Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
✝ María DröfnJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
þann 21. ágúst 1965.
Hún lést eftir lang-
varandi veikindi á
Hjúkrunarheim-
ilinu Hrafnistu á
Nesvöllum í Reykja-
nesbæ 3. júlí 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
María Kröyer, f. 10.
nóvember 1938, d. 14. desember
1996, og Jón Páll Vilmar Guð-
mundsson, f. 9. september 1935,
d. 5. maí 2015.
María kynntist ung sambýlis-
manni sínum til margra ára,
Gunnari S. Auðunssyni, og sam-
an eignuðust þau
börnin Guðmund
Auðun, f. 2. október
1990, og Guðbjörgu
Maríu, f. 8. júní
1993, hennar maki
er Ingi Þór Reyn-
isson. Gunnar og
María slitu sam-
vistum árið 2012.
Systkini Maríu eru
Valgerður Braun, f.
1960, gift Cal Braun,
Guðmundur Ingi, f. 1962, giftur
Bjarneyju Ó. Gunnarsdóttur, Íris,
f. 1964, gift Gísla Harðarsyni, og
Þór Viðar, f. 1973.
Útför hennar fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag, 11. júlí
2016, klukkan 15.
Elsku mamma okkar.
Síðustu vikur hafa verið mjög
erfiðar fyrir okkur öll en veikind-
in þín voru farin að segja til sín,
líkaminn orðinn þreyttur og löng
barátta þín á enda. Við skiljum
vel að þú hafir ekki getað meir
enda hefur þú barist við hindr-
anir lífsins í svo langan tíma. Við
dáumst að því hversu sterk þú
varst og við huggum okkur við
það að nú ert þú farin á betri stað
og sameinuð foreldrum þínum.
Þú varst svo sterk og falleg
persóna og þú þurftir að yfirstíga
svo margar hindranir í lífinu en
gerðir það með æðruleysi og
miklum krafti.
Við eigum svo margar góðar
minningar sem við munum aldrei
gleyma heldur munu þær vera í
hjarta okkar alla tíð.
Þú hafðir svo gaman af því að
elda og þér fannst gaman að prófa
að gera nýja rétti. Stundum voru
eldaðir tveir réttir á kvöldin svo
allir væru glaðir. Það lýsir þínum
persónuleika svo vel að þú settir
alltaf alla aðra í forgang og þú
vildir að allir yrðu ánægðir.
Síðustu ár eyddir þú svolitlum
tíma í að mála myndir og erum við
svo heppin að eiga þær. Fyrir
nokkrum árum var haldin hand-
verkasýning á Nesvöllum þar
sem nokkrar af myndum þínum
voru sýndar. Stoltið skein svo af
þér og þú varst svo glöð. Við vor-
um líka ótrúlega stolt af þér og
munum alltaf vera það. Þetta var
ótrúlega góður dagur sem situr í
minni okkar. Við hittum marga
sem hrósuðu myndunum þínum
og þær munu skreyta okkar veggi
um ókomna tíð.
Þú varst okkar stuðnings-
maður númer eitt, þú mættir á
alla leiki og öll mót, keyrðir
okkur á allar æfingar og sást til
þess að allt væri á hreinu. Dag-
urinn þinn var gjörsamlega
sniðinn að okkar dagskrá og
gerðirðu allt í þínu valdi til að
gera okkur hamingjusöm. Við
verðum þér ævinlega þakklát
fyrir allt sem þú gerðir fyrir
okkur og allt sem þú kenndir
okkur og við erum svo stolt að
hafa átt þig sem mömmu okkar
og þakklát fyrir þennan tíma
sem við áttum saman.
Það skipti engu máli hvað við
tókum okkur fyrir hendur, þú
studdir okkur alltaf jafn mikið.
Við munum sakna þín alla
daga, elsku mamma, og okkur
verkjar að vita til þess að þú færð
ekki að fylgja okkur lengur í
gegnum lífið en við lofum þér því
að lifa lífinu til fulls og halda
minningu þinni á lofti. Við hlökk-
um til þess að segja börnunum
okkar frá þér því þú varst með
svo fallegt hjarta og gafst svo
mikið af þér.
