Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016
✝ Inga Þórarins-dóttir fæddist
í Þykkvabæ í
Landbroti, 8. júlí
1927. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Klausturhól-
um 31. maí 2016.
Inga var dóttir
hjónanna Halldóru
J. Eyjólfsdóttur,
húsfreyju, f. 6.8.
1905, d. 17.3. 1984,
og Þórarins Helgasonar, bónda
og rithöfundar í Þykkvabæ, f.
2.8. 1900, d. 10.4. 1978. Bróðir
Ingu var Helgi f. 26.7. 1932, d.
16.3. 2010. Börn Helga eru:
Halldóra Lilja, f. 1954, Dagbjört
Hlíf, f. 1960, Þórdís Björg, f.
1961, Berglind, f. 1963, Reynir,
f. 1968.
Þann 22. nóvember árið 1954
giftist Inga, Bjarna Bjarnasyni,
f. 17.6. 1916, d. 19.7. 1993.
Bjarni var sonur Sigurgeirs
Bjarna Guðmundssonar, f. 26.6.
1888, d. 22.9. 1915, og Önnu
Sigmundsdóttur, f. 5.8. 1882, d.
9.2. 1958. Inga og Bjarni eign-
uðust fjögur börn: i) Einar, f.
1951 starfsmaður Landgræðslu
ríkisins; ii) Þórarinn, bóndi í
Þykkvabæ, f. 1953, í sambúð
með Helgu Jónsdóttur, f. 1968.
Dóttir þeirra er Bjarney, f.
2003, Ísak Nói, f. 2006, Ýmir
Míó, f. 2011. Sonur Orra og Vil-
borgar G. Óskardóttur, f. 1962,
er Grétar Þór, f. 1992. Bjarni,
eiginmaður Ingu, átti áður son-
inn Guðmund, f. 15.7. 1938, d.
14.5. 1968 með Hildi Magn-
úsdóttur. Synir Guðmundar eru
Björn Heiðar, f. 1960 og Þórir
Bjartmar, f. 1963.
Inga lauk hefðbundinni
skólagöngu við barnaskólann í
Þykkvabæ en flutti árið 1946 til
Reykjavíkur og stundaði þar
m.a. nám við Myndlista- og
handíðaskólann og Húsmæðra-
skólann í Reykjavík veturinn
1946-1947. Í Reykjavík starfaði
Inga m.a. á sjúkrahúsinu Sól-
heimum og hjá Skógræktarfé-
lagi Reykjavíkur. Árið 1950
flutti Inga aftur austur að
Þykkvabæ, ásamt eiginmanni
sínum Bjarna, þar sem þau
gerðust bændur. Inga var mikil
hestakona og stofnfélagi og
heiðursfélagi í Hestamannafé-
laginu Kóp. Í Þykkvabæ bjuggu
Inga og Bjarni til ársins 1992,
en í kjölfar veikinda Bjarna,
fluttu þau í leiguíbúð aldraðra
að Klausturhólum en Bjarni lést
í júlí 1993. Vorið 2015 flutti
Inga sig yfir á hjúkrunarheim-
ilið Klausturhóla, þar sem hún
lést þann 31. maí sl.
Útför Ingu fer fram frá
Prestsbakkakirkju á Síðu í dag,
11. júní 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1997. Börn Helgu
og stjúpbörn Þór-
arins eru: Jón Rún-
ar, f. 1986, Sig-
urbjörg, f. 1988, en
hún á soninn Róbert
Jack, f. 2015 og
Guðmundur, f. 1990;
iii) Arnar, hagfræð-
ingur, f. 1958, í sam-
búð með Önnu Mar-
íu Pétursdóttur, f.
1961. Dóttir Arnars
með Guðnýju Önnu Vilhelms-
dóttur er Inga Rán, f. 1988, og
dætur Önnu Maríu og stjúpdæt-
ur Arnars eru María Björt, f.
1987 og Dagbjört, f. 1990; iv)
Halldóra Eyrún, f. 1959, unnusti
hennar er Orri Guðjohnsen, f.
1955. Börn Halldóru Eyrúnar
og Sturlu Þórðarsonar, f. 1954,
eru a) Snorri, f. 1979, maki Guð-
munda Áslaug Geirsdóttir, f.
1980. Synir þeirra eru Mikael
Freyr, f. 2003, Daníel Geir, f.
2009, og Aron Bjarni, f. 2010, b)
Sif, f. 1981, maki Hlynur Elfar
Þrastarson, f. 1980, og börn
þeirra eru Elfa Sif, f. 2004,
Andri Thor, f. 2006, Henry
Berg, f. 2010. Dóttir Orra og
Helgu B. Ásgrímsdóttur, f.
1961, er Árný, f. 1981, maki
Ómar H. Guðjónsson, f. 1973,
börn þeirra Ásbjörg Nína, f.
