Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 Ííslensku máli er mikill og merkilegur orðaforði um dýr. Sumum vefstþó tunga um tönn þegar þau ber á góma. Þar af leiðandi er algengt aðorðalag sem á við um menn sé notað um skepnur. Nýlega var sagt fráþví á mbl.is að hryssa forsætisráðherra hefði kastað folaldi undir fyrir- sögninni „Hryssa forsætisráðherra ól folald“. Lesendur linntu ekki látum í athugasemdafærslum fyrr en fyrirsögninni hafði verið breytt. Sögnin ala er reyndar hlutlausari en fæða í þessari merkingu, sbr. kvendýr ala afkvæmi, en í þessu samhengi er kasta tvímælalaust rétta sögnin. Á vefnum Tímarit.is fann ég tvö dæmi frá 1979 um hryssu sem „fæddi folald“ (úr Tímanum og Morgunblaðinu). Nú veit ég ekki hvort einhver bóndinn fetti fingur út í orða- lagið á sínum tíma. Nú þegar sauðburður er yfirstaðinn er vert að nefna dæmi úr Samvinnunni frá 1944 um kind sem „fæddi lamb“ og enn eldra í Ísafold frá 1896 um á sem „fæddi lamb“. Ég rakst einnig á frásögn af Steingrími Matthíassyni (1876- 1948), syni þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, í Læknablaðinu frá 2012 (6. tbl., 98. árg.) en hann var læknir og fór víða um heim og deildi vitneskju sinni í ferðasögum. Í eftirfarandi frásögn hans er ekki að sjá að sögumaður sé lítt kunnugur viðfangsefninu, en engu að síður notar hann sögnina fæða: „Um daginn skeði nú sá merkisviðburður, að kýr fæddi kálf og hafði gengið með hann 4½ … mánuð fram yfir tímann, eða í 13½ mánuð. Reyndar fæddi hún ekki hjálparlaust, heldur varð Sigurður dýralæknir fyrst með lyfjum og síðan með verkfærum að koma skriði á kálfinn út úr belj- unni … Eg fór að skoða kálf- inn … því sagan gekk að fæddur væri veturgamall griðungur. Hann var mesta flykki, nokkuð yfir 100 pund (en það er stór kálfur, sem er 75 pund). Einkum voru klaufirnar ferlegar og hausinn.“ Það leynir sér sjaldan þegar viðfangsefni er framandi þeim sem um það fjallar. Í fyrra var á mbl.is greint frá vannærðum dreng sem drakk „brjósta- mjólk úr hundi nágrannans. Að sögn vitna gaf tíkin barninu að drekka á bif- reiðaverkstæði …“ Þetta gæti gerst í teiknimynd. Einhver hefur gert at- hugasemd við textann því að seinna var brjóstamjólk skipt út fyrir tíkarmjólk, en eftir stendur móðurleg tík á bifreiðaverkstæði að gefa barni að drekka. Til að einfalda málið vek ég athygli á eftirfarandi minnisvísum. Sú fyrsta er um meðgöngutíma í vikum talinn (höf. ókunnur): Kötturinn níu, tíkin tíu, tuttugu ærin, fjörutíu konan, kýrin, kapallinn dregur lengstan vírinn. Öllu þekktari er vísa Guðmundar Þorlákssonar (1852-1910): Kæpir selur, kastar mer, konan fæðir, ærin ber, fuglinn verpur, flugan skítur, fiskur hrygnir, tíkin gýtur. Víða á leikskólum landsins læra börn nú að nefna hljóðin sem dýr gefa frá sér af þekktri dýravísu: Hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús, tittlingur, galar, krunkar, geltir, hrín, gneggjar, tístir, syngur. Kæpir selur, kastar mer Tungutak Eva S. Ólafsdóttir eva@skyrslur.is Það hefur dofnað yfir kosningabaráttunni vegnaforsetakosninganna með áberandi hætti aðundanförnu, sennilega vegna þess að um fátt errætt sem grípur hugi fólks en jafnframt er að kvikna líf í sumum stjórnmálaflokkanna vegna þingkosn- inganna, sem telja verður víst að fram fari í haust. Augljóst er að tveir málaflokkar kalla á aðgerðir þegar í stað og munu því móta kosningabaráttuna mjög. Þar er um að ræða heilbrigðismál og húsnæðismál. Allir þeir, sem haft hafa samskipti við heilbrigðiskerfið almennt og Landspítalann sérstaklega síðustu misseri vita að þar er beinlínis hætta á ferðum, svo