Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú er ljóstað þeirriflugbraut
sem liggur frá
norðaustri til suð-
vesturs og kölluð
hefur verið neyðarbraut verð-
ur að óbreyttu lokað innan
fjögurra mánaða. Hæstirétt-
ur kvað í fyrradag upp þann
úrskurð að samkomulag sem
Hanna Birna Kristjánsdóttir
gerði við Reykjavíkurborg í
innanríkisráðherratíð sinni
2013 héldi og ríkinu væri því
skylt að loka brautinni. Dag-
ur B. Eggertsson borgar-
stjóri fagnaði þessari niður-
stöðu og sagði hana
fullnaðarsigur.
Úrskurðurinn er vissulega
sigur fyrir þá sem vilja loka
brautinni. Ástæðan er sú að
hann gefur grænt ljós á að
halda áfram að þrengja að
Reykjavíkurflugvelli. Það
hefur verið baráttumál meiri-
hlutans í borginni og hefur
hann lítið gefið fyrir rök gegn
því og enn minna fyrir vilja
almennings. Í þeim efnum
breytir þessi úrskurður engu.
Í Morgunblaðinu í gær er
grafísk uppsetning á upplýs-
ingum sem Njáll Trausti
Friðbertsson, bæjarfulltrúi á
Akureyri og annar formanna
samtakanna Hjartað í Vatns-
mýrinni, tók saman. Þar kem-
ur fram að Mýflug hafi farið í
645 sjúkraflug í fyrra og þyrl-
ur Landhelgisgæslunnar
flogið með sjúklinga í 110
skipti. Í helmingi
tilfella var sjúk-
lingur í lífshættu.
Það er glanna-
skapur að ráðast í
þessar aðgerðir.
Talsmenn lokunar hafa borið
því við að brautin sé lítið not-
uð. Það hjálpar þeim lítið,
sem í neyð þurfa á henni að
halda þegar aðstæður bjóða
ekki upp á annað.
Vilji almennings í málinu
virðist ljós. Í fyrra var gerð
skoðanakönnun um málið.
Rétt er að taka fram að
Hjartað í Vatnsmýrinni stóð
að gerð hennar, en spurningin
var einföld og skýr og svörin
afgerandi. Spurt var hvort
loka ætti neyðarbrautinni.
78% landsmanna kváðust
andvíg lokun. Á höfuðborgar-
svæðinu voru 74% andvíg og
68% í Reykjavík.
Í aðalskipulagi Reykjavík-
ur frá 2013 er gert ráð fyrir
því að norður-suður flugbraut
flugvallarins verði lokað 2024.
Það yrði náðarhöggið fyrir
flugvöllinn.
Reykjavíkurflugvöllur
gegnir sínu hlutverki vel.
Hann er miðstöð innanlands-
flugs og vegna sjúkraflugsins
er hann um leið mikilvægur
fyrir öryggi. Þrátt fyrir ótal
skýrslur hefur enn ekki verið
bent á annan kost sem hentar
betur en núverandi staðsetn-
ing. Engu að síður heldur
borgarstjórnarmeirihlutinn
áfram á rangri braut.
Hvorki er hlustað á
öryggissjónarmið né
vilja almennings}
Á rangri braut
Tilraun vísinda-og tækni-
manna hjá Orku-
veitu Reykjavík-
ur, Háskóla
Íslands og er-
lendra vísinda-
manna á að binda koltvísýring
í bergi hefur vakið heims-
athygli. Bandaríska vísinda-
ritið Science birti grein vís-
indamannanna um tilraunina
í fyrradag. Einn höfunda er
Edda Sif Pind Aradóttir, vís-
indamaður á þróunarsviði
OR. Verkefnið kallast Carb-
Fix og er Edda verkefnis-
stjóri. Hún segir í Morgun-
blaðinu í gær að aðferðina
megi nota víða um heim til að
eyða gróðurhúsalofti.
Hingað til hefur verið reynt
að binda koltvísýring með því
að dæla honum í jörð í formi
gass. Vísindamennirnir
leystu hins vegar koltvísýr-
inginn upp í vatni og dældu í
basalt. Við það losnaði um
efni í basaltinu og bundust
þau uppleysta
koltvísýringnum.
Þetta gerðist mun
hraðar en vís-
indamennirnir
bjuggust við og
tók aðeins tvö ár.
Auk þess að taka styttri tíma
en aðrar aðferðir við að losna
við gróðurhúsaloft er þessi
mun ódýrari. Munar þar
helmingi til þremur fjórðu.
Kröfur til fyrirtækja og þá
sérstaklega orkuvera um að
vinna á móti losun gróður-
húsalofttegunda eru þegar til
staðar og munu fara vaxandi.
Þau þurfa um leið að halda
kostnaði niðri en hafa skýlt
sér bak við óheyrilegan
kostnað. Gæti því munað
miklu um þessa nýju aðferð.
