Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016
Handritshöfundurinn Randall
Wallace, sem á m.a. að baki hand-
ritið að Braveheart, vinnur nú að
handriti kvikmyndar um upprisu
Krists, skv. vefnum Hollywood Re-
porter, ásamt leikstjóranum og leik-
aranum Mel Gibson. Mun þar vera á
ferðinni framhald kvikmyndarinnar
The Passion of the Christ sem Gib-
son leikstýrði og rak þar píslarsögu
Jesú Krists.
Wallace var tilnefndur til Óskars-
verðlauna fyrir handritið að Brave-
heart árið 1995 og staðfesti hann
hikandi í vikunni sögusagnir þess
efnis að þeir Gibson væru að skrifa
handrit að annarri mynd um Krist,
að því er segir í frétt Hollywood Re-
porter. Wallace er ekki aðeins hand-
ritshöfundur heldur líka leikstjóri,
leikstýrði kvikmyndinnni Heaven is
for Real frá árinu 2014 og segir hann
þá Gibson hafa farið að hugleiða að
gera aðra mynd um Krist þegar þeir
gerðu saman kvikmyndina Hacksaw
Ridge sem Gibson leikstýrði og Wal-
lace skrifaði handritið að. Sú kvik-
mynd verður frumsýnd í nóvember á
þessu ári. Wallace nam guðfræði í
háskóla og sérhæfði sig í upprisu
Krists. Hann ætti því að vera á
heimavelli í handritsskrifunum. Krossfestingin Stilla úr The Passion of the Christ frá árinu 2004.
Gibson vinnur að annarri
kvikmynd um Krist
„Áfram Ísland (EM-lagið)“ er
komið út, nýtt stuðnings-
mannalag fyrir íslenska karla-
landsliðið í fótbolta vegna EM í
Frakklandi sem Samúel Jón Sam-
úelsson samdi. Hann fékk til liðs
við sig meðlimi
úr hljómsveit-
unum Moses
Hightower, Oj-
barasta, Hjálm-
um o.fl. auk eig-
in sveitar til að
hljóðrita lagið.
Sigurður Guð-
mundsson og
Pétur Örn Guð-
mundsson
syngja raddir
með Samúeli en Samúel syngur
lagið sjálfur. Auk þeirra syngja
meðlimir slagverkssveitarinnar
Reykjavík Batucada í viðlaginu
auk þess sem þau leika götu-
samba-stemningu í lok lagsins
líkt og þau gerðu á götum
Reykjavíkur sunnudagskvöldið
örlagaríka 6. september er Ísland
tryggði sér þátttökurétt í loka-
keppninni, eins og segir í tilkynn-
ingu. Sigurður leikur einnig á
hljóðgervla auk þess sem hann
breytist í franskan harmonikku-
leikara í laginu. Guðmundur
Kristinn Jónsson sá um upptökur
og hljóðblöndun í Hljóðrita í
Hafnarfirði.
Samúel hefur áður samið
stuðningslög en hann samdi lagið
„Við erum að koma“ fyrir loka-
keppni HM í Brasilíu árið 2014.
Það lag endaði sem aðalstef í
HM-stofu RÚV sama ár.
„Áfram Ísland (EM-lagið)“ má
nálgast á Facebook-síðu þess (fa-
cebook.com/AframIslandEMLa-
gid/?ref=aymt_homepage_panel)
og má þar einnig sjá myndband
skreytt ljósmyndum sem Golli,
ljósmyndari Morgunblaðsins, tók.
Þá má nálgast lagið frítt til
niðurhals á soundcloud.com/
sjsmusicplayer/sets/aframisland.
Morgunblaðið/Golli
Faðmlag Landsliðsmennirnir Emil Hall-
freðsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Samúel gefur út
„Áfram Ísland“
Samúel Jón
Samúelsson
Eyrún Óskarsdóttir listfræðingur
verður með leiðsögn um sýninguna
Undir berum himni – Með suður-
ströndinni í Safni Ásgríms Jóns-
sonar, Bergstaðastræti 74, á morg-
un kl. 14.
Á sýningunni er að finna mörg
öndvegisverka listamannsins frá
ferðalögum hans austur í Skafta-
fellssýslur og eru verkin á sýning-
unni frá árunum 1909-1928, bæði
olíumálverk og vatnslitamyndir.
Eyrún mun rekja feril lista-
mannsins og fjalla sérstaklega um
vatnslitamálverkin með hliðsjón af
blæbrigðum birtunnar í verkunum.
Leiðsögn um verk
Ásgríms á sýningu
Frá Múlakoti Málverk eftir Ásgrím.
Calm & Relaxed hundamatur
er sérstaklega samsettur til að
gagnast hundum sem eru
kvíðnir eða órólegir.
– fyrir dýrin þín
Er ríkt af L-trýptófan
(hefur góð áhrif á kvíða og streitu),
b-vítamínum og kamillu
(þekkt fyrir róandi áhrif sín).
s