Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Frakklandi hétu því í gær að gera allt sem í valdi þeirra stæði til að koma í veg fyrir að verkföll, götumótmæli og hryðjuverk spilltu Evrópumóti karla í fótbolta sem hófst í gærkvöldi með leik Frakklands og Rúmeníu á þjóðarleikvanginum Stade de France í Saint Denis, skammt frá París. Lestarstjórar höfðu boðað nýtt verkfall, meðal annars á tveimur leiðum að leikvang- inum, en Francois Hollande, forseti Frakk- lands, sagði að stjórn sín myndi grípa til „allra nauðsynlegra aðgerða“ til að tryggja að vinnu- stöðvanir röskuðu ekki opnunarleiknum og Evrópumótinu. „Ég fylgist mjög grannt með þessu,“ sagði Hollande. „Almannaþjónusta verður tryggð… Augu Evrópu verða á Frakk- landi.“ Alain Vidalies, samgönguráðherra landsins, sagði í útvarpsviðtali að stjórnin kynni að fyrirskipa lestarstjórum að hefja störf að nýju ef verkfall þeirra raskaði mótinu. „Stjórnin ætlar að beita öllum tiltækum ráðum til að tryggja að áhorfendur komist á leikvangana,“ sagði hann. „Ef við þurfum að gefa út fyrir- mæli til verkfallsmanna gerum við það.“ Neitar að hætta við umdeild lög Hollande sagði að það væri skylda allra Frakka, meðal annars verkfallsmanna og stéttarfélaga sem skipuleggja verkföll, að leggja sitt af mörkum til að tryggja að Evrópu- mótið gæti farið fram snurðulaust. Lestarstjórinn Berenger Cernon, einn for- ingja verkfallsmannanna í París, sagði að þeir bæru ekki ábyrgð á Evrópumótinu, heldur ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og Róttæka vinstriflokksins, sem hefði valdið mikilli ólgu í samfélaginu með umdeildum lögum um breyt- ingar á vinnulöggjöfinni. „Við ákváðum ekki að EM í fótbolta færi fram á þessum tíma, núna þegar breytingunum á vinnumarkaðnum er haldið áfram og lögin eru knúin fram,“ sagði hann. „Þannig að þetta raskar augljóslega EM og við höldum áfram verkfallinu.“ Hollande neitaði að verða við kröfu verka- lýðssamtaka um að hætta við breytingarnar á vinnulöggjöfinni og sagði þær nauðsynlegar til að minnka atvinnuleysið í landinu. 3.000 tonn af sorpi á gangstéttum Yfirvöld í París segja að um 3.000 tonn af sorpi hafi safnast upp á gangstéttum borgar- innar vegna verkfalls sorphirðumanna. Svipað ástand er í nokkrum öðrum borgum þar sem leikir EM fara fram og margir hafa kvartað yf- ir sorphaugunum á götunum og ólyktinni frá þeim. „Þegar gestirnir horfa út um gluggann sjá þeir sorpið, þannig að þeir missa auðvitað matarlystina,“ hefur fréttaveitan AFP eftir þjóni í veitingahúsi í Latínuhverfinu í París. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagðií gær að byrjað væri að hirða sorpið en viður- kenndi að það tæki nokkra daga. Um 50 bílar voru notaðir við sorphirðuna í fyrrinótt og um 30 til viðbótar í gær, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. Hugo Lloris, fyrirliði og markvörður franska landsliðsins, hvatti verkfallsmenn til að raska ekki Evrópumótinu. „Ég er áhorfandi líka og ég vona að þetta spilli ekki gleðinni vegna þess að þegar slíkt stórmót er haldið hér í Frakklandi þurfum við að sjá til þess að ímynd landsins verði góð,“ hafði AFP eftir fyrirliðanum. Aðalskipuleggjandi mótsins, Jacques Lambert, sagði aftur á móti að verk- föllin hefðu þegar „spillt stemningunni“. „Þau gefa ekki þá mynd af landinu sem við viljum.