Við vitum að þú munt fylgja
okkur hvert skref. Við elskum
þig svo mikið, mamma, hvíldu í
friði.
Þín börn
Guðmundur Auðun og
Guðbjörg María.
Okkar yndislega systir hefur
nú kvatt okkur alltof ung, en
veikindi hennar náðu loksins yf-
irhöndinni þegar hún lést þann 3.
júlí. Nú er komið að kveðjustund
og með nokkrum orðum langar
okkur að minnast okkar yndis-
legu systur, hennar Mæju.
Á þessari stundu rifjum við
systkinin upp margar yndislegar
minningar frá barnæsku þar á
meðal í Kinnunum og á Kletta-
hrauni þar sem við brölluðum
ýmislegt saman, æskuminningar
sem ljóma. Við vorum mjög sam-
heldin enda ekki langt á milli
okkar eldri systkina í árum og
svo pössuðum við öll vel upp á
þann yngsta. Við áttum þar ótelj-
andi góðar stundir og góða
áhyggjulausa æsku. Mæja átti
góðan vinkonuhóp og tilheyrði
hún allavega tveim saumaklúbb-
um sem hún hafði yndi af að
mæta í. Við áttum öll svo frábær-
ar stundir saman.
Þegar við fjölskyldan fluttum
til Calgary í Kanada í lok árs 1981
þá kom það sér vel fyrst um sinn
að vera svona samrýmd og náin.
Mæja fór í High School ekki tal-
andi mikla ensku en útskrifaðist
síðan einu og hálfu ári síðar með
verðlaun fyrir framúrskarandi ár-
angur. Að námi loknu ákvað
Mæja að fara heim til Íslands og
vinna í nokkra mánuði áður en
hún færi í framhaldsnám. En hún
ílengdist eftir að hún og Gunni
endurnýjuðu kynni sín. Þau hófu
sambúð fljótlega eftir þetta og
eignuðust sín tvö yndislegu börn,
Guðmund Auðun og Guðbjörgu
Maríu.
Í apríl 1994 hrundi hennar
heimur eins og hún þekkti hann
þegar hún fékk heilablóðfall að-
eins 29 ára gömul, sem var þvílíkt
áfall fyrir okkur öll og þá sérstak-
lega fyrir Gunna og börnin þeirra
sem voru rétt tæplega eins árs og
fjögurra ára. María hóf þvílíka
baráttu til að komast til heilsu
aftur og tókst henni það með
ótrúlegum árangri með þvílíkri
elju og þrjósku. Öll fjölskyldan
hennar báðum megin lagðist á
eitt að hjálpa og studdu þau eins
og hægt var fyrsta árið á meðan
hún var meira og minna í end-
urhæfingu á Grensás og á
Reykjalundi.
Við eigum öll yndislegar minn-
ingar um góða stúlku sem lifði
fyrir börnin sín og gerði allt sem í
hennar valdi stóð og studdi hún
dyggilega við bakið á þeim. Þeg-
ar það fór að halla verulega und-
an fæti hjá henni þá tóku þau við
að hugsa um móður sína og gerðu
það vel. Síðastliðin ár voru erfið
þar sem líkaminn gaf sig mjög
hratt en dugnaðurinn í henni var
ótrúlegur. Hún var alltaf bros-
andi út að eyrum þegar við kom-
um í heimsókn til hennar og það
þurfti ekki mikið til að gleðja
hana. Iðulega komum við með
eitthvað gott að borða handa
henni eða elduðum saman með
henni og að sjálfsögðu var mar-
engsterta oft í eftirrétt.
Líf þitt var þrautarganga síð-
astliðin ár, elsku systir, en þú
tókst því með jafnaðargeði og
kvartaðir aldrei. Þín verður sárt
saknað. Minning þín er ljós í lífi
okkar. Hvíl í friði.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.(H.J.H.)
Íris, Vala, Ingi, Þór og
fjölskyldur okkar.
Elsku María mín.
Einhvern veginn grunaði mig
á föstudagskvöldið að þetta væri í
síðasta skipti sem ég sæi þig á
lífi. Þakka fyrir að ég kyssti þig á
ennið og mikið var erfitt á leið-
inni út frá þér.
