Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 ✝ Kristvin Guð-mundsson fædd- ist í Litlaskarði, Stafholtstungum, Mýrasýslu, 27. jan- úar 1927. Hann lést í Brákarhlíð, Borga- nesi, 8. júní 2016. Foreldrar hans voru Kristín Helga- dóttir, f. 1907 og Guðmundur Gísla- son, f. 1889. Systkini Kristvins sammæðra: Ólöf Björg Ágústdóttir, f. 1930, d. 2015, Elsabet Jónsdóttir f. 1933, d. 2014, Helgi Jónsson, f. 1942, d. 1957, Þórir Jónsson, f. 1950. Samfeðra: Ragnheiður Guð- mundsdóttir, f. 1924, d. 1977, Guðlaugur Bjarni Guðmundsson, f. 1925, f. 2011, Guð- björg Guðmunds- dóttir, f. 1927. Í sambúð með Helgu Þórnýju Guð- mundsdóttur, f. 26.12. 1942. Börn þeirra 1) Guðbjörn Kristvinsson, f. 1963, sambýliskona Svana Lára Hauksdóttir, f. 1968. 2) Þorsteinn Helgi Kristvinsson, f.1967, maki Sóley Stefánsdóttir, f.1967, a) Hlynur Logi, f. 1993, b) Helgi Sævar f. 1997, c) Birkir Örn, f. 2001. 3) Kristín Þórkatla Kristvinsdóttir f. 1969, maki Dag- bjartur Ragnar Jónsson, f. 1957, a) Garðar Kári Garðarsson, f. 1986, í sambúð og á tvö börn, b) Ragnheiður Helga Garðarsdóttir, f. 1988 í sambúð og á eitt barn, c) Guðrún Þórdís Edvardsdóttir, f. 1991, d) Pétur Kristvin Ragnars- son, f. 2000, e) Guðjón Ingi Stein- ar Ragnarsson, f. 2002. 4) Björn Ingi Kristvinsson, f. 1973, sam- býliskona Isabel Miranda Planc- arte, f. 1977. Börn hans og Mar- grétar Helgu Jóhannsdóttur, f. 1977, a) Daníel Ágúst, f. 2000, b) Sindri Snær, f. 2003. Kristvin bjó alla ævi í Borgar- firðinum, lengst af í Stafholts- tungunum. Sem ungur maður vann hann við ýmis störf í sveit- inni. Árið 1961 hóf hann störf hjá Ræktunarsambandi Þverárþings, á jarðýtum við jarðvegsvinnu, vegagerð snjómokstur og fleira sem til féll. Síðustu starfsár sín vann hann við járnsmíðar og við- gerðir, eftirlit með slökkvitækj- um og ýmsa vinnu sem til féll í sveitinni. Kristvin verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju í dag, 11. júní 2016, klukkan 14. Ein af æskuminningunum er að það var jarðýta að vinna úti í flagi, það var verið að herfa og kýfa svo úr yrði nýtilegt tún. Þarna var kominn Kristvin Guðmundsson, jarðýtustjóri Ræktunarsambands Þverárþings til rúmlega 30 ára. Vorið 1960 var Kristvin búinn að ráða sig til Ræktunarsam- bandsins en Ólafur á Kaðalstöðum fékk hann lausan til að vinna við byggingu Þverárréttar. Vorið 1961 byrjaði Kristvin að vinna á jarðýtum hjá Ræktunarsambandi Þverárþings. Það var mikið happ fyrir Ræktunarsambandið að fá Kristvin. Þar eins og annars staðar sem hann kom að verki naut sýn verk- lagni, þekking á vélum og natni í allri umgengni og umhirðu. Á þessum árum var vor í sveitum landsins. Bændur kepptust við að rækta og byggja. Ýtukallarnir voru hetjur sem fóru um héruð og breyttu þýfðum móa í vel kýfð tún. Farið var bæ frá bæ með herfi og olíutank. Fyrst á vorin voru teknir húsgrunnar. Svo tók ræktunar- vinnan við og ýmis önnur verk sem þurftu öflug tæki. Á þessum árum voru jarðýturnar öflugustu tæki sem völ var á. Kristvin vann töluvert að vegagerð. Einnig vann hann við hafnargerð á Hvamms- tanga, hitaveitulögn að Laugar- bakka, stíflugerð við Langavatn, vegalagningu að Langjökli og línuveg yfir Skarðsheiði, bygg- ingu Borgarfjarðarbrúarinnar og fjölmörg önnur verk þar sem þurfti jarðýtu. Á veturna var svo snjómokstur á Holtavörðuheiði og á bæjum. Þegar ekki var vetrarvinna var viðhaldsvinnu sinnt á Kaðalstöð- um. Kristvin leit á Kaðalstaði sem sitt annað heimili. Þarna fór fram allt viðhald á vélunum. Oft voru tveir menn að vinna við ýturnar. Þeir Kaðalstaðabræður, Þor- steinn og Ólafur, ásamt Kristvin og þeim sem rákust inn glímdu stundum við ýmsar aflraunir sér til skemmtunar. Það voru teknir upp 50 kílóa fóðurblöndupokar með því að bíta í þá og lyfta þeim þannig. Þeir beygðu treitommu nagla með því að leggja hann ofan á vísifingur og baugfingur og und- ir löngutöng. Svo var slegið með hinni hendinni á löngutöng og naglinn beygður sem mest. Einnig var smiðjusteðjinn tekinn upp á