Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 SANDGERÐI Reynir Sveinsson reyndig@vortex.is Lifnað hefur yfir fasteignamark- aðinum í Sandgerði en á undan- förnum árum hefur fjöldi íbúðarhúsa staðið tómur og mörg hver orðin illa farin. En nú hefur orðið breyting á. Eldri hús eru farin að seljast og er víða verið að lagfæra hús sem þurftu eðlilegt viðhald. Er nú svo komið að vöntun er á íbúðarhúsnæði. Það eru helst stærri og dýrari hús sem eru lengur í sölu. Töluvert er um að fólk af höfuðborgasvæðinu kaupi hús og flytji hingað enda stutt til Reykja- víkur og húsnæði töluvert ódýrara en á höfuðborgarsvæðinu.    Nóg er til af lóðum fyrir þá sem hafa hugsað sér að byggja í Sandgerði. Um er að ræða lóðir und- ir einbýlishús eða raðhús við malbik- aðar götur í nýju hverfi. Nokkrir byggingarverktakar eru þegar farn- ir að huga að nýbyggingum.    Tjaldsvæði bæjarins hefur verið stækkað enda hefur gestum fjölgað um 200 prósent frá síðasta ári. Á svæðinu eru 4 gistihús og glæsilegt þjónustuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Nú er unnið við að byggja 4 ný hús þar sem í verða sal- erni og sturta auk þess stærra þjón- ustuhús. Þar verður aðstaða til eld- unar og ferðamenn geta komist í skjól fyrir veðri og vindum. Til stendur að tjaldsvæðið verði opið allt árið. Svæðið er kynnt undir nafninu Istay og eru það hjónin Hjördís Ósk Hjartardóttir og Jónas Ingason sem reka það.    Unnið er að því að koma upp gistingu við Heiðabæ á Stafnesi sem er merkur staður. Er ekki að efa að ferðamenn kunni að meta brimið og kraft hafsins sem er í nágrenni við gistihúsið Stafnes gesthús. Sigur- björg Eiríksdóttir og Gunnar Sig- fússon eru eigendur.    Mikið að gera hjá byggingar- fulltrúa Sandgerðisbæjar. Allar þær stóru byggingar sem er verið að byggja á flugstöðvarsvæðinu þurfa að fá stimpil hjá byggingarfulltrúa. Á undanförnum mánuðum er búið að gefa byggingarleyfi fyrir um 30 þús- und fermetrum og á eftir að byggja töluvert meira á svæðinu.    Nýr skólastjóri, Hólmfríður Árnadóttir, hefur verið ráðin skóla- stjóri Grunnskólans í Sandgerði. Hólmfríður er grunnskólakennari að mennt og með M.Ed. í menntunar- fræðum. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði mennta- mála. Hún starfar nú sem sérfræð- ingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og kennir við kennaradeild háskólans.    Sú hugmyndhefur oft skotið upp kollinum að sameina sveitar- félögin á Suðurnesjum. Ekki er nú hægt að segja að mikill áhugi hafi verið fyrir sameiningu fram til þessa. En nú hafa farið fram við- ræður í bæjarstjórnum Garðs og Sandgerðis um hugsanlega samein- ingu þessara sveitarfélaga. Engin niðurstaða hefur verið birt, aðeins að málinu hafi verið frestað. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Tjaldsvæði Sandgerðis Aðsókn hefur aukist verulega frá í fyrra og nú er verið að byggja ný hús á svæðinu. Lifnar yfir fasteignamarkaði Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, þ.e. frá 2017 til 2021, er m.a. ráðgert að kaupa tvær þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna. Fram hefur komið að undanförnu að verð á þyrlum er tiltölulega hagstætt um þessar mundir. