Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM
hjá volvo penta á íslandi
Öflug Volvo Penta þjónusta
Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi
teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum
Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt.
Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa.
HAFÐU SAMBAND Í DAG
• Sími: 515 7070
• Netfang: volvopenta@brimborg.is
• Ný heimasíða: volvopenta.is
Kauptu bestu varahlutina
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta
á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar
okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup.
Vatn er uppspretta hvíldar, vellíðunar og flæðis.
Því fengu sundlaugargestir á öllum aldri í Laug-
ardalslaug að kynnast í gærkvöldi þegar Arn-
björg Kristín Konráðsdóttir leiddi jóga í vatni
við tónlistarflæði frá DJ Margeiri. Jóga í vatni
hefur verið kennt hérlendis í fimm ár.
Í lok tímans fór fram hugleiðsla þar sem iðk-
endur röðuðu sér í hring í grunnu lauginni og
tóku inn heilandi tóna gongsins sem Arnbjörg
spilaði á undir opnum himni. Sólin braust fram
úr skýjunum og sundlaugargestir virtust sælir
og endurnærðir eftir jógatímann.
Jóga í vatni og gong-slökun í Laugardalslaug
Morgunblaðið/Eggert
Nutu sólarinnar og vatnsins með jógaiðkun
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
„Við í atvinnuveganefndinni höfum
lagt okkur sérstaklega eftir því að
greina áhrif samninganna á þessi bú
og við bíðum nú eftir því hvernig
Byggðastofnun ætlar að útfæra
byggðastuðninginn,“ segir Haraldur
Benediktsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og annar varaformaður
atvinnuveganefndar, um áhyggjur
ungra bænda af að þeir hafi gleymst
í umræðu um búvörusamninginn.
Hann segir þær breytingar sem
búvörusamningurinn felur í sér vera
hægar í upphafi og telur að sam-
staða sé í atvinnuveganefnd um að
fyrst verði látið reyna á hvort af-
urðaverð hækki, líkt og samningur-
inn gerir ráð fyrir, og staða þeirra
bænda sem keyptu jörð á síðustu
5-8 árum verði endurskoðuð árið
2019 samhliða samningnum. „Í af-
greiðslu atvinnuveganefndar mun-
um við fjalla um þessi atriði og m.a.
hnykkja á því að við endurskoðun
árið 2019 verði hagsmunir þessara
bænda metnir sérstaklega,“ segir
Haraldur.
Breyta ekki samningnum
Aðspurður hvort hann telji bú-
vörusamninginn fara óbreyttan í
gegnum þingið segir Haraldur: „Al-
þingi hefur í sjálfu sér ekki stöðu til
að breyta honum verulega en við
leggjum áherslu á að samningurinn
komi fljótt til endurskoðunar. Ég
held að það skipti miklu máli að
menn átti sig á að þetta eru tveir
stuttir samningar inni í ramma.
Menn hafa núna miklu meiri tök á
að bregðast við. Ef það er búið að
skekkja stöðu þessa hóps er afstaða
mín að það verði að endurskoða
samninginn með tilliti til þess.“
Ungir bændur eru sáttir
Einar Freyr Elínarson, formaður
Samtaka ungra bænda, segir að al-
mennt séu ungir bændur sáttir með
samninginn. „Maður skilur alveg
sjónarmið þeirra sem komu fram á
laugardaginn að það er fúlt að það
sé búið að spila eftir ákveðnu kerfi
og búið að gera áætlanir langt fram
í tímann og svo breytist það en það
breytir því ekki að það er ákveðinn
tími í samningnum þar sem farið er
hægt í niðurtröppun á greiðslu-
marki og á þeim tíma ættu allir þeir
sem fjárfestu í greiðslumarki á síð-
ustu árum að vera búnir að greiða
upp þessi lán fyrir kvóta. Staða
þeirra helst því óbreytt,“ segir Ein-
ar. Hann segir erfitt að gera öllum
til geðs. „Það myndi flækja samn-
ingsgerðina mikið ef það ætti að út-
búa undanþágur fyrir öll tilfelli og
einhvern tímann verðum við að velja
tímapunkt til að gera breytingar.“
Hagsmunir endurmetnir 2019
Varaformaður atvinnuveganefndar vill sérstaklega endurmeta stöðu ungra bænda árið 2019 For-
maður Samtaka ungra bænda segir sátt ríkja um búvörusamninginn en erfitt sé að gera öllum til geðs
Haraldur
Benediktsson
Einar Freyr
Elínarson
Loðin og skrautleg lirfa sem breytist
í myndarlegt fiðrildi hefur verið að
gera vart við sig í sumarbústaða-
byggð á Suðurlandi þetta sumarið.