Þetta er svo óréttlátt og sorg-
legt að þú sért farin en í leiðinni
er ég þakklát. Lífið var þér erf-
itt síðustu ár og þú fékkst hvíld-
ina.
Ég þakka fyrir góðu og
skemmtilegu stundirnar okkar
saman í gegnum tíðina. Bæði úr
Hafnarfirði sem skólasystur og
svo tókum við upp þráðinn þegar
ég flutti í Keflavík .
Það var alltaf notalegt að kíkja
á þig í morgunkaffi á Kirkjuveg-
inum.
Þú lifðir fyrir börnin þín tvö og
heimilið.
Þín verður sárt saknað og
sendi ég Guðbjörgu, Guðmundi
og ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Hörpu þinnar ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Anna Helga Gylfadóttir.
Í dag kveð ég þig, yndislega
vinkona, og ég veit að eftir erfið
veikindi ertu núna komin á betri
stað.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku María mín, takk fyrir
allt.
Þín vinkona
Guðrún.
María Dröfn
Jónsdóttir
✝ Sveinn MagniDaníelsson
fæddist á Akureyri
1. júní 1934. Hann
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 3. júlí
2016.
Foreldrar Sveins
Magna voru hjónin
Sigríður Guð-
mundsdóttir frá
Dæli í Fnjóskadal, f.
1903, d. 1985, og Daníel Krist-
insson frá Kerhóli í Sölvadal, f.
1902, d. 1987. Systur Sveins
Magna eru Halla Daníelsdóttir, f.
1938 og Auður Daníelsdóttir, f.
1947.
Sveinn Magni kvæntist 28.
mars 1959, Fanneyju Dóru Krist-
mannsdóttur, f. 1.2. 1932. For-
eldrar Fanneyjar voru Kristmann
Runólfsson frá Ásláksstöðum á
Vatnsleysuströnd, f. 1886, d. 1954,
og Þuríður Ingibjörg Klemens-
dóttir frá Minni-Vogum á Vatns-
leysuströnd, f. 1888, d. 1968. Börn
Sveins Magna og Fanneyjar eru:
1) Ingibjörg, f. 1955. 2) Sigurður
Daníel, f. 1959, d. 2002. Börn: a)
Sveinn Fannar, f. 1993, b) Freyr
Brynjólfur Sveinsson, f. 1975.
Þau eiga þrjú börn; Bjarklindi
Ástu, Bjarna Guðjón og Ingþór
Bjarka. c) Gretar Óli, f. 1983.
Sambýliskona Berglind Jónasar-
dóttir, f. 1986. Þau eiga þrjú
börn; Helenu Ýr, Kristófer Mána
og óskírða stúlku.
Uppeldissonur Sveins Magna
og sonur Fanneyjar úr fyrra
sambandi er Birgir Þór Sig-
urbjörnsson, f. 1950. Eiginkona
hans er Kristín Haraldsdóttir, f.
1952. Börn: a) Gunnar, f. 1974, d.
2000. Móðir Salóme Rannveig
Gunnarsdóttir, f. 1952. b) Árni
Þór, f. 1978. Eiginkona Guðbjörg
Jónmunda Pétursdóttir, f. 1975.
Þau eiga tvö börn; Lilju Ósk og
Kristínu Eyju. c) Berglind, f.
1984. Eiginmaður Páll Ingi Ingj-
aldsson, f. 1984. Þau eiga tvö
börn; Söndru Björk og Birgi
Inga. d) Karen, f. 1992.
Sveinn Magni ólst upp á Akur-
eyri. Hann stundaði nám við
Menntaskólann á Akureyri og
lauk síðan skipstjórnarprófi frá
Sjómannaskólanum í Reykjavík.
Hann fluttist til Reykjavíkur upp
úr tvítugu þar sem hann kynntist
Fanneyju sem varð hans lífs-
förunautur. Sveinn Magni stund-
aði sjómennsku mestalla ævina,
fyrst á fiskiskipum og síðan á
kaupskipum Eimskipafélagsins.
Jarðarförin fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 11. júlí 2016,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Saputra, f. 1995.
Móðir þeirra er
Erika E. Indaryanti,
f. 1970. 3) Vignir, f.
1964, kvæntur
Önnu Hauksdóttur,
f. 1965. Börn: a)
Anna Lind, f. 1990.