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, var í gær spurð hvort til greina kæmi að flýta þyrlukaupunum í ljósi hag- stæðs verðs. „Það er gert ráð fyrir því í fjár- málaáætluninni að svigrúm verði til þyrlukaupa á þessu tímabili og þá hefur verið horft til seinni hluta þessa fimm ára tímabils,“ sagði inn- anríkisráðherra í samtali við Morg- unblaðið, en ekkert hefði enn verið ákveðið í þeim efnum. Undirbúningur brátt hafinn „Við höfum gert ráð fyrir því að við myndum kaupa þyrlur sérstaklega fyrir okkur og við myndum fljótlega hefja undirbúninginn að því að finna þyrlur sem henta,“ sagði Ólöf. Ráðherra sagði að á þessu stigi væri of snemmt að segja til um það hvort ráðist yrði í að láta sérsmíða þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna, en það yrði að sjálfsögðu einnig skoðað hvort til væru þyrlur á markaði sem myndu henta. Búið að skapa tækifærið „Aðalatriðið er það að við teljum að með þessari fjármálaáætlun sé búið að skapa tækifærið til þess að fá þyrlurnar, en við þurfum vitanlega að gefa okkur tíma í undirbúning,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkis- ráðherra. Þyrlukaup fyrir Gæsluna skoðuð  Sérsmíði getur komið til greina Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæslan Á næstu fimm árum er ráð- gert að keyptar verði nýjar þyrlur. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar vegna nýrrar byggingar fyrir blómaversl- unina Blómatorgið, elstu blómabúð landsins, á mótum Hringbrautar og Birkimels í Reykjavík. „Vonandi verð- ur nýja húsnæðið tilbúið fyrir jól,“ segir Sigurður Þórir Sigurðsson, eig- andi verslunarinnar. Blómaverslunin Blómatorgið var opnuð 1949, þegar Sigurður Guð- mundsson, faðir Sigurðar, byrjaði að selja blóm út um lúgu í fimm fermetra skúr á hornlóðinni. Fljótlega var rým- ið orðið um 30 fermetrar og und- anfarin ár var sambyggður skúr, sem áður var söluturn, jafnframt notaður. Húsnæðið, sem var rifið og fjarlægt í vikunni, var um 46 fermetrar en ný- byggingin verður um 76 fermetrar á einni hæð með mikilli lofthæð, sam- kvæmt teikningu Magnúsar Skúla- sonar arkitekts. Skúrarnir voru fyrir löngu komnir til ára sinna og langt er síðan Sigurður fór að huga að nýbyggingu. Tvisvar hefur grenndarkynning farið fram, fyrst 2007 og svo fyrir um tveimur ár- um, þegar ákvörðun var tekin um að sækja um að fá að reisa átthyrnt hús en ekki ferkantað eins og áður var stefnt að. „Ég er blómasali en verð að vera opinn fyrir öllu og hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti að bjóða upp á túristatengdar vörur með blómunum en mér finnst eiginlega nóg komið af því góða,“ segir hann. Draumurinn að rætast Sigurður segir að undirbúningur sé hafinn og ýmislegt sé tilbúið. Búið er að steypa sökkla og útveggir og límtré eru til staðar. „Draumurinn fer að rætast,“ segir Sigurður, sem byrj- aði að vinna í búðinni hjá föður sínum 1963 og tók við rekstrinum 1990. Stór gámur er á lóðinni og þar verður verslunin, þangað til nýja húsnæðið verður tekið í notkun. „Ég reyni að vera með eins mikið framboð og ég get,“ segir Sigurður. Bætir við að sal- an hafi tekið kipp við breytingarnar. „Það er eins og fólki finnist sport í því að kaupa í gámnum og þar sem pláss- ið er lítið þarf ég stöðugt að fylla á af útiblómum.“ Elsta blómabúðin í nýtt húsnæði Morgunblaðið/RAX Blómatorgið Sigurður Þórir Sigurðsson og Hildur Bruun á sölutorginu. EM áskriftartilboð að Morgunblaðinu 10. júní – 10. júlí 25% afsláttur Upplýsingar í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is Tilboðsverð 4.210 kr. Skráning á: http://www.mbl.is/em-tilbod

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.