Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 35
Á þessum árum var Hamra- borgin í byggingu með öllum sín- um timburuppslætti og stein- steypufrumskógi en það þótti spennandi leiksvæði fyrir okkur strákana þó að hætturnar leynd- ust auðvitað víða.“ Jón var í Kársnesskóla og Þing- hólsskóla, stundaði nám við MK og stundaði síðan tækninám í Hol- landi á vegum japanska fyrirtæk- isins Kyocera. Jón æfði og keppti með Breiða- bliki í knattspyrnu frá sjö ára aldri og í öllum yngri flokkum fé- lagsins. Þá æfði hann á skíðum með skíðadeild félagsins og tók þátt í nokkrum skíðamótum. Jón hóf skíðaþjálfun er hann var 16 ára, þjálfaði hjá Breiðabliki til 1995 og síðan hjá skíðadeild Víkings á árunum 1995-2013. Jón hóf að starfa í Borgarbúð- inni í Kópavogi (Jóabúð) er hann var 13 ára, fyrst við flöskumóttöku og flokkun á tómum gosflöskum og við að raða í hillur, en síðan við afgreiðslustörf. Hóf síðan störf við brotajárn hjá Sindrastáli í Kletta- görðum, er hann var 16 ára og vann þar með skóla í þrjú ár. Eftir framhaldsskólanám hóf Jón störf hjá Agli Guttormssyni í Ármúla og starfaði þar til 1995 er fyrirtækið var selt Pennanum hf. Hann starfaði þar til 2005 en hóf þá eigin rekstur, ásamt félögum sínum og hefur síðan rekið Kyo- cera á Íslandi, sem er sölu- og þjónustufyrirtæki í prentlausnum. Hann hefur verið framkvæmda- stjóri fyrirtækisins síðan. Jón sat í stjórn skíðadeildar Breiðabliks 1984-88, sat í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks og hefur sinnt þar ýmsum félags- málum. Hann situr nú í meist- araflokksráði karla hjá félaginu og hefur starfaði í Oddfellow- reglunni. Jón er mikill fjölskyldumaður, hefur spilað golf frá 2004, er í Golfklúbbnum Oddi en golfhópur Jóns og Önnur nefnist Bleiku bomburnar. Þau hjónin eiga ágætis hjólhýsi sem þau nota mikið enda gefin fyrir ferðalög um landið. Þau hafa einnig farið fjölda ferða til útlanda á undanförnum árum, einkum í skíða- og golf- ferðir. Þau hafa auk þess farið á knattspyrnuleiki erlendis þegar mikið liggur við. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Anna Sigríð- ur Ásgeirsdóttir, f. 7.11. 1972, skrifstofu- og markaðsstjóri. Hún er dóttir Önnu Steinsdóttur, f. 4.12. 1941, sjúkraliða og handa- vinnukonu, og Ásgeirs Rafns Bjarnasonar, f. 22.11. 1940, bif- reiðastjóra. Þau búa í Kópavogi. Fyrri kona Jóns er Bára Haf- steinsdóttir, f. 20.5. 1968, við- skiptafræðingur og innkaupastjóri. Synir Jóns og Báru eru Oliver Snær Jónsson, f. 5.11. 1995, nemi og skíðaþjálfari í Kópavogi, og Nökkvi Snær Jónsson, f. 5.11. 2002. Dætur Önnu Sigríðar og stjúp- dætur Jóns eru Kristín Birta Bjarnadóttir, f. 9.4. 1999, nemi í Kópavogi, og Birgitta Líf Bjarna- dóttir, f. 9.11. 2002, nemi í Kópa- vogi. Systkini Jóns eru Þóra Björg Garðarsdóttir, f. 6.5. 1956, hús- freyja í Kópavogi, og Guðjón Garðarsson, f. 22.10. 1958, hönn- uður í Hveragerði. Foreldrar Jóns eru Garðar Guð- jónsson, f. 11.12. 1933, fyrrv. járnamaður og umsjónarmaður fjölritunar MH, og Guðlaug Sig- ríður Haraldsdóttir, f. 21.5. 