Elsku mamma, nú ertu farin
frá mér. Það er erfitt að geta ekki
hringt í þig á hverjum morgni,
talað um hvernig heilsan sé eða
um landsmálin.
Ég vil að lokum tileinka þér
eftirfarandi vers, sem þú eftirlést
í gögnum þínum öðrum til halds
og trausts.
Þegar raunir þjaka mig,
þróttur andans dvínar,
þegar ég á aðeins þig,
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins vef ég finni,
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Ég kveð þig með söknuði og
þakklæti, elsku mamma.
Þín dóttir,
Eyrún.
Elsku Inga.
Ekki hvarflaði að mér þegar ég
talaði við þig síðast að það yrði
okkar síðasta samtal. Þú varst
einstaklega hress og við ætluðum
að tala aftur saman í næstu viku.
En því miður varð ekki af því
samtali og kveð ég þig með trega,
við áttum eftir að tala saman um
svo margt.
Frá því að ég hitti þig fyrst
elsku Inga fyrir tæpum 20 árum
þegar ég og Arnar sonur þinn
vorum að kynnast þá tókst þú
mér strax opnum örmum. Fljót-
lega fann ég hjá þér hlýju og
væntumþykju í minn garð sem ég
mat við þig alla tíð. Þessi hávaxna
tígulega kona sem ég hitti þarna
fyrir tæpum 20 árum bar þess
merki að hér var einstaklega dug-
leg, skarpgreind kona á ferð.
Við vorum um margt ólíkar en
samt líkar á mögum sviðum og
nutum við oft samvista við að
spjalla um okkar sameiginlegu
áhugamál sem voru hestar og list-
ir. Þú varst sem alfræði orðabók
þegar kom að umræðum um
hesta. Það var varla sá hestur
sem þú vissir ekki öll deili á og
ættfróð varst þú með eindæmum
hvort sem um hesta eða menn var
að ræða.
Þrátt fyrir langa og erfiða
vinnudaga í gegnum árin þá gafst
þú þér tíma til að sinna áhuga-
málum þínum sem voru hannyrð-
ir og listir. Inga stundaði mynd-
listarnám í Myndlista- og
handíðarskólanum þegar hún bjó
í Reykjavík fyrir 1950 og málaði
margar myndir. Inga var list-
hneigð og var henni margt til lista
lagt á því sviði og einnig prjónaði
hún og saumaði út. Handbragð
hennar bar þess merki að hér var
listakona á ferð.
Ég áttaði mig fljótlega á því að
fólk laðaðist að því að tala við þig.
Þú varst einstaklega fróð á mörg-
um sviðum. Þú last mikið hvort
sem það voru fræðibækur eða
skáldsögur og minnug varst þú
með eindæmum. Við áttum uppá-
haldsbók sem við ræddum oft um
„Veröld sem var“ eftir Stefán
Zweig. Ræddum við fram og til
baka um þessa bók og hvernig
veröldin hafði verið og hvernig
hún var í dag. Í þessum samræð-
um okkar endurspeglaðist þessi
skarpgreinda víðlesna kona sem
þú varst.
Dætur mína kölluðu þig alltaf
ömmu Ingu og varst þú þeim sem
amma. Þær sóttu í þig og þinn
fróðleik sem þú gafst svo ríkulega
af. Þær minnast þín af miklum
hlýhug og þakklæti yfir því að
hafa fengið að kynnast þér og
njóta samvista.
Elsku Inga, ég þakka fyrir
þann tíma sem ég átti með þér.
Minning þín lifir með okkur.
Þín
Anna María.
Þær eru margar og dýrmætar
minningarnar sem ég á frá því ég
dvaldi hjá ömmu minni á Kirkju-
bæjarklaustri sem barn og síðar
þegar ég varð eldri.
Mér eru sérstaklega minnis-
stæð öll þau skipti þegar ég fór
með ömmu í hesthúsið og þegar
við röltum saman upp að Systra-
fossi þar sem við settumst niður,
borðuðum nesti og spjölluðum
saman um heima og geima. Um-
ræðuefnin voru af öllum toga og
ég gat alltaf talað opinskátt við
ömmu og treyst henni fyrir mis-
merkilegum hugsunum mínum. Á
síðari árum heyrðumst við einnig
oft í síma og gátum við spjallað
lengi um það sem okkur var of-
arlega í huga það skiptið.
Amma var mér líka eftirláts-
söm þegar ég dvaldi hjá henni
sem barn og ég man hvernig hún
leyfði mér að opna allar skúffur
og skápa á heimilinu og prófa og
kanna það sem þar mátti finna
hvort sem það voru slæður, gaml-
ir skartgripir, gömul sendibréf
eða olíumálning.