nefinu. Kristvin var vel að manni og einn af þeim sem höfðu tekið sér í fang bæði Fullsterkan og Húsafellshelluna. Steini á Kaðal- stöðum átti steypuhrærivél sem var notuð við steypuvinnu víða á bæjum. Kristvin var oft með Steina í steypuvinnunni. Þegar þessir tveir menn voru komnir saman þá var öruggt að verkið gengi. Á síðari árum var vélin orð- in mjög slitin og þurfti ákveðið lag á hana. Slá með slaghamri á rétta staði svo allt gengi sinn rétta gang. Um nokkurra ára bil kenndi Kristvin nemendum í elstu bekkj- um Varmalandsskóla að raf- og logsjóða. Í suðuvinnunni leitaðist hann við að láta strákana smíða eitthvað nýtilegt, hillur eða búkka til að setja undir bíl. Nú þegar þessi samferðamaður og nágranni er genginn stendur eftir minningin um góðan dreng. Hagur á járn og tré. Eftir standa verkin, vel kýfð tún og ótal bygg- ingar sem hann kom að. Brynjólfur Guðmundsson. Kristvin Guðmundsson ✝ Kristjana Jóna-tansdóttir var fædd 20. apríl 1921 á Nípá í Köldukinn. Hún lést á dvalar- heimilinu Hvammi á Húsavík 5. júní 2016. Kristjana bjó á Nípá og hélt heimili með Friðbirni bróð- ur sínum. Foreldr- ar hennar voru Guðfinna Friðbjarnardóttir og Jónatan Jónasson. Systkini hennar voru Karl, Sigurbjörg, Frið- björn, Vilborg og hálfsystir Hansína. Þau eru öll látin nema Friðbjörn sem dvelur á Hvammi en þar bjuggu þau Krist- jana síðustu 12 ár- in. Útför Kristjönu fer fram frá Þóroddsstaðakirkju í dag, 11. júní 2016, klukkan 14. Stjana mín, kallið er komið. Það verður skrítið að heim- sækja Bubba einan á Hvamm, en þið systkinin hafið fylgst að allt ykkar líf og borið mikla um- hyggju hvort fyrir öðru. Á Nípá héldu þið heimili sam- an á efri hæðinni. Ég minnist þess hversu oft ég hljóp upp til ykkar til að athuga á hvorum staðnum væri betra í matinn og alltaf var litla frænkan velkomin. Seinna fengu börnin mín margan góðan bitann hjá þér þegar við komum heim í Nípá. Þau minnast karamellubúðings- ins sem var hvergi betri en hjá þér og oft snéru þau upp á klein- ur. Þið systkinin voruð mjög gest- risin og oft bar gesti að garði. Þú varst mikil húsmóðir og gerðir góðan mat og bakkelsi og þér féll sjaldan verk úr hendi. Þú varst mikil handavinnu- kona og ófáar lopapeysurnar varstu búin að prjóna. Það var erfið ákvörðun þegar þið Bubbi fluttuð á Dvalarheim- ilið Hvamm á Húsavík, en heilsan var farin að versna og þú gerðir þér grein fyrir að það var ykkur fyrir bestu. Það glöddust því allir yfir því hvað þú varst ánægð og hversu virkan þátt þú tókst í starfinu þar, t.d. handavinnunni og spilamennskunni. Bera allir dúkarnir þínir og púðarnir vitni um það hversu iðin þú varst. Þú fylgdist alltaf vel með bú- skapnum á Nípá og hugurinn var í sveitinni. Berjaspretta og kart- öflurækt var þér alltaf hugleikin. Stjana mín, það er gott að vita að þú áttir bjart og fagurt ævi- kvöld á Hvammi og við færum starfsfólkinu bestu þakkir fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. Elsku Stjana, við fjölskyldan þökkum þér fyrir allt. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þeim frið, gleddu og blessaðu þá sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir.) Hvíl í friði. Þín frænka Bryndís. Kristjana Jónatansdóttir Erna Sampsted vinkona mín er lát- in en við þá fregn hlaðast upp minn- ingar af kynnum mínum við hana. Edda var mjög glaðsinna og eft- irminnileg kona. Fyrstu kynni mín af henni voru þegar hún, glæsileg og bros- mild, kom í heimsókn í Stórholtið á heimili foreldra síns heitt elsk- aða tilvonandi eiginmanns. Ég var þarna átta ára ráðvilltur ung- ur drengur í fóstri hjá móður- ömmu minni og seinni eiginmanni hennar, sem þráði athygli og vin- áttu sem Edda gaf mér ríkulega frá fyrsta degi sem við hittumst. Á þessum tíma var hún að nema hárgreiðslu í Iðnskólanum í Reykjavík og kom í Stórholtið í hádegismat. Þá nánast sat ég fyr- ir henni til að fara yfir heimalær- dóminn minn, því engum treysti ég betur til þessa en henni sem ævinlega varð við bón minni, með bros