan 13. Þökkum starfsfólki Eirar fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
.
Gunnar Sigurðsson,
Samúel Sigurðsson, Hanna M. Hallgrímsdóttir,
Anna M. Garðarsdóttir, Jón Axel Tómasson,
Einar Garðarsson, Karen Ósk Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Kirkjubraut 18, Seltjarnarnesi,
sem lést 25. maí, verður jarðsungin frá
Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 14. júní
kl. 13.
.
Sigurþór Hallgrímsson,
Hafdís Sigurþórsdóttir, Viðar Gunnarsson,
Guðbjörn Sigurþórsson, Anna Bjarnadóttir,
Þóra Björk Sigurþórsdóttir, Ragnar Kummer,
Sigurþór Sigurþórsson, Solfrid Dalsgaard,
Oddný Hildur Sigurþórsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN INGADÓTTIR
frá Hrappsstöðum, Víðidal,
lést á Hvammstanga 7. júní. Útför hennar
fer fram frá Hvammstangakirkju
fimmtudaginn 16.
júní 2016 klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á
Hvammstanga.
.
Ragnhildur Húnbogad.,
Sigríður Tryggvadóttir, Þorgeir Jóhannesson,
Inga Birna Tryggvadóttir, Guðmundur Arason,
Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Hjalti Jósefsson,
Guðrún Tryggvadóttir, Björn Friðriksson,
Magnea Tryggvadóttir,
Steinbjörn Tryggvason, Eva-Lena Lohi,
Ingi Tryggvason, Inga Margrét Skúlad.,
Örn Arnar Ingólfsson, Elsa Finnsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLÖF HELGA SVEINSDÓTTIR,
Ársölum 5, Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut 7. júní. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju 15. júní kl. 13.
.
Stefán Stefánsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og langömmubörn.
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
ARNFINNUR UNNAR JÓNSSON,
fyrrverandi skólastjóri,
Stóragerði 10, Reykjavík,
andaðist 3. júní á líknardeild Land-
spítalans. Útförin fer fram frá Seljakirkju
13. júní klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkast en
þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarsjóð
Oddfellow-stúkunnar Leifs heppna,
reikningsnúmer: 536-04-763403,
kt. 603396-3139.
.
Jón Ragnar Jónsson, Birna Þorvaldsdóttir,
Ingólfur Jónsson, Dagný Guðmundsdóttir,
Friðrik J. Klausen, Aðalheiður Gréta Guðmundsdóttir
og aðrir aðstandendur.