mjög hefur verið gengið að starfsfólki með niðurskurði útgjalda og þar með kröfum um aukið vinnuálag. Vel má vera, að þeir sem hafa verið svo heppnir að þurfa ekki að njóta þjón- ustu þessa kerfis átti sig ekki fyllilega á því hvað um er að ræða en þeir stjórnmálamenn sem í haust þurfa að sækja endurnýjað umboð til kjósenda ættu a.m.k. að hafa í huga þá 86 þúsund kjósendur sem þátt tóku í undirskriftasöfn- un Kára Stefánssonar. Þetta fólk var ekki að skrifa undir af gamni sínu heldur vegna þess að það veit hvað um er að tefla. Samþykktir landsfundar Sam- fylkingarinnar á dögunum sýna að sá flokkur hefur áttað sig á mikilvægi þessa máls. Forystu- menn núverandi ríkisstjórnar ættu að gæta sín á því að taka þessum áskorunum af léttúð. Það er til orðinn eins konar þverpólitískur „heilbrigðismálaflokkur“ sem mundi ekki sætta sig við slíkt skeytingarleysi. Augljóst er að húsnæðismál eru komin í ógöngur. Fasteignaverð í eldri hverfum Reykjavíkur er orðið svo himinhátt að venjulegir launamenn hafa ekki efni á hús- næðiskaupum þar. Fréttir um nýtt fasteignamat benda til þess að það sama sé að gerast í sumum úthverfum. Jafnframt fer húsaleiga síhækkandi sem þýðir að það sama launafólk hefur heldur ekki efni á að leigja húsnæði nema þá í fjarlægari úthverfum, sem þýðir að samgöngu- kostnaður verður umtalsverður. Þetta er sennilega alvarlegasti vandi, sem steðjar að yngri kynslóðum um þessar mundir. Tvennt er að gerast sem gæti dregið úr þessum vanda. Annars vegar er aug- ljóst að Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur lagt mikla vinnu í þennan málaflokk en tafir á málum hennar benda til að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn sé ekki alveg sáttur við þá stefnu, sem hún er að taka. Það getur orðið varasamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar út í kosningabaráttu er komið og Eygló fer að tala. Hins vegar eru ASÍ og BSRB að taka frumkvæði í byggingu húsnæðis, sem gæti orðið alvarleg samkeppni við þá byggingaraðila, sem fyrir eru. Það má búast við miklum umræðum um húsnæðismálin í kosningabarátt- unni. Þá er ljóst að bankar verða ekki settir í sölu fyrir kosn- ingar en hins vegar hljóta verulegar umræður að fara fram um endurskipulagningu bankakerfisins. Frosti Sig- urjónsson, þingmaður Framsóknarflokks, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til þingsetu á ný, sem er áfall fyrir bæði Framsóknarflokkinn og þjóðina vegna þess að Frosti hefur haft forystu um skynsamlegar umræður um breytingar á bönkunum. Það væri afleitt ef brottför hans af þingi yrði til þess að umræður um bankana beindust í hefðbundnari farveg. Þjóðfélagið þarf á því að halda að róttækar breytingar verði gerðar á bankakerfinu. Tvö stórmál af öðrum toga verða áreiðanlega til um- ræðu í sumar og haust. Annars vegar er um að ræða breytingar á stjórnarskrá. Það hefur komið á óvart að all- ir frambjóðendur í forsetakosningum vilja með mismunandi fyrirvörum og breytingum halda í ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar, sem veitir for- seta synjunarvald eða málskotsrétt, hvort orðið, sem menn vilja nota. Margir aðrir eru aftur á móti á því að afnema eigi þetta stjórnarskrár- ákvæði en færa þetta vald til þjóðar- innar sjálfrar að öllu leyti. Það er nauðsynlegt að ræða þessi mál og önnur sem snúa að hlut- verki forseta Íslands í kosningabaráttunni. Málflutningur einstakra frambjóðenda í forsetakosningum er vísbending um að hugmyndir fólks um þetta embætti eru komnar út um víðan völl. Hitt málið er náttúruvernd. Alveg með sama hætti og við Íslendingar vorum sjálfir að ganga