Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nýir möguleikar opnast og þú ert vel í stakk búinn til að greina í milli og velja þá leið sem farsælust er. Forðastu öll óþarfa út- gjöld, það eru þau, sem skemma fyrir þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Gamlir góðir mannasiðir eru vanmetnir af mörgun, en ekki þér. Hugsanir sem flýja veruleikann, lifandi og fallegar, trufla þig í vinnunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að hitta systkini þín, ætt- ingja eða nágranna í dag. Losaðu þig við skuldbindingar. Láttu fólk um að leysa vandamál sín sjálft og sinntu sjálfur eigin málum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er mesta furða hvað smávægi- legar breytingar geta haft mikil áhrif. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þú skuldir einhverjum eitthvað. Hafðu í huga að raunveruleg ást á yfirleitt lítið skylt við það sem við sjáum í Hollywood-kvikmyndum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Velgengni felst í því að spyrja réttu spurninganna og vita hvenær komið er nóg. Reyndu að telja upp á tíu áður en þú segir nokkuð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu hrokann ekki ná yfirhöndinni í samskiptum þínum við aðra. Orka þín og ákvarðanir láta hlutina gerast, fyrir þig jafnt sem fyrir aðra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gleðst yfir þeim fjármunum sem þú hefur eytt í börn, afþreyingu eða rómantíska kvöldstund. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnst eins og einhver sé að reyna þig í dag. Losaðu þig við óþarfa og hnýttu lausa enda varðandi sameiginlegar eigur. En taktu það bara rólega; þú hefur tím- ann fyrir þér og hann nægan. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt þér finnist þú ekki mega slaka á í neinu, skaltu samt taka þér tíma til þess að lyfta þér aðeins upp. Hefjist handa strax! Slepptu því frekar, það er þér sjálfum fyrir bestu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Lokaðu ekki neinum dyrum í fjár- málunum nema þú sért fullviss um að þær leiðir henti þér ekki. Stuttar ferðir og alls kyns fundir leiða til þess að þú er á stjái. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert í harðri samkeppni og verður því að leggja mikið á þig til þess að standast hana og koma þínum málum í höfn. Eins og stendur finnst þér heiðarleiki skipta mestu máli. Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns- son: Svipur það og útlit er. Eyrnamark á kindinni. Af snilld í glímu beita ber. Brella er inni’í myndinni. Árni Blöndal á þessa lausn: Sé ég bragð og útlit oft. Eyrnabrögð á lömbum smá. Með glímubrögðum legg ég Loft. Löngum brögð, í mynd á skjá. Að mér sækja ótal myndir eins og draugar eða flögð eða gamlar æsku syndir sem aðeins voru brellibrögð. Helgi Seljan svarar: Glaður í bragði hnífnum brá með bragði lambið sér eignar þá. Á klofbragði margur kappinn lá, klækjabrögð reynast ekki fá. Guðrún Bjarnadóttir kallar þetta „pólitíska lausn“: Yfirbragð ættingja minna áþekkt og bragð framan vinstra, hægrið með hælbragði vinna, við hrekkjabrögð ýmissa mynstra. Lausn Helga R. Einarssonar hljóðar svo. Í upphafi er saga sögð og sannleiksgildið kannað. Hérna menn brúka brögð og brosa oft út í annað. Guðmundur Arnfinnsson skýrir gátuna þannig: Yfirbragð er andlits svipur. Á eyra bragð er markið hans. Glímubragði beittu lipur. Bragð er hrekkur óþokkans. Og síðan fylgir limra: Einn garpur sem Guðni heitir nú glímu af kappi þreytir, hnykkir, krækir, klofbragð sækir og skessubragði beitir. Síðan er laugardagsgátan: Af ýmsu bergi brotnir menn. Bretar og Danir teljast vera, Þegna ríkis rúmar enn. Reynist grúppur í sér bera. Í blálokin kemur síðan spaka eft- ir Guðmund: Ég oft og tíðum Ómars kvæði las. Í auðnar þögn með ljóðabók og glas hann undi sér og um það spöku kvað, hve einskisvert er spekinganna þras. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bragð er þó að gott bragð sé Í klípu PÁLÍNA HUGAÐI AÐ SKIPTINGUNNI – OG VAR ÞEIRRAR SKOÐUNAR AÐ EF ALLIR GERÐU ÞAÐ, YRÐI HEIMURINN ÖGN MEIRA AÐLAÐANDI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HELD AÐ ÞAÐ ÞURFI SMÁ PRÓTÍN TIL ÞESS AÐ GERA ÞAÐ ÞYKKARA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hugsa um alla litlu hlutina sem hann var vanur að gera. ÞÚ ERT BESTA KÆRASTA ALLRA TÍMA! OG ÞÚ ERT BESTA GÆLUDÝR ALLRA TÍMA! VIÐ GETUM GERT BETUR ER EITTHVAÐ AÐ BÍTA, HRÓLFUR? NEI… ÞAÐ NARTAR EKKERT Víkverji fór á sinn fyrsta landsleikí fótbolta á þriðjudagskvöldið sl. þegar íslensku stelpurnar tóku þær makedónsku í nefið. Víkverja fannst rosalega gaman og skilur ekkert í sér að hafa aldrei áður farið á lands- leik í fótbolta. Kannski hefur það eitthvað að gera með nýtilkominn áhuga Víkverja á fótbolta yfirhöfuð. Víkverji veit ekki einu sinni hvað rangstaða er á þessu fótboltamáli. Ástæðan fyrir þessum nýtilkomna áhuga Víkverja á fótboltanum er sú að litla krílið er nýbyrjað að æfa fót- bolta. Fyrst svo er þá verður að mæta á fótboltaleiki og sérstaklega til að styðja stelpurnar okkar. x x x Það kom Víkverja skemmtilega áóvart hversu skemmtilegt það er að horfa á fótbolta á vellinum sjálfum. Það er nefnilega allt annað að horfa á fótboltann með berum augum en í gegnum sjónvarpið. Það veit Víkverji. Stemningin á lands- leikjum er mikil og má þakka tólf- unni fyrir það. Hvílík stemning og stuð sem fylgir þessum grjóthörðu stuðningsmönnum. Víkverji var nefnilega viss um að hann myndi jafnvel dotta eða hanga í símanum allan leikinn því áhuginn á þessu tuðrusparki hefur ekki verið ýkja mikill. x x x Annars er nýtilkominn fótbolta-áhugi Víkverja hálf hallæris- legur. Afkvæmið fær nýjan fótbolta- búning í dag. Það má vart greina á milli hvort foreldrið eða afkvæmið er spenntara fyrir þessum fallega, röndótta búningi. Í nútímasamfélagi er nefnilega lögð rík áhersla á að for- eldrar taki þátt í starfi með börnum sínum, sinni heimanámi og styðji þau í einu og öllu í íþróttum. Vík- verja grunar að hann sé að fara yfir strikið. Sérstaklega í ljósi þess að hitt foreldrið rak upp stór augu þeg- ar Víkverji var kominn í fimleikabol og farinn að æfa fimleikadans fyrir sýningu barnsins. En foreldrar fengu sendan tölvupóst með dans- inum fyrir börnin til að æfa sig. Kannski leggur hann fimleikabolinn og borðann á hilluna í bili og kaupir sér takkaskó í staðinn. víkverji@mbl.is Víkverji Hann sagði við þá: „Komið og fylgið mér og mun ég láta ykkur menn veiða.“ (Matt. 4:19)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.