1934, fyrrv. saumakona. Þau búa í Kópavogi. Úr frændgarði Jóns Sigurðar Garðarssonar Jón Sigurður Garðarsson Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Þórisstöðum Andrés Þórisson b. á Þórisstöðum í Gufudalss. Herbjörg Andrésdóttir húsfreyja í Rvík Haraldur Jónsson form. á Bíldudal, síðar fisk- matsm. og verkam. í Rvík Guðlaug Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja Guðlaug Halldórsdóttir húsfreyja í Rvík Jón Sigurður Benediktsson sjóm. á Bíldudal og fisk- matsm. og verkam. í Rvík Friðgeir Guðni Ólason læknir í Rvík (fórst með Goðafossi, ásamt fjölskyldu á stríðsárunum) Jensína Andrésdóttir húsfr. í Rvík (næstelst núlifandi Íslendinga, 106 ára) Guðmundur J. Andrésson gullsmiður við Laugaveg í Rvík Valgerður Guðrún Guðnadóttir húsfr. í Skjaldabjarnavík, Rvík og á Ísafirði Óli Guðjón Halldórsson b. í Skjaldabjarnavík í Árneshr., síðar kaupm. á Ísafirði og í Rvík Valgerður Guðný Óladóttir húsfreyja í Rvík Guðjón Guðmundsson matreiðslum. í Rvík Garðar Guðjónsson járnamaður og umsjónarm. fjölritunar MH Þórunn Stefanía Blöndal Ketilsdóttir húsfreyja í Rvík Guðmundur Árnason verkamaður í Rvík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 Guðmundur fæddist á Sauða-dalsá á Vatnsnesi 11.6. 1909.Foreldrar hans voru Jónas Jónasson, bóndi á Múla í Línakra- dal, og Guðrún Jóndóttir. Eiginkona Guðmundar var Stef- anía Eðvarðsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal. Þau eignuðust þrjú börn, Gunnar sem starfaði lengst af hjá föður sínum og tók við ferðaskrif- stofu hans, Signýju og Kristínu. Guðmundur flutti fimm ára með foreldrum sínum að Múla í Línakra- dal og ólst þar upp til fullorðinsára. Hann tók ökupróf, tvítugur að aldri, fékk ökuskírteini númer 18 í Húnavatnssýslu og hóf þá ævistarf sitt. Hann eignaðist sinn fyrsta bíl vorið 1930, nýjan Ford-vörubíl, H-3, og sinnti flutningum með vörur og fólk um Húnavatnssýslu, ók línu- mönnum hjá Landssímanum, víða um land og fór þá oft fyrstur manna slóðir sem bílar höfðu aldrei farið. Guðmundur flutti síðan til Reykjavíkur. Bílum hans fjölgaði sem m.a. fóru ferðir milli Reykjavík- ur og Akureyrar sem þá tóku tvo daga, hvora leið. Árið 1946 eignast hann sína fyrstu fjórdrifsbifreið, en hún markaði upphafið að hálendis- ferðum hans. Sumarið 1950 fann Guðmundur Hófsvað yfir Tungnaá, í kjölfarið vaknaði áhugi Íslendinga fyrir hálendisferðum og næstu árin fór Guðmundur ótal ferðir um nýjar slóðir á hálendinu. Með tímanum fjölgaði erlendum ferðamönnum og eldhúsbílar með ráðskonum komu til sögunnar. Vegna leiðangurs til að bjarga skíðaflugvél sem varð eftir við Geysislysið fór Guðmundur á eigin snjóbifreið, komst á Bárðar- bungu og flutti varning úr Geysi af jöklinum. Þessi ferð var upphaf Vatnajökulsferða Guðmundar. Í kjölfarið var Jöklarannsóknarfélagið stofnað og snjóbíll Guðmundar nýtt- ur til jöklarannsókna og ferðir Sigurjóns Rist til vatnamælinga. Guðmundur flutti geimfara NASA að Öskju og í Veiðivötn 1969. Guð- mundur fékk ferðaskrifstofuleyfi 1978 og hóf þá sjálfur sölu á ferðum til erlendra söluaðila. Hann var einn frumkvöðla bílaald- ar og landkönnuður íslenska hálend- isins. Hann lést 5.3. 