um of á fiskistofn- ana, þótt við værum búnir að losna við Breta af fiski- miðum okkar, fer ekki á milli mála að gullæðið, sem hefur gripið um sig vegna erlendra ferðamanna er að stofna náttúru landsins í hættu vegna mikils fjölda þeirra og lé- legrar umgengni um lykilsvæði. Stofnun þjóðgarðs á hálendinu öllu er eitt mikilvægasta náttúruverndarmál okkar tíma svo og stöðvun allra fram- kvæmda, hverju nafni sem nefnast, í óbyggðum. Þess vegna hlýtur þessi málaflokkur að koma til alvarlegrar umræðu í kosningabaráttunni. Loks verður ekki hjá því komist að nefna óviðunandi viðskilnað núverandi stjórnarflokka við ESB-málið. Tals- menn þeirra halda því fram, að aðildarumsókn Íslands að ESB hafi verið dregin til baka. Það er rangt. Ísland er ekki lengur á skrá yfir umsóknarríki en í augum Brussel er það eitt og formleg afturköllun aðildarumsóknar ann- að. Þetta mál verður aftur á móti ekki til umræðu í kosn- ingabaráttunni, hvorki af hálfu stjórnarflokka né stjórn- arandstöðu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vita upp á sig skömmina og eru fegnir að stjórnarand- staðan tekur málið ekki til umræðu af því að það hentar ekki hagsmunum þeirra flokka. Um þetta munu þing- kosningarnar snúast Afnám 26. gr. stjórnar- skrár þarf að ræða, þótt forsetaframbjóðendur séu því andsnúnir. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Til eru á Netinu fróðleg skjöl umbankahrunið. Eitt þeirra er til- skipun (Supervisory Notice) frá breska fjármálaeftirlitinu, FSA, sem lögð var fyrir útibú Lands- bankans í Lundúnum 3. október 2008. Hún var þá trúnaðarmál. Í hana var þó vitnað í skýrslu banka- stjóra Landsbankans um banka- hrunið frá febrúar 2009, auk þess sem hún var meðal gagna, sem al- þingismenn fengu í hendur frá breskri lögmannsstofu í desember 2009. Samkvæmt tilskipuninni átti Landsbankaútibúið í Lundúnum þegar að setja 10% af óbundnum innstæðum á Icesave-reikningum í Bretlandi inn á bundinn reikning í Englandsbanka og meira síðar. Þetta fól í sér, eins og komið hefur fram, að Landsbankinn á Íslandi átti strax að færa 200 milljónir punda til Bretlands. En öðru hefur ekki verið veitt athygli: Jafnframt var lagt blátt bann við því að færa eitthvað af lausafé bankaútibúsins eða öðrum eignum þess í Bretlandi úr landi nema með þriggja daga fyrirvara og skriflegu leyfi fjár- málaeftirlitsins. Þótt tilskipunin væri trúnaðarmál, var Barclays- banka skýrt frá henni, en hann sá um allar færslur á Icesave- reikningunum. Þetta seinna atriði er stór- merkilegt. Það sýnir, svo að ekki verður um villst, að óþarfi var að beita hryðjuverkalögunum al- ræmdu gegn Íslandi, eins og gert var fimm dögum síðar, 8. október. Þeir Alistair Darling fjármála- ráðherra og Gordon Brown for- sætisráðherra réttlættu beitingu laganna með því að koma yrði í veg fyrir ólöglega fjármagnsflutninga frá Bretlandi til Íslands. En með tilskipuninni höfðu þeir þegar í höndum tæki, sem til þess dugði. Þegar breskir embættismenn birtust síðan í útibúi Landsbankans í Lundúnum, varð þeim strax ljóst, að ekkert óeðlilegt átti sér þar stað. Því var ákveðið 12. október, að Englandsbanki veitti útibúinu 100 milljón punda lán til að bæta lausafjárstöðuna, á meðan það væri gert upp. Skömmu eftir að breska fjármálaráðuneytið setti íslenskt fyrirtæki á lista um hryðjuverka- samtök, veitti Englandsbanki því þannig stórlán! Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Merkilegt skjal frá breska fjármálaeftirlitinu MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa súrdeigsbrauðin okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.