Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 1. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  160. tölublað  104. árgangur  DAUÐA- MÁLMUR OG SVARTMÁLMUR GÓÐUR DAGUR FYRIR ÍSLENSK- AR KONUR BÓKIN TRAUSTIR HLEKKIR GEFIN ÚT Á TÍMAMÓTUM EM Í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTIR ODDFELLOWREGLAN 26EISTNAFLUG 29  Þegar fyrirtæki velur fræga manneskju til að auglýsa vöru þarf að vanda valið því meðfædd svipbrigði fólks gefa ákveðnar til- finningar til kynna. Bros getur ekki falið reiðilega drætti í andliti og tár á hvarmi dylur það ekki ef andlitið er gleðilegt frá náttúr- unnar hendi. Inga Minelgaite Snæbjörnsson og Egle Vaiciukynaite greindu andlit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu með sérstökum hug- búnaði. Kom í ljós að andlit þeirra sumra gefa til kynna undrun, gleði og jafnvel andstyggð. Andlitið á Cristiano Ronaldo hefur mikið verið rannsakað með tilliti til hvernig best er hægt að nýta ásjónu portúgölsku knatt- spyrnuhetjunnar í auglýsingum. » 14 Hittir andlitið í mark fyrir auglýsingar? AFP Tilfinning Svipbrigði Arons Einars Gunn- arssonar þykja gefa til kynna reiði. Portúgalar standa uppi sem sigurvegarar á Evrópumótinu í knattspyrnu eftir að hafa lagt Frakka að velli í framlengdum leik í gærkvöldi. Éder, leikmaður Lille í Frakklandi, skoraði eina mark leiksins á 109. mínútu. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Portúgala, en þeir lutu í lægra haldi í síðasta úrslitaleik sínum gegn Grikklandi í Portúgal árið 2004. Ronaldo, skærasta stjarna portúgalska liðsins, var borinn meiddur af velli eftir einungis 25 mínútna leik, en það kemur maður í manns stað og ef eitthvað er þá efldist leikur Portúgala við skiptinguna. Frakkar fengu nokkur góð færi til þess að gera út um leikinn áður en Portúgalar skoruðu en allt kom fyrir ekki. Mikil stemning var á EM-torginu á Ingólfstorgi í gærkvöldi þar sem leik- urinn var sýndur á risatjaldi og fjölmargir fótboltaglaðir áhorfendur höfðu lagt leið sína þangað til að fylgjast með. Meðal annars voru þar sam- an komnir allmargir stuðningsmenn Portúgala og fögnuðu þeir af miklum krafti í leikslok þegar úrslit leiksins lágu fyrir. » Íþróttir Portúgalar krýndir Evrópumeistarar Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu lauk í gærkvöld AFP Sigurvegarar Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgalar sigra á stórmóti og var sigrinum vel fagnað, en Portúgalar lentu í þriðja sæti árið 2012 í Póllandi og Úkraínu og í öðru sæti í Portúgal árið 2004. Íslendingar gerðu eftirminnilega 1-1 jafntefli við Portúgala í fyrsta leik liðanna á þessu Evrópumóti. Morgunblaðið/Eggert Gleði Stuðningsmenn Portúgala á Ingólfstorgi fögnuðu sigrinum ákaft. Fyrirtækið Arc- tic-resources (ARC), sem er að stórum hluta í eigu Íslendinga, hefur á undan- Sförnum árum fjárfest í gull- og sinknámum á Grænlandi. Nám- unum hafði áður verið lokað en rannsóknir fyrirtækisins hafa gefið góð fyrirheit og vonir standa til að hefja framleiðslu að nýju. Gullnáman nefnist Nalunaq og er í Kirkespirdalen á Suður-Grænlandi. Sinknáman kallast Black Angel og er í norðvesturhluta Grænlands. Að sögn Elds Ólafssonar, stofnanda ARC, er eiginleg vinnsla ekki hafin og hefur mest áhersla verið lögð á rannsóknir sem gefa góða raun. „Það höfðu ekki verið tekin saman söguleg rannsóknargögn úr gull- námunni fyrr en við gerðum það. Hópur 30 sérfræðinga var settur saman til að greina gögnin og byggja upp jarðfræðileg líkön til að ákveða hvaða rannsóknir ætti að fara í næst,“ segir Eldur. Meðal rannsóknaraðferða var flugferð með fjallaklifursmenn til að skoða gullæð sem talið var að kæmi úr fjallinu hin- um megin við það sem þáverandi vinnsla fór fram. „Það var töluvert flókið því þar er 400 metra þverhnípi á fjalli sem er 1.300 metrar á hæð. Klifurmennirnir sigu niður fjallið eftir að hafa verið hent út úr þyrlu og úr varð að við náðum að taka sýni úr fjallinu sem sýndi að þar er sama gullæð og unnið hefur verið úr í fjall- inu. Áður var talið að ekki væri mik- ið meira gull í námunni,“ segir Eld- ur. vidar@mbl.is »4 Eiga gullnámu á Græn- landi  Íslenskt fyrirtæki rannsakar gullnámu Gull Náman er á Grænlandi.  Margir hafa gert athugasemdir við drög að nýju frumvarpi um mannanafnalög sem innanrík- isráðuneytið hefur sett fram. „Það er svo margt skrítið við þetta frumvarp að ég botna ekkert í því,“ segir Guðrún Kvaran prófess- or. Hún segir frumvarpið færa all- an rétt til foreldra en skilji engan eftir handa barninu. Enginn muni hafa heimild til að ræða við for- eldra um hvort nafnið sé barninu fyrir bestu. Þórarinn Eldjárn rithöfundur er hissa á tillögum ráðuneytisins. „Oft er á bak við þetta sú trú sem er hjá mörgum Íslendingum að allar regl- ur og lög sem snúa að verndun tungumáls eða málhefða sé eitt- hvert séríslenskt fyrirbæri sem hvergi þekkist annars staðar á byggðu bóli. Þetta er gríð- arlegur misskiln- ingur,“ segir Þórarinn. Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti, segir að í mörgum nágrannalöndum okkar gildi strangar reglur um nafnaskráningar, ættarnöfn og staf- setningu nafna. Hins vegar hafi ný- legir dómar sýnt fram á það að nauðsynlegt sé að gera endurbætur á lögunum. »9 Efins um nýtt frumvarp um mannanöfn Nafn Hvað á barnið að heita?  Til stendur að afnema vinstri beygju frá Hafnavegi út á Reykja- nesbraut. Banaslys varð á gatna- mótunum á fimmtudag. Slysið er áttunda banaslysið í umferðinni á árinu. „Þegar útboð var gert á hringtorginu við Fitjar hefði síð- asta verkið í þeirri vinnu átt að vera að taka vinstri beygjuna frá Hafnavegi út á Reykjanesbraut af,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar. Verkið tafðist hins vegar vegna veðurs. Nú hefur verið samþykkt að gera undirgöng á þessum vegar- kafla og segir G. Pétur að hent- ugast sé að vinna að þessum verk- efnum samtímis, sem fyrst. »6 Afnema vinstri beygju við Hafnaveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.