á vör, þó önnur samskipti við hitt heimilisfólkið í stuttum mat- artíma væru brýn. Snemma vors 1958 fór ég úr heimahögum í sveit austur í Vopnafjörð og að hausti þessa sama árs er ég kom aftur heim var Edda flutt inn í Stórholtið. Hún lét strax til sín taka með skrúbb og tusku á lofti. Hróflaði við íhaldssamri uppsetningu á mublum og bætti inn í herbergin hornljósum og hafði þau kveikt meðan fólk hafði fótaferð. Hún var mikill sólargeisli inn í heim- ilislífið sem bar vott um gamla Erna Sampsted ✝ Erna Samp-sted fæddist 16. maí 1940. Hún andaðist 3. maí 2016. Að ósk hinn- ar látnu fór útförin fram í kyrrþey 20. maí 2016. sveitamennsku. Næstu árin bjó Edda í húsum tengdaforeldra sinna ásamt fjöl- skyldu. Áður en heimdraganum var hleypt og flutt í Fossvoginn voru börnin orðin þrjú. Eftirminnilegt er hversu mikið Edda lagði á sig við íbúða- kaupin í Dalalandinu. Hún vann á hárgreiðslustofunni allan daginn og tók síðan konur heim í greiðslu á kvöldin og um helgar, einbeitt í að komast í eigin híbýli. Þrengsl- in í Stórholtinu eru mér í minni, tvær fjölskyldur í frekar lítilli íbúð sem segir sig sjálft að mikið umburðarlyndi og útsjónarsemi hefur þurft til að komast af, af hvoru tveggja hafði Edda nóg. Sjálfsagt hefur Eddu einhvern tíma runnið í skap þær aðstæður sem henni voru skapaðar og sjálf- sagt hefur henni þótt við mig á stundum en ég man aldrei eftir öðru en ljúfu viðmóti af hennar hálfu. Á síðari árum hefur mér ekki auðnast að vera í góðu sambandi við Eddu, þar kemur trúlega margt til. En alltaf haft af henni spurnir og var meðvitaður um hennar veikindi. Í dag er ég þakklátur fyrir að hafa heimsótt hana á síðustu Þorláksmessu. Því þrátt fyrir veikindi og vitund um að hverju stefndi var hlegið og gantast, skipst á fjölskyldusögum og rýndar myndir af ættarlauk- unum. Naut ég okkar síðustu stundar saman og faðmlagsins frá konu sem hafði svo margt að gefa og kenna. Samúðarkveðja, Gunnar V. Andrésson, Anna K. Ágústsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, ÁRNI JÓHANNESSON mjólkurfræðingur, Hjallalundi 18, Akureyri, lést fimmtudaginn 26. maí á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. júní klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri. . Jóhannes Árnason, Sólveig Þóra Jónsdóttir, Jónas Ingi Árnason, Sigurður Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri sonur, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN ÍVAR SÆMUNDSSON, Bragavöllum 4, Reykjanesbæ, lést mánudaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 16. júní klukkan 13. . Guðlaug Karlsdóttir, Sigursteinn Ívar Þorsteinsson, Helma Þorsteinsdóttir, Erlingur Reyr Klemenzson, Dagný Gísladóttir, Stefán Magnús Jónsson, Ester Sigurjónsdóttir, Hildur Björg Jónsdóttir, Rúnar Eyberg Árnason, afabörn og systkini hins látna. Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, GUÐMUNDUR ST. JACOBSEN, ketil- og plötusmiður, lést á Öldrunarheimilinu Lögmannshlíð 27. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Melgerði fyrir góða umönnun. Þökkum auðsýnda samúð. . Karl J. Guðmundsson, Lilja Stefánsdóttir, María S. Guðmundsdóttir, Njáll Kjartansson, Brynjar St. Jacobsen, Anna J. Benjamínsdóttir, Elfa K. Guðmundsdóttir, Steinþór Steinþórsson, afa og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Brekkugötu 15, Vogum, lést á Sólvangi 4. júní síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. júní kl. 15. . Kolbeinn Sigurjónsson, Helgi Sævar Sigurðsson, Signý Ólafsdóttir, Jón Sigurðsson, Karl Svavar Siguðsson, María Þorsteinsdóttir, Valgarð Sigurðsson, Hrefna Hlín Karlsdóttir og fjölskyldur. Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG F. HJARTAR, Höfða, Akranesi, lést 2. júní. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju 16. júní kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. . Dagný Þorgilsdóttir, Neal Hermanowicz, Hörður Þorgilsson, Lilja Stefánsdóttir, Fríða Þorgilsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.