Um er að ræða skógbursta, fiðrildi
sem kom fyrst hingað til lands
snemma á 20. öld. „Skógburstinn var
sjaldgæfur þar til loftslag fór að
hlýna. Hann er eitt af dæmunum um
afleiðingar hlýnandi veðurfars,“ seg-
ir Erling Ólafsson skordýrafræðing-
ur.
Sjálf fiðrildin sjást þó sjaldan,
kvendýrin eru vængjalaus og karl-
dýrin flögra ekki um, hvorki að degi
né nóttu. „Sennilega sitja þeir sem
fastast þar til þeir merkja lyktarboð
frá kerlum sem vilja komast á
stefnumót og stefna til þeirra eftir
stystu leiðum,“ segir Erling.
Lirfurnar fara þó ekki framhjá
neinum, enda mjög skrautlegar og
þaðan er nafnið skógbursti komið.
„Lirfurnar vekja athygli fyrir nær
ólýsanlegt hára- og burstaskrúð sitt.
Í glæsileik sínum eiga þær enga sína
líka hér á landi.“ Grunnliturinn er
svartur og bolurinn er alsettur skær-
rauðum blettum og út úr hverjum
þeirra vaxa fjölmörg gulbrún og
brún bursthár sem standa langt út
frá bolnum. „Sá sem sér lirfu skóg-
bursta gleymir henni seint,“ segir
Erling, sem kallar lirfuna stundum
diskódýr þar sem útlitið er svolítið
fríkað. erla@mbl.is
Diskódýr í sumarbústöðum
Lirfan skógbursti
hreiðrar um sig
Ljósmyndir/Erling Ólafsson
Lirfa Skógburstinn er um 16 mm að
lengd og ber skrautleg hár.
Karldýr Aðeins karlinn hefur
vængi, en hann kýs að nota þá lítið.
Áfram má gera
ráð fyrir norð-
lægri átt og ein-
hverri vætu um
landið í vikunni,
en næsta helgi
gæti orðið mjög
góð ef marka má
spár, að sögn
Björns Sævars
Einarssonar, veð-
urfræðings á
Veðurstofu Íslands.
Í dag og á morgun er áfram norð-
læg átt og einhver væta um norðan-
og austanvert landið en helst að
mestu þurrt suðvestan til. Á laug-
ardag er útlit fyrir besta veður víða
um land og hita á bilinu 12 til 18 stig.
Áfram væta um
landið í vikunni
Sól Spáð er góðu
um næstu helgi.
Karlmaður sem var fluttur alvar-
lega slasaður á slysadeild eftir um-
ferðarslys á Reykjanesbrautinni við
Mjódd á föstudag er ennþá á gjör-
gæslu Landspítalans.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
var um harðan árekstur að ræða.
Dráttarbíll var að taka upp kyrr-
stæðan bíl við Breiðholtsbrúna á
Reykjanesbraut þegar ekið var aft-
an á þá. Ökumenn bílanna voru ein-
ir í þeim og voru báðir fluttir á
slysadeild. Vegurinn var lokaður
um tíma vegna slyssins.
Enn á gjörgæslu eft-
ir harðan árekstur
Einar Freyr Elínarson, formaður
Samtaka ungra bænda, segir
engan ugg í ungum bændum
vegna búvörusamningsins og
segir hann þvert á móti bera
með sér margar jákvæðar
breytingar. „Við sjáum tækifæri
í þessum samningi. Ég held að
það séu flestir á þeirri línu enda
var samningurinn samþykktur í
kosningu af bændum.“
Enginn uggur
meðal ungra
TÆKIFÆRI Í SAMNINGNUM