Sambýlismaður
Björn Sævar
Björnsson, f. 1990.
Þau eiga Emilíu
Lind. Anna á einnig
Daníel Mána, faðir Sindri Sig-
urðsson, f. 1990. b) Fanney Lilja,
f. 1992. Sambýlismaður Bjarni
Heiðar Halldórsson, f. 1986.
Barn þeirra er Halldór Vignir. 4)
Rósa, f. 1967. Eiginmaður Ágúst
Heimir Ólafsson, f. 1967. Börn: a)
Daníel, f. 1996 b) Þórður, f. 1998.
Sonur Sveins Magna úr fyrra
sambandi er Ingþór Arnar, f.
1956. Móðir hans er Birna Sig-
urvinsdóttir, f. 1931, d. 2015.
Sambýliskona Ingþórs er Ásta
Þórsdóttir, f. 1956. Börn: a) Vign-
ir Arnar, f. 1974. Sambýliskona
Hulda Mekkín Hjálmarsdóttir, f.
1969. Þau eiga þrjú börn; Egil
Má, Arnar Val og Katrínu Rós. b)
Anna María, f. 1978, eiginmaður
Ég kveð elskulegan tengdaföð-
ur minn og vin, Svein Magna. Þar
fer góður drengur, ástkær afi
drengjanna minna. Við kynnt-
umst í Hjallaselinu fyrir 30 árum
þegar ég fór að venja komur mín-
ar þangað að gera hosur mínar
grænar fyrir dóttur hans. Ég man
vel hversu hrifinn ég var af Rósu
og líka hversu vel mér líkaði við
foreldra hennar.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar horft er til baka.
Sérstaklega man ég eftir ferð
sumarið 1988 með Svenna og
dætrum hans, Ingibjörgu og
Rósu. Við gistum á Rauðamýri hjá
foreldrum mínum en Svenni naut
þess að vera í sveitinni, hvort
heldur var við veiðar eða berja-
tínslu. Síðan var ferðinni heitið
norður í land og tjaldað og grillað á
hverju kvöldi. Kvöld eitt var áð við
Mývatn í sólskini og mikilli hita-
mollu. Ég og stelpurnar skriðum
inn í tjaldið, gátum ekki verið úti
fyrir bitmýi, en tengdapabbi
kveikti upp í grillinu og stóð yfir því
hulinn af mýi en haggaðist hvergi.
Kom síðan inn með þessa líka
dásamlega steik, hann lét sér fátt
um finnast mýgerið sem var allt
um kring meðan hann grillaði.
Tengdapabbi var sannarlega góður
kokkur. Hann naut þess að elda og
frægastar eru fiskibollurnar hans,
þvílíkt bragð!
Árlegar veiðiferðir okkar vestur
í Hvannadalsá í Djúpi eru mér afar
minnisstæðar. Ferðir sem skildu
eftir margar yndislegar minningar
um samverustundir með þessum
góða dreng. Eitt sinn vorum við að
ljúka veiðum fyrir vestan og höfð-
um veitt vel eins og oft. Við
ákváðum að henda nokkrum flugu-
köstum yfir fljótið í kveðjuskyni,
ekki of mörgum þar sem við vorum
á leiðinni í Stykkishólm þar sem
Rósa beið okkar. Í þriðja kasti kom
höggið, og þvílíkt högg! Laxinn
kom uppúr, tók fluguna á yfirborði
vatnsins og keyrði niður í hylinn af
miklu afli. Þetta er alvöru fiskur,
sagði Sveinn og það var sannarlega
rétt. Við skiptumst á að takast á við
fiskinn en viðureignin tók níu
klukkustundir, loks sigraði þessi
silfraði höfðingi og hvarf í hylinn
með fluguna í munnvikinu til minn-
ingar. Daginn eftir sást til risafisks
í Árdalsfossi sem átti fáa sína líka.
Oft höfum við tengdapabbi yljað
okkur við að rifjað upp þessa
mögnuðu klukkutíma, minningu
sem ekki gleymist. Löngu eftir að
hann var kominn með Alzheimer
þá tókst hann allur á loft og brosti
sínu breiðasta þegar ég rifjaði upp
söguna af risanum í Hvannadaln-
um.