“ Óttast er að fyrirhugað verkfall flugmanna Air France valdi einnig vandræðum á næstu dögum þegar áhorfendur streyma til landsins. Verkfallið á að hefjast í dag og standa í fjóra daga. Að sögn franskra fjölmiðla slitnaði upp úr viðræðunum í fyrradag en forstjóri Air France, Frederic Gagery, sagði að gert væri ráð fyrir því að um 70-80% flugferðanna yrðu samkvæmt áætlun í dag, þrátt fyrir verkfallið. Evrópumótið er einnig haldið í skugga hryðjuverkanna í París í nóvember, þegar 130 manns létu lífið, og hættunnar á að hryðju- verkamenn, m.a. liðsmenn íslömsku samtak- anna Ríkis íslams, láti aftur til skarar skríða á íþróttaleikvöngum eða öðrum mannmörgum stöðum í Frakklandi þegar mótið er haldið. Allt að 90.000 lögreglumenn og öryggisverðir sjá um að vernda leikmennina og áhorfendur leikjanna sem fara fram í tíu borgum. Talið er að um sjö milljónir manna heimsæki borgirnar vegna Evrópumótsins. Öryggisgæslan stóðst fyrsta prófið í fyrra- kvöld þegar um 80.000 manns söfnuðust sam- an til að fylgjast með ókeypis tónleikum sem franski plötusnúðurinn David Guetta hélt við Eiffel-turninn í París á svæði sem er ætlað fyr- ir stuðningsmenn fótboltaliðanna sem keppa á mótinu. Lofa að hindra að verkföllin raski EM í Frakklandi ÞÝSKAL. Verkföll hafin Fleiri verkföll Fyrsti leikurinn í gær: Leiðir þar sem verk- fallið hefur mest áhrif TGV-hraðlestirnar 20% færri ferðir Leigubílstjórar hafa verið hvattir til að leggja niður vinnu 20 - 30% af flugferðum Air France í dag aflýst Flugmenn í verkfalli 14. júní 11.-14. júní Verkfall var boðað á tveimur lestaleiðum til leikvangsins í Saint Denis Í gær Olíuhreinsunarstöðvar í verkfalli Mótmæli (í gær og fyrradag) Fjöldamótmæli boðuð í París Verkföll og mótmæli í Frakklandi þegar EM hefst Borgir þar sem EM fer fram Sorphirða stöðvaðist vegna verkfalls Járnbraut til Spánar Helsta járn- brautin milli Parísar og suðurhlutans Til Ítalíu BELGÍA LÚX. Marseille Bordeaux Toulouse Nice Lyon Lille Lens SPÁNN Saint Etienne ÍTALÍA SVISS PARÍS Frakkland-Rúmenía Sorp hefur hlaðist upp í kringum yfirfullar ruslatunnur við götur Parísar í Saint Denis 100 km  Frönsk stjórnvöld í vanda vegna verkfalla lestarstjóra, sorphirðumanna og flugmanna AFP París í rusli Vel til höfð kona gengur framhjá sorphaugi á gangstétt í höfuðborg Frakklands. Mikilvægast að styðja liðið sitt » Harðir stuðningsmenn liðanna á EM í fótbolta segjast ekki ætla að láta verkföll eða hryðjuverkaógnina í Frakklandi spilla mótinu fyrir sér. » „Við lifum í hættulegum heimi. Ég veit að þetta er hættulegt en mikilvægast af öllu er að styðja Rúmeníu,“ hafði AFP eftir einum stuðningsmanna liðs Rúmen- íu sem lék gegn Frökkum í gær. „Fyrir ut- an allt sorpið er mótið mjög vel skipu- lagt,“ sagði annar Rúmeni. Tugir þúsunda manna söfnuðust saman á götum Louisville í Kent- ucky til að kveðja Muhammad Ali þegar líki hans var ekið um göt- urnar í gær áður en hann var bor- inn til grafar. Um 15.500 manns voru síðan viðstödd minning- arathöfn um hnefaleikakappann á íþróttaleikvangi í borginni. Meðal ræðumanna var Bill Clinton, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, en Barack Obama gat ekki mætt vegna þess að dóttir hans var að út- skrifast frá menntaskóla. Forsetinn vottaði minningu Alis virðingu sína á myndskeiði sem birt var í gær. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var ekki við útförina eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hann flýtti heimferð sinni vegna deilu við skipuleggjendur útfarar- innar, að sögn fjölmiðla í Tyrk- landi. Áður hafði verið skýrt frá því að Erdogan hefði óskað eftir því að fá að flytja ræðu við minningar- athöfnina. Tugir þúsunda kvöddu hnefaleikakappann Ali borinn til grafar AFP BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 SVEFNSÓFAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.