Amma var almennt hæglát og
hógvær en hafði þó sterkar skoð-
anir og var óhrædd við að tjá þær.
Henni var þó mjög umhugað um
að öllum í kringum hana liði vel og
sýndi hún fólkinu sínu ómælda
hlýju. Þannig sýndi hún alltaf
mikinn samhug með þeim sem
eitthvað bjátaði á hjá. Amma
hafði líka einlægan áhuga á öllu
því sem við í fjölskyldunni tókum
okkur fyrir hendur og samgladd-
ist okkur innilega þegar vel gekk.
Amma var mikill dýravinur og
átti hestamennskan mikilvægan
stað í lífi hennar. Ég var því ekki
há í loftinu þegar hún smitaði mig
af ættgengri hestadellu. Ég man
vel hvernig við gátum setið og
flett saman stóðhestablöðum eða
Eiðfaxa sem voru til í tuga ef ekki
hundraða tali. Þá var gaman að
benda á einhvern hest í blaðinu og
spyrja ömmu nánar út í hann en
hún gat oftar en ekki rakið ætt-
artölu hestsins marga ættliði aft-
ur í tímann.
Amma kallaði mig alltaf nöfnu
sína og ég er þakklát og stolt að
hafa verið skírð í höfuðið á henni.
Hjá ömmu var alltaf hægt að fá
stuðning og hlýju og það verður
erfitt að geta ekki lengur hringt í
hana til að segja henni fréttir og
heyra skoðanir hennar á hinu eða
þessu.
Elsku amma, þú munt alltaf
eiga stóran sess í huga mínum og
hjarta.
Þín nafna,
Inga Rán Arnarsdóttir.
Elsku amma mín er fallin frá.
Góðar og fallegar minningar rifj-
ast upp. Þegar ég var lítil stelpa
var alltaf svo gaman að koma til
ömmu og afa á Klaustri í Þykkva-
bæ. Þar kúrði ég mig oft í ömmu
og afa rúmi, fannst alltaf svo gam-
an að gera fínt í fínu stofunni
hennar ömmu, leika með glerkúl-
urnar, bardúsa í garðinum með
ömmu og skreyta hann með kúl-
um og hringjum sem fundust í
fjörunni. Þar ræktuðum við t.d.
rabarbara, graslauk og jarðarber.
Ég undi mér einstaklega vel í eld-
húsinu með ömmu og kenndi hún
mér snemma að leggja á borð. Við
bökuðum margar skúffukökurnar
saman, steiktum kleinur og flat-
kökur,að ógleymdum sykruðu
pönnukökunum. Það fór stundum
svo að amma þurfti að borga
tvisvar sinnum fyrir sömu vör-
urnar þar sem ég seldi henni
þurrvörurnar út úr búrinu, minni
eigin búð, og þar sat ég með
reiknivél og gaf að sjálfsögðu
strimilinn með. Amma vissi alltaf
hvar mig var að finna ef ég var
ekki inni í húsi, þá var ég úti í
hlöðu að sveifla mér í köðlunum
eða inni í fjósi að klappa kálfun-
um. Ég eyddi einnig mörgum
stundum úti á bílarusli þar sem ég
bjó mér til bú og bauð ömmu
þangað í kaffi og með því. Við
amma löbbuðum reglulega niður
að læk og hentum steinum í læk-
inn og fleyttum kerlingar. Ég
þurfti ekki að óttast nýjustu
tísku, hvort sem það voru apask-
innsgallar eða útvíðar buxur og
vesti í stíl, því ömmu dugðu mál-
setningar og snið á smjörpappír
og þá var hún búin að sauma á
mig heilu dressin. Minningarnar
eru svo sannanlega margar og
góðar. Alltaf fylltist eldhúsborðið
af kræsingum þegar við komum í
heimsókn til ömmu í íbúðina á
Klausturhólum. Lambalærið
ósjaldan í ofninum og Skafís með
ávöxtum í dós í eftirrétt. Ég vissi
það alltaf að þú varst stolt af mér
og fjölskyldunni minni. Þið Hlyn-
ur náðuð svo vel saman og börn-
unum þótti ávallt gaman að koma
í heimsókn til þín. Þau léku sér
með allt samansafnaða dótið sem
þú áttir í poka inni í skáp og svo
var auðvitað aðalsportið að leika
sér í hægindastólnum með fjar-
stýringunni. Aðeins viku áður en
þú kvaddir okkur höfðu gaurarnir
mínir, Andri Thor og Henry
Berg, orð á því hvað það væri nú
flott á hjúkrunarheimilinu hjá
langömmu. Flotta fiskabúrið og
stóra sjónvarpið þar sem gamla
fólkið sat og horfði á íslenska
handboltann.
Elsku besta amma mín, mikið
sem við eigum eftir að sakna þín.
Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér það hefur verið gott
veganesti út í lífið. Þegar ég var
ung að árum kenndir þú mér ljóð
sem pabbi þinn hafði ort til dóttur
þinnar, mömmu minnar. Þetta
ljóð flutti dóttir mín, Elfa Sif, á
upplestrarhátíð í skólanum sínum
fyrir tveimur árum að ömmu sinni
viðstaddri og kom henni í opna
skjöldu, það var skemmtileg
stund. Ég ætla að kveðja þig með
þessu ljóði, hvíldu í friði, elsku
besta amma mín.
Stúlkur eiga dýra drauma,
dansa nett og læra kver.
Bráðum skaltu byrja að sauma,
biddu ömmu að hjálpa þér.
(ÞH)
Sif Sturludóttir.
Elsku amma mín. Að skrifa
þessi kveðjuorð til þín eru ein-
hver þyngstu skref sem ég hef
þurft að taka á mínum 37 árum.
Þú varst mér miklu meira en
amma. Þú hefur verið einn minn
besti vinur alla mína lífsgöngu.
Bernskuminningar mínar eru að
mestu leyti allar tengdar sam-
verustundum með þér og afa
Bjarna. Þótt samverustundunum
hafi fækkað á seinni árum þá hef-
ur vinskapurinn haldist alla tíð.
Hvatning þín og stuðningur hefur
verið mér ómetanlegur og leitt
mig áfram í lífinu á þann stað sem
ég er á í dag. Þegar ég hef verið
spurður að því af hverju ég fór í
lögmennsku þá hef ég oft sagt frá
samkomulaginu sem ég gerði við
hana ömmu mína. Ég var að læra
trésmíði og starfaði við þá iðn-
grein um tvítugt. Amma var aftur
á móti ekki sátt og vildi að ég fet-
aði menntaveginn enn frekar.
Hófust í kjölfar þessa miklar
samningaviðræður sem enduðu
með því að ég gaf henni ömmu
minni loforð um að ég skyldi hefja
aftur nám þegar ég yrði 25 ára. Á
þetta samkomulag var þó aldrei
minnst fyrr en amma hringdi á 25
ára afmælinu mínu en þá gat ég
sagt henni að fyrra bragði, sem
stoltur ungur maður, að ég hefði
staðið við samkomulagið okkar og
sótt um háskólanám í lögfræði.
Þessi saga er gott dæmi um það
hversu mikill áhrifavaldur þú hef-
ur verið allt mitt líf.
Elsku amma mín nú hverfur þú
á brott frá mér á vit ævintýranna
með afa Bjarna. Þín er sárt sakn-
að. Takk fyrir allt!
Snorri Sturluson.
Ég byrjaði að fara í sveit að
Þykkvabæ nyrðri í Landbroti sjö
ára gömul. Fyrstu tvö sumrin hjá
foreldrum Ingu sem bjuggu á efri
hæðinni, Halldóru Eyjólfsdóttur
Inga Þórarinsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞÓRARINN SNÆLAND HALLDÓRSSON,
fyrrverandi sláturhússtjóri,
sem lést 1. júní á Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15. júní klukkan 13.30.
.
Elín Jónsdóttir,
Aníta L. Þórarinsdóttir, Jón Helgi Þórarinsson,
Erna Þórarinsdóttir, Ingibjörg S. Siglaugsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
ALDA ÓSKARSDÓTTIR
frá Strönd, V-Landeyjum,
lést á Landspítalanum Fossvogi 9. júní.
.
Gunnar Karlsson,
Guðrún Georgsdóttir, Einar Heiðarsson,
Halldóra Georgsdóttir, Baldur Thorstensen,
Sæmundur Hnappdal, Aldona Kosobuzka,
Ágúst Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHILDUR EYJA ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést á Landspítalanum 9. júní.
Jarðarförin auglýst síðar,
.
Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Oddur Carl Einarsson,
Arnór Þórir Sigfússon, Gunnhildur Óskarsdóttir,
Gunnlaugur Sigfússon, Sólveig Kristjánsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
INGRÚN INGÓLFSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Þrastarási 44, Hafnarfirði,
lést af slysförum 5. júní. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
.
Magnús Gíslason,
Hersir Gíslason, Carola Falk,
Vala Magnúsdóttir, Eiríkur Haraldsson,
Daði Magnússon, Dagbjört Guðmundsdóttir,
og barnabörn.
Móðir okkar,
GUNNÞÓRA SIGURBJÖRG
KRISTMUNDSDÓTTIR
lést 10. júní 2016, á 94. afmælisdegi sínum,
á hjúkrunarheimilinu Ísafold.
.
Þorkell Helgason,
Þorsteinn Helgason,
Þorlákur Helgi Helgason,
Þorvaldur Karl Helgason,
Þorgeir Sigurbjörn Helgason,
Þóra Elín Helgadóttir.