1985. Merkir Íslendingar Guðmundur Jónasson Laugardagur 90 ára Guðlaug Long Valdís Ármann 85 ára Ásrún Ólafsdóttir 80 ára Dúna Bjarnadóttir Hjördís Olga Þórðardóttir 75 ára Ingibjörg Sigurgeirsdóttir Sigurrós Skarphéðinsdóttir 70 ára Garðar Ágústsson Guðmundur Magnússon Halldóra Margrét Helgadóttir Maríus Jóhann Lund 60 ára Árni Möller Elín Sigurðardóttir Guðrún Björg Guðmundsdóttir Guðrún Helga Hermannsdóttir Ingvar Hannes Pétursson Málfríður K. Kristiansen Ragnheiður I. Axelsdóttir Sigríður Sísí Kristjánsdóttir Valgerður Kristjánsdóttir 50 ára Elvur Rósa Sigurðardóttir Guðfinna Dröfn Aradóttir Guðmundur Hjartarson Jóhanna Einarsdóttir Jón Sigurður Garðarsson Kristinn Þór Pálsson Kristín Ólöf Gunnarsdóttir Sigrún María Þórisdóttir Ægir Páll Friðbertsson 40 ára Anton Rafn Gunnarsson Arnbjörn Ingimundarson Dóra Þórsdóttir Elías Örn Eyþórsson Elísabet Anna Jónsdóttir Guðrún Erla G. Strandberg Jasmín Chanantya Reungarenunta Kalina Klopova Kári Kristinsson Magnús Heiðar Magnússon Marek Falkowski Margrét Hróarsdóttir Pétur Sigurbjörn Pétursson Tómas Freyr Hjaltason 30 ára Auður Sjöfn Þórisdóttir Berglind Helga Kristinsdóttir Birgir Már Friðriksson Birgitta Engilberts Bjarni Mikael Baldursson Dagný Ólafsdóttir Davíð Fannar Gunnarsson Donatas Ulbinas Guðrún Lena Eyjólfsdóttir Hildur Björk Sigurðardóttir Hildur Björnsdóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Jóhann Gunnarsson Robin Kristrún Marta Jónsdóttir Lukasz Zynda Margrét María Hólmarsdóttir Númi Finnur Aðalbjörnsson Ragnar Ingi Bjarnason Reginn Þórarinsson Sigurður Ágústsson Sigurður Gústavsson Hafstað Sævarður Einarsson Örn Arnarson Sunnudagur 90 ára Ágúst Sigurðsson Gréta M. Ámundadóttir 85 ára Ásta Jónsdóttir 80 ára Álfhildur Sigurðardóttir Esther Eygló Þórðardóttir Fjóla Guðlaugsdóttir Jónína Þorsteinsdóttir Sigurþór Guðmundsson Sonja Guðlaugsdóttir 75 ára Árni Ólafsson Frímann E. Ingimundarson Guðný Fríða Einarsdóttir Helga Alfreðsdóttir Hrafnhildur Konráðsdóttir Jón Edward Wellings Pétur Bjarnason Sigríður Guðmundsdóttir 70 ára Anna Magnúsdóttir Ásgeir H. Sigurðsson Einar Þorsteinsson Hafþór Ingi Jónsson Karl Jóhann Þórarinsson Kolbrún Hlöðversdóttir Kristinn Helgi Eldjárnsson Kristján Jón Arilíusson 60 ára Auður Guðrún Ármannsdóttir Fríða Ólafía Kristjánsdóttir Guðjón Már Jónsson Halldóra Kristjánsdóttir Hjalti Gunnlaugsson Jóhannes V. Oddsson Max Peter William Dager Nanna Kristín Magnúsdóttir Óskar Gunnlaugsson Ragnheiður Gísladóttir Ragnhildur Jónsdóttir Svala Hafsteinsdóttir Úlfhildur Sigurðardóttir 50 ára Bjarni Ólafsson Bryndís Björgvinsdóttir Bryndís Björk Kristjánsdóttir Ellen Ruth Ingimundardóttir Gísli Quyét Trong Le Hróðný María Huldarsdóttir Kristín Gyða Njálsdóttir Renata Jadwiga Lewandowska Steinunn Gísladóttir 40 ára Grímur Örn Þórðarson Guðrún Alda Harðardóttir Marek Grzegorz Bartnicki Mariusz Cezary Michalek Óli Páll Einarsson Rafn Alexander Júlíusson Signý Jóhannsdóttir Þóra Margrét Júlíusdóttir Þura Björk Hreinsdóttir 30 ára Aðalheiður Kristín Jónsdóttir Aleksander Marek Bogucki Anna Kristín Kristinsdóttir Arnþór Pálsson Ágústa Sigurrós Andrésdóttir Ásgeir Aron Ásgeirsson Elvar Friðriksson Erla Dögg Haraldsdóttir Eva Benediktsdóttir Kjartan Svanur Hjartarson Kristín Ósk Guðjónsdóttir Krystian Damian Los Margrét Linda Erlingsdóttir Rawiwan Chunnok Tara Lind Jónsdóttir Til hamingju með daginn Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is Eðallax fyrir ljúfar stundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.