Athygli vekur að þeir sem
stóðu að verkefninu ákváðu
að sækja ekki um einkaleyfi á
aðferðinni. Mikilvægara sé að
hver sem er geti beitt henni.
Fróðlegt verður að sjá hvert
næstu skref leiða.
Ný aðferð til að
binda koltvísýring er
ódýrari og virkar
hraðar en aðrar}
Lofar góðu
F
yrir sléttu ári steig ég út fyrir
þægindarammann og fjárfesti í
forláta rafmagnsbíl frá Nissan.
Undirtegundin er kennd við lauf
og á það eflaust að vísa til þess að
bíllinn er umhverfisvænn. Hann gengur ein-
göngu fyrir rafmagni og brennir því hvorki
súrefni né spúir heilsu- og umhverfisspillandi
efnum út í andrúmsloftið. Ég segi að ég hafi
stigið út fyrir þægindarammann því það er
sannarlega öðruvísi að eiga og reka rafmagns-
bíl en hefðbundinn bensín- eða dísilbíl. Það
kemur helst til af þrennu. Í fyrsta lagi því að
það tekur lengri tíma að hlaða rafmagni á bíla
en hefðbundnu eldsneyti, í öðru lagi eru
hleðslustöðvarnar mun færri í landinu en
bensínstöðvarnar og í þriðja lagi er drægni
flestra rafmagnsbíla mun minni en sú sem fá
má út úr fullum tanki af bensíni eða dísilolíu. Þessar stað-
reyndir urðu áskorun sem ég hef nú, ásamt frúnni, tekist
á við síðasta árið.
Og hver er reynslan? Var þægindaramminn eins kirfi-
lega afmarkaður og ég hafði talið sjálfum mér trú um?
Svarið er einfalt. Reynslan hefur verið góð og reyndar
hreint út sagt mjög ánægjuleg. Og nei, þægindaramminn
sem maður haslar hringinn í kringum það þægindalíf sem
maður er svo heppinn að lifa og nærist fyrst og fremst á
fordómum og þeirri ótrúlega sterku tilhneigingu að halda
í það sem maður þekkir og hefur vanist frá blautu barns-
beini. Og það sem meira er, þessi reynsla hefur breytt við-
horfi okkar til margra annarra hluta en aðeins
rafmagnsbíla. Hún hefur opnað augu okkar
frekar fyrir umhverfisvernd og þeim mögu-
leikum sem í boði eru til að draga úr neikvæð-
um áhrifum okkar á umhverfið og nærsam-
félagið.
Staðreyndin er sú að við keyrum sjaldnast
meira en 100 kílómetra á dag en það er einmitt
það sem Laufið dregur á einni hleðslu, þó að
framleiðandinn haldi því fram að það eigi að
komast 150 kílómetra (það er bara sama lygin
og með eyðsluna á bensínbílunum. Bíll sem
gefinn er upp fyrir 7 lítra á hundraðið eyðir
sjaldnast minna en 10 þegar á hólminn er
komið). En á þeim dögum þegar við þurfum að
keyra meira en 100 kílómetra, til dæmis þegar
við heimsækjum foreldra mína í Borgarnes, þá
er hægt að nýta hraðhleðslustöðvarnar góðu
sem búið er að koma upp í Reykjavík og nærsveitum. Þar
er hægt að fylla galtómt batteríið á 40 mínútum og enginn
sér eftir þeim tíma í góðum félagsskap.
Mesti kosturinn við þetta allt er vissulega sú staðreynd
að bíllinn mengar minna en flestir aðrir. Annar stór kost-
ur er sá sparnaður sem hann tryggir. Það er óneitanlega
góð tilfinning að vita af því að bíllinn er knúinn áfram af
rafmagni sem orðið hefur til fyrir tilstilli íslenskra fall-
vatna og jarðvarmans óviðjafnanlega. Að meðaltali erum
við að eyða um 3.000 krónum á mánuði í rafmagn á bílinn.
Það er dálítið annað en 50.000 kallinn sem við sáum á eftir
í olíufélögin hér áður. ses@mbl.is
Stefán Einar
Stefánsson
Pistill
Knúinn áfram af íslensku vatni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um
að ríkinu væri skylt að loka norð-
austur-/suðvesturflugbraut Reykja-
víkurflugvallar. Í dómsorði Hæsta-
réttar segir að brautinni beri að loka
innan 16 vikna.
Höskuldur Þórhallsson, þing-
maður Framsóknarflokks og for-
maður umhverfis- og samgöngu-
nefndar, hyggst leggja fram
frumvarp um leið og þing kemur
saman að nýju, sem koma myndi í
veg fyrir lokun brautarinnar.
