Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Sun 12/6 kl. 15:00 aukasýn Sýningum lýkur í vor! Mugison (Kassinn) Sun 12/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30 Fim 16/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30 Miðasala á mugison.com DAVID FARR MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 11/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu. Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 eitt stórt ferðalag inn á við fyrir hlustendur.“ Sérstakir tónleikar verða helgaðir tónskáldinu Jóni Nordal á hátíðinni á sunnudag til að fagna níræðisafmæli hans. Þar verða flutt kammerverk og sönglög eftir Jón, það elsta Systur í Garðshorni frá 1944. Víkingur segir að Jón Nordal sé honum mjög kær. „Ég spilaði minn fyrsta píanókonsert með hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík 1. október árið 2000, dag- setning sem ég gleymi ekki af því að ég hafði hlakkað til þess í heilt ár. Þá var ég sextán ára og spilaði hann á afmæli Tónlistarskólans í Reykjavík. Þá kynntist ég Jóni og hann var ynd- islegur og mér mjög örlátur. Svo spil- aði ég konsertinn aftur á mínum fyrstu tónleikum sem atvinnutónlist- armaður með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands 2003 og svo spilaði ég hann aft- ur 2006 á áttræðisafmæli Jóns. Þessi konsert Jóns hefur því skipt mig mjög miklu máli og líka önnur verk eftir hann. Hann er stórkostlegur listamaður og einn af okkar mestu listamönnum á þessari öld og síðustu öld.“ Morgunblaðið/Eggert Förusveinn Víkingur Heiðar Ólafsson segir að það felist mikil tjáning í að vera listrænn stjórnandi tónlistarhátíðar. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er mjög dýrt að vera í hljóðfæranámi er- lendis og því kemur svona styrkur í mjög góð- ar þarfir,“ segir Baldvin Oddsson trompetleik- ari. Hann hlýtur styrk úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat fyrir árið 2016 og nemur styrkupphæðin 1,5 milljónum króna. Í tilefni þess að úthlutað var úr sjóðnum í 25. sinn lagði Cécile Jacquillat, ekkja Jean-Pierre Jacquillat, leið sína til Íslands og afhenti styrkinn, en af- hending fór fram í gær í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. „Námið sem ég er í kostar 50 þúsund dollara á ári [ríflega 6 milljónir íslenskra króna],“ seg- ir Baldvin sem stundar trompetnám á bakkalárstigi við Manhattan School of Music í New York og stefnir að útskrift í desember. „Ég hef verið svo lánsamur að fá góðan styrk frá skólanum fyrir námsgjöldum, en sl. hálft annað ár hef ég verið á 100% styrk. Hins vegar kostar að lifa í stórborg,“ segir Baldvin og tek- ur fram að ofangreindur styrkur muni duga fyrir húsaleigu í New York út árið. Baldvin hóf trompetnám við Tónskóla Sig- ursveins fimm ára gamall og lauk þaðan fram- halds- og burtfararprófi 10 árum síðar. Hann hefur síðan verið við tónlistarnám í Bandaríkj- unum, fyrst við Interlochen Arts Academy í Michigan, síðan við San Francisco Conserva- tory of Music í samnefndri borg og loks hjá Stephen Burns í Chicago. Haustið 2013 hóf hann nám við Manhattan School of Music í New York. Þrátt fyrir ungan aldur, en Baldvin er aðeins 21 árs, hefur hann komið víða við og hlotið ýmsar viðurkenningar. Spurður hvað taki við að útskrift lokinni í árslok segir Baldvin það alveg óljóst. „Ég fór í prufu fyrir mastersnám við Manhattan School of Music og komst inn. Ég á í samninga- viðræðum við stjórnendur skólans sem hafa mjög mikill áhuga á því að ég stundi mast- ersnám við skólann, en ég veit ekki hvort ég læt verða af því. Mig er farið að langa til að vinna,“ segir Baldvin sem er duglegur við að fara í prufuspil, enda dreymir hann um að ráða sig til starfa hjá sinfóníuhljómsveit eða óperu. „Það væri draumur í dós að vera áfram í Bandaríkjunum og vinna þar, en við sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér.“ „Kemur í mjög góðar þarfir“  Úthlutað úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat í 25. sinn  Baldvin Oddsson trompetleikari hlýtur 1,5 milljónir króna til náms erlendis  Lýkur námi frá Manhattan School of Music í New York Morgunblaðið/Eggert Tímamót Baldvin Oddsson tók við styrknum úr hendi Cécile Jacquillat, ekkju Jean-Pierre Jacquillat. Berglind Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur og tekur við stöðunni 15. ágúst af Þorsteini Ásmundssyni sem gegnt hefur starfinu sl. 13 ár. „Berglind er viðskipta- og rekstrarfræðingur að mennt, hún hefur víðtæka reynslu í rekstrar- og mannauðsmálum en hún hefur undanfarin 11 ár starfað sem skrifstofustjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar en þar hafði hún yfirumsjón með fjármálum og rekstri sviðsins,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Berglind segist hlakka til starfsins með leikhúsinu. „Ég hef fylgst með rekstri Borgarleikhússins undanfarin ár og það hefur ekki farið fram hjá nokkrum sem það hefur gert að þar starfar öflugt, faglegt og kröftugt starfsfólk. Ég er þakklát og hlakka til að fá að tilheyra þeim starfshópi og taka þátt í áframhaldandi vel- gengni leikhússins,“ er haft eftir Berglindi í tilkynningunni. Þar kemur fram að alls hafi 56 umsækjendur sótt um starfið. „Á meðal umsækjenda voru margir reyndir og kraftmiklir einstaklingar en einn umsækjandi stóð upp úr og var það Berglind.“ Berglind ráðin framkvæmdastjóri Berglind Ólafsdóttir Flytjendur á Reykjavík Mid- summer Music 2016 í næstu viku verða innlendir og erlendir; Anna Guðný Guðmundsdóttir, Arngunn- ur Árnadóttir, Bjarni Frímann Bjarnason, Bryndís Halla Gylfa- dóttir, Hávarður Tryggvason, Jennifer Stumm, Jerome Lowent- hal, Katie Buckley, Kristinn Sig- mundsson, Matthew Barley, Mel- korka Ólafsdóttir, Pétur Grétars- son, Sigrún Eðvaldsdóttir, Skúli Sverrisson, Steef van Oosterhout, Tai Murray, Ursula Oppens, Vík- ingur Heiðar Ólafsson og Viktoria Mullova. Eins og getið er hér til hliðar verða sérstakir tónleikar á hátíð- inni helgaðir tónskáldinu Jóni Nordal í tilefni af níræðisafmæli hans, en einnig verða flutt á hátíð- inni verk eftir Alban Berg, Antonin Dvorák, Áskel Másson, Béla Bar- tók, Charles Ives, Claude Debussy, Franz Schubert, George Crumb, Giovanni Sollima, Gustav Mahler Hugo Wolf, John Cage, Kaija Saar- iaho, L.v. Beethoven, Luciano Ber- io, Maurice Ravel, Olivier Messia- en, Robert Schumann, Skúla Sverrisson og Toru Takemitsu. Fjöldi flytjenda og verka REYKJAVÍK MIDSUMMER MUSIC 2016 Kristinn Sigmundsson Viktoria Mullova Minningar- sjóður Jean-Pierre Jacquillat, sem var að- alstjórnandi Sinfóníu- hljóm- sveitar Ís- lands (SÍ) á árunum 1980-1986, var stofnaður í apríl 1987, innan við ári eftir að Jean-Pierre lést af slysförum í bílslysi árið 1986. Sjóðurinn veitir árlega efnileg- um tónlistarmanni styrk til framhaldsnáms í tónlist, er- lendis. Jacquillat var fæddur í 1935. Hann lauk tónlistarnámi frá París við Conservatoire Nat- ional Superieur de Musique og starfaði við hljómsveitarstjórn víða um heim. Hann var gesta- stjórnandi við SÍ 1972-80 þegar hann var ráðinn aðalstjórnandi. Sterk tengsl við Ísland MINNINGARSJÓÐUR Jean-Pierre Jacquillat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.