Sveinn var alltaf tilbúinn að
hjálpa. Þegar drengirnir okkar
Rósu, Daníel og Þórður, voru litlir
þá kom hann iðulega í Básbryggj-
una og vakti yfir þeim ef við brugð-
um okkur af bæ. Þegar við hringd-
um kom strax svarið „Já ég kem“.
Drengjunum líkaði afar vel að afi
kæmi að passa þá, það var bara
gaman.
Það er komið að leiðarlokum.
Ég sendi öllum aðstandendum
mínar innilegustu samúðarkveðjur
og þakka fyrir allar minningar um
samveru með Sveini og fjölskyldu.
Ég minnist þín í vorsins bláa veldi
er vonir okkar stefndu að sama marki,
þær týndust ei í heimsins glaum og
harki,
og hugann glöddu á björtu sumarkveldi.
Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum,
og ljóðsins töfraglæsta dularheimi.
Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi,
í ljóssins dýrð, á hugar vængjum þínum.
Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægur-glys.
Á horfna tímans horfi ég endurskin,
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr.)
Hvíl í friði, vinur.
Ágúst Heimir Ólafsson.
Elsku afi.
Það er skrítin tilfinning að
hugsa til þess að þú sért farinn, eft-
ir löng veikindi er svo óraunveru-
legt að þetta sé búið, og þú sért
ekki lengur meðal okkar. Sam-
bland af sorg og létti fyllir hjarta
mitt. Fréttirnar af andláti þínu
tóku meira á mig en ég bjóst við.
Síðustu ár hafa verið erfið, og á
meðan minnið hvarf frá þér leyfði
maður sér heldur ekki að hugsa
nógu mikið um minningarnar held-
ur að halda áfram og sætta sig við
kominn hlut, njóta tímans.
Síðan ég fékk símtalið um að þú
værir búinn að kveðja okkur hef ég
eytt meiri tíma í að hugsa um minn-
ingarnar og manninn áður en veik-
indin herjuðu á. Ég gerði mér ekki
grein fyrir því fyrr en núna hversu
rosalega mikið ég sakna þín, og
hvað ég hef saknað þín lengi. Minn-
ingarnar hellast yfir og söknuður-
inn og sársaukinn er mikill. En það
er svo gott að leyfa sér loksins að
minnast þessa yndislega manns,
afa míns.
Sem barn bjó ég ekki nálægt
ömmum mínum og öfum. En ég
man alltaf hversu skemmtilegt var
að koma til Reykjavíkur og alltaf
var mest spennandi að fara á
Laugaveginn og að heimsækja
ömmurnar og afana mína. Mér
fannst alltaf jafn gaman að koma í
Kópavoginn, enda gat maður alltaf
treyst á rólegt og þægilegt and-
rúmsloft, langt og gott spjall,
skemmtilegar sögur og kennslu-
stund á hljómborðið. Það var alltaf
gott að hitta afa, því að ástin og
gleðin yfir að hitta mann sást alltaf
í augunum á honum og hlýjunni
sem stafaði frá honum, og faðmlög-
in alltaf svo innileg. Enda var hann
einstaklega hlýr og ljúfur maður.
Honum fannst fátt skemmti-
legra en að vera með fulla sjón-
varpsstofu af börnum, hoppandi úr
gluggakistunni á rúmið, vaggandi í
lazy boy stólunum og spjallandi um
Sveinn Magni
Daníelsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
VALBORG JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR
frá Neskaupstað,
lést á hjúkrunardeild FSN. Hún verður
jarðsungin í Norðfjarðarkirkju
miðvikudaginn
13. júlí klukkan 14.
.
Ólafur Hauksson, Svala Guðjónsdóttir,
Sigurbergur Hauksson, Álfdís Ingvarsdóttir,
Þór Hauksson, María Kjartansdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN HÖRÐUR INGÓLFSSON
tannlæknir,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 7. júlí.
Útförin fer fram föstudaginn 15. júlí kl.
13 frá Bústaðakirkju í Reykjavík.
.
Þórey S. Guðmundsdóttir,
Ingólfur Kristjánsson,
Jón Egill Kristjánsson,
Sigurður Kristjánsson
og fjölskyldur.