Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Sturla Atlas (Sigurbjartur Sturla Atla-son) er rapparinn og andlitið út á viðen hann tilheyrir um leið félagsskapn- um 101 Boys („posse“ eða „crew“ upp á ensku) sem telur, í kjarnanum a.m.k., þá Loga Pedró, Jóhann Kristófer Stefánsson og Arnar Inga Ingason. Season 2 er nýjasta blandspólan þeirra eða „mixtape“ og ég aug- lýsi hér með eftir að- eins kynþokkafyllri þýðingu. Það er of langt að fara út í mikla þýðingar- og orðsifjafræði hér en undanfarið hafa rapp- arar starfað í útgáfu- málum á tveimur svið- um, gefa út bland- spólur og svo form- legar plötur. Blandspólurnar eru jafnan fleiri, þær birtast oftast óforvarandis og menn gefa sér einatt meira frelsi og stunda þar meira af tilraunum en á „alvöru“ plötunum. Hingað til hefur Sturla Atlas eingöngu gefið út blandspólur, þeim er skotið frítt upp á alnetið (Spotify, niðurhal o.s.frv.) en þetta eru engu að síður fullburða plötur/verk, með umslagshönnun, vel frágenginni hljóðmynd, lögum og svo má telja. Útgáfutíðnin fylgir því sem tíðkast erlendis, nýtt efni á þriggja, fjög- urra mánaða fresti og er það vel. Þetta minn- ir á gamla daga, sjöunda áratuginn þegar sveitir gáfu út tvær, þrjár plötur á ári. Mér hefur þótt mikið til Sturlu Atlas koma, hann er einfaldlega „með þetta“. Hann er töff, sveipaður svalri áru og ber það sem hann og 101 boys eru að koma frá sér uppi með glans. Og það er litið í öll horn; mynd- böndin hafa verið flott, heildarímynd sömu- leiðis og einnig er fatalína á boðstólum. Heildræn listsköpun þar sem tónlistin er eitt af tannhjólunum, þó að það sé vissulega það stærsta (er hægt að tala um misstór tann- hjól?). Og tölum nú aðeins um hana, tónlist- ina. Sturla hefur gert út á tilfinningarapp- ið, kliðmjúkt og dramatískt í anda Drake og viðlíka. Hér er rýnt í sálartetrið og það er gert af krafti í opnunarlaginu „Fed Up“, rætt er um djammið, kærustuvanda- málin og annað sem plagar unga menn sem eru rétt skriðnir yfir tvítugt. Í „Talk“ er hið síðarnefnda sett í meiri fókus, með línum eins og „I don’t wanna talk to you/I don’t wanna be around for you/Makin‘ me feel like I should have held onto you …“. Já, þetta er snúið! „In the Nitetime“ er einkar melódískt og er gott dæmi um hversu poppaður Sturla Atlas er (hrós!). Þetta er hipphopp, hvasst og drungalegt á köflum en ætti líka að geta rúllað af krafti á öldum ljósvakans þar sem annar fóturinn er í áhlýðilegu R og B-i. Sturla er bestur þegar hjartað er á erminni og töffara- stemmur virka ekki jafn vel, sjá t.d. smá- skífuna „Vino“ sem er dálítið kauðsk. Plöt- unni er slitið með angurværu lagi, „Sweetheart“, dreymið og áhrifaríkt. Að lokum verð ég að geta umslagsins, sem er snilldarlega hannað af þeim Sigga Odds og Kjartani Hreinssyni. Fagurfræðin minnir einhverra hluta vegna á gamlar þrass- plötur frá níunda áratugnum, og hvort sem það var meðvitað eður ei er það algerlega meistaralegt. En áfram með smjörið, haldið áfram strákar, þessi penni er langt í frá „Fed up“. »Mér hefur þótt mikið til SturluAtlas koma, hann er einfaldlega „með þetta“. Hann er töff, sveipaður svalri áru og ber það sem hann og 101 boys eru að koma frá sér uppi með glans. Sturla Atlas hefur verið iðinn við rappkolann, á einu ári hefur hann gefið út þrjár plötur og sú nýjasta, Season 2, kom út fyrir síðustu helgi. Logi Pedró Stefánsson sér að mestu um upptökur en Hermigervill og Ung Naza koma og að þeim þætti. Ráðstefna um kvikmyndir smáþjóða hófst í fyrradag á Möltu og sækja hana tveir fulltrúar frá Íslandi, Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamið- stöðvar Íslands. Auk Íslands eiga Ír- land, Moldavía, Lettland, Króatía og Malta fulltrúa á ráðstefnunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Markmiðið með ráðstefnunni er að safna saman fræðimönnum, kvik- myndagerðarmönnum, stefnumót- endum, fjölmiðlafólki og dreifingar- aðilum til að ræða um kvikmynda- gerð minnstu ríkja heimsins. „Á ráðstefnunni verður rætt um þær hindranir sem smáþjóðir verða fyrir í frumkvöðlastarfi, þá opinberu stefnu sem gildir um kvikmynda- framleiðslu, hlutverk menntunar í sköpun sjónlista, aðgengi að dreifi- kerfi fyrir litlar þjóðir og tækifæri sem skapast þegar kvikmyndagerð- armenn og framleiðendur smáþjóða vinna saman,“ segir í tilkynningunni. Hrönn segir þar að Malta líti til Íslands hvað varðar kvikmynda- stefnu. „Þeim finnst mikið til koma hvað Íslandi hefur gengið vel al- þjóðlega og vilja læra af okkur. Það er von okkar hjá Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík að þátttaka á ráðstefnunni verði til þess að styrkja samband okkar við aðrar smáþjóðir á borð við Möltu og að við finnum vettvang til frekari sam- vinnu á komandi árum,“ er haft eftir Hrönn. Morgunblaðið/Styrmir Kári Á Möltu Hrönn Marinósdóttir.  Hrönn og Laufey sækja ráðstefnu á Möltu um kvikmyndir smáþjóða „Vilja læra af okkur“ Póstlistaforsala á jólatónleika Björgvins Hall- dórssonar, Jóla- gesti Björgvins, sem haldnir verða 10. desem- ber í Laugardals- höll, hefst á þriðjudaginn kl. 10 og hafa gestir Björgvins verið kynntir til leiks. Þeir eru Ágústa Eva, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Friðrik Dór, Gissur Páll Gissurar- son, Jóhanna Guðrún, Ragnhildur Gísladóttir og sérstakur gestur, Thorsteinn Einarsson. Forsala hefst á Jólagesti Björgvins Björgvin Halldórsson Feitt og fallegt flæði Morgunblaðið/Eggert Stíll Sturla Atlas er flottur, er bæði með tónlistina og ímyndina með sér. Hámarkaðu árangur þinn Á milli þín og keppinauta þinna, þarf að jafna metin. Að brjóta tímamúra. Kepptu við þá bestu með Edge 520, GPS reiðhjólatölva sem gefur þér færi á að keppa við Strava tímakafla í rauntíma og þú sérð um leið árangurinn á skjánum. Æfingin skapar meistarann Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is THE NICE GUYS 2, 8, 10:30 FLORENCE FOSTER JENKINS 5, 8 WARCRAFT 2, 5, 8, 10:30 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 1:50, 3:50, 5:50 BAD NEIGHBORS 2 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 1:50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.