Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016 www.fr.isSylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala Brynjólfur Þorkellsson Sölufulltrúi FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Elvar Ingimundarson elvar@mbl.is „Almennt séð er öll svona und- anlátssemi og uppgjöf gagnvart frelsiskreddukjaftæðinu mjög slæm,“ segir Þórarinn Eldjárn, rit- höfundur um drög innanríkisráðu- neytisins að frumvarpi um manna- nafnalöggjöf. Samkvæmt frumvarpinu verða felld niður ákvæði um hámarks- fjölda nafna, ákvæði um að nöfn barna skuli vera íslensk, ákvæði um að stúlkur skuli fá kvenmannsnafn og drengir karlmannsnafn, ákvæði um að nafn megi ekki vera barni til ama, ákvæði um að börn séu kennd við foreldra sína hafi þau ekki ætt- arnafn og ákvæði um fjölda nafna- breytinga. Einnig er fellt úr gildi bann við nýjum ættarnöfnum og vernd eldri ættarnafna felld niður. Samkvæmt frumvarpinu er kenni- tölunni ætlað að taka við sem meg- ineinkenni einstaklingsins enda sé hún sérstakt og einkvæmt persónu- auðkenni. Engin vernd fyrir börn Helstu rökin fyrir þessari nýju lagasetningu eru þau að því sjón- armiði hafi vaxið ásmegin að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sín- um og barna sinna sé ríkari en hags- munir samfélagsins af því að tak- marka þennan rétt. „Það fellur burt öll vernd nafnbera fyrir óheppileg- um eða íþyngjandi nöfnum,“ segir Þórarinn. Réttur foreldranna sé því algjör en barnsins enginn. „Það sem mér finnst óheppilegt er þessi krafa um að fallið sé frá öll- um reglum og venjum í nafni frels- is,“ segir Þórarinn og spyr hvort ekki sé þá líka réttast að fella niður allar reglur um stafsetningu og mál- far þar sem þær hefti líka frelsi fólks. Ekki sér íslenskt fyrirbæri „Í nágrannalöndum okkar hefur mannanafnalöggjöf verið umdeild en hún er víða byggð á því að menn vilja standa vörð um sín ættarnöfn. Það eru stífar reglur um skráningu nafna í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. Í Austur-Evrópu eru svo víða strangar reglur um stafsetningu nafna sem komu þannig til að eftir fall Sovétríkjanna vildu nýju ríkin standa vörð um sitt tungumál,“ seg- ir Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti, en hann segir Mannréttindadómstól Evrópu hafa komist að þeirri niðurrstöðu að slík löggjöf sé í lagi og brjóti ekki í bága við mannréttindi. Hann segir nýlega dóma á Íslandi þó benda til þess að full ástæða sé til þess að lagfæra mannanafnalöggjöfina hér á landi. Kenninöfn í hættu „Ég segi nú ekki að það þurfi að hafa vit fyrir öllum en það hefur stundum þurft að ræða við fólk hvort það sé búið að hugsa hvernig verði fyrir barn að bera ákveðið nafn alla ævi,“ segir Guðrún Kvaran prófessor sem lengi sat í manna- nafnanefnd. Hún segir þó mestu hættuna vera þá að kenninafnasiðurinn hverfi úr málinu og ættarnöfn taki við. Kenninafnasiðurinn, það að kenna sig við föður eða móður, er forn- germanskur og eru Íslendingar í hópi örfárra þjóða sem hafa haldið honum við. „Ég vil heldur láta leggja niður ættarnöfn, þar á meðal mitt eigið fremur en að gefa ætt- arnöfn algjörlega frjáls. Við höfum ein þjóða í Vestur-Evrópu varð- veitt kenninafnakerfið en það var fljótt að hverfa á hinum löndunum á Norðurlönd- unum þegar ættarnöfn voru tekin upp fyrir heilar fjöl- skyldur,“ segir Guðrún. Hún segir lögin um milli- nöfn hafa verið gerð fyrir fólk sem vildi hafa vísi að ættarnafni en það gat þá skýrt millinafni eins og Viðfjörð en samt haldið föð- urnafni. Engin vernd fyrir nafnbera  Innanríkisráðuneyti leggur fram drög að nýju frumvarpi  Vilja fella niður flestar reglur um mannanöfn  Víða stífar reglur um skráningu nafna, ættarnöfn og stafsetningu nafna erlendis Morgunblaðið/Alfons Finnsson Börn Einstaklinga framtíðarinnar vill ríkið þekkja sem kennitölur fremur en nefnda menn enda verður öllum frjálst að breyta nafni sínu að vild. Það þykir ef til vill ekkert sér- staklega íslenskt að bera ætt- arnafn en 1915 voru sett lög sem heimiluðu mönnum að bera ættarnafn gegn greiðslu. Þeir sem þegar báru ætt- arnafn þurftu að greiða tvær krónur fyrir að halda því en aðrir gátu sótt um ættarnafn- sleyfisbréf fyrir tíu krónur og máttu þá ekki aðrir en ætt- menni þeirra bera það eft- irnafn. Lögunum var síðan breytt 1925 og ný ættarnöfn bönnuð. „Mörg ættarnöfn urðu til þegar Íslendingar bjuggu til danska útgáfu af nöfnum sínum. Þannig urðu til ætt- arnöfn eins og Thoroddsen og Thorarensen,“ segir Þór- arinn Eldjárn rithöfundur. Hann segir einnig hafa verið nokkuð um það að menn hafi tekið upp eiginnöfn eins og Eld- járn eða örnefni eins og Breiðfjörð sem ættarnöfn. Ættarnöfn til sölu á 10 kr. ÍSLENSK ÆTTARNÖFN Þórarinn Eldjárn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.