„Frumvarpið myndi festa í lög
að flugvöllurinn yrði í óbreyttri
mynd, á þeim stað sem hann er, þar
til Alþingi hefur tekið ákvörðun um
annan valkost, og enn fremur að sá
valkostur sé tilbúinn,“ segir Hösk-
uldur í samtali við Morgunblaðið.
„Þú lokar ekki einu stærsta og
mikilvægasta samgöngumannvirki
þjóðarinnar þegar ekkert annað er í
boði, heldur aðeins vangaveltur um
hvað muni koma í staðinn.“
Oftar ófært fyrir Flugfélagið
Árni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Íslands,
segir fyrirhugaða lokun munu hafa
nokkur áhrif á flugferðir félagsins.
„Í kjölfar þessa gerum við ráð
fyrir því að oftar verði ófært fyrir
okkur í Reykjavík. Það gerist ekki
oft, það eru einhverjir dagar á ári,
en við höfum áætlað að þeim dögum
myndi fjölga um helming,“ segir
Árni. Bendir hann á að af þessu
verði töluvert óhagræði fyrir rekst-
ur félagsins jafnt sem farþega þess.
„Við höfum velt því fyrir okkur
að sérstök skipulagslög hafa verið
sett um Keflavíkurflugvöll, þar sem
skipulagsvaldið er þá ekki eingöngu
á hendi sveitarfélaganna sem þar
eiga land. Við teldum ekki óeðlilegt
að slíkt ætti við um fleiri mikilvæg
samgöngumannvirki á landinu.“
Slæmt að missa brautina
Hörður Guðmundsson, forstjóri
flugfélagsins Ernis, segir erfitt að
meta áhrifin af lokun brautarinnar.
„Við höfum oft notað þessa
braut, einkum í sterkum suðvestan-
vindum og austanroki, þá hefur hún
komið sér mjög vel og hefur gert það
í áratugi,“ segir Hörður.
„Þetta hefur því áhrif, kannski
ekki afgerandi, en það er mjög
slæmt að missa hana. Á veturna,
þegar snjókoma er og hálka, hefur
komið sér ákaflega vel að geta notað
þessa braut, með vindinn einfaldlega
beint í fangið.“
Óvenju oft notuð í vetur
Leifur Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóri Mýflugs, sem hefur
umsjón með meirihluta sjúkraflugs á
landinu, segir félagið hafa notað
brautina óvenju oft á liðnum vetri.
„Allt fer þetta eftir því hvernig
vindur blæs á suðvesturhorninu,“
segir Leifur og bendir á að hvarf
brautarinnar muni hafa talsverð
áhrif á sjúkraflugið.
„Það mun klárlega gerast, ég
veit ekki hvenær en það á eftir að
gerast, að sjúkraflugvél mun ekki
geta lent á Reykjavíkurflugvelli, og
það verður ekki hægt að koma sjúk-
lingi undir hendur færustu lækna.“
Hann segist vonast til þess að
ríkisvaldið muni grípa inn í þá stöðu
sem upp er komin, og nefnir að eitt
sinn hafi staðið til að loka Bromma-
flugvellinum í Stokkhólmi.
„Eftir að Arlanda var tekinn í
notkun stóð til að loka Bromma, sem
hafði lengi verið eini flugvöllurinn.
Þá ákvað ríkisstjórn Svíþjóðar, og
sagði það vera af þjóðhagslegum ör-
yggisástæðum, að Bromma yrði ekki
lokað fyrr en árið 2036. Enginn heil-
vita maður hreyfði neinum mótmæl-
um við þeirri ákvörðun.“
Ekki öll von úti enn
fyrir flugbrautina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byggingarsvæði Valsmenn hyggjast reisa húsnæði til ýmissa nota á reit
sínum við Reykjavíkurflugvöll. Í baksýn liggur brautin upp að svæðinu.
Í svari Isavia við fyrirspurn
Morgunblaðsins kemur fram að
brautin hafi samtals verið not-
uð 70 sinnum frá áramótum.
Samanlagt hafa allar þrjár
brautirnar verið notaðar 26.319
sinnum á sama tíma.
Má jafna því við að ein af
hverjum 377 vélum sem fari um
völlinn notist við flugbrautina.
Spurður um þessa tölfræði
segir Höskuldur að hún sé ekki
veigamesta atriðið, heldur snú-
ist málið um líf manna.
„Hún er notuð í neyð og
dæmin sanna að þessi neyð
hefur því miður oft átt sér stað.
Í mörgum tilvikum er það
spurning um mannslíf.“
Hann vonast til að frum-
varpið náist í gegn á þinginu í
haust.
„Þetta er stutt þing en málið
er mikilvægt og ég vona að það
fái brautargengi. Ég vil helst fá
þetta mál í atkvæðagreiðslu
þannig að við sjáum það svart á
hvítu hvort raunverulegur vilji
er til að halda í flugvöllinn.“
Málið snúist
um líf manna
70 SINNUM Á ÞESSU ÁRI