Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 23
Sjúkrahúsapóteksins 2001-2005, í
stjórn Samtaka fjárfesta 2001-2007, í
stjórn Kauphallar Íslands og tengdra
fyrirtækja 2004-2006, stjórnar-
formaður Samkeppniseftirlitsins
2005-2009, sat í úthlutunarnefnd út-
flutningsverðlauna forseta Íslands
2005 og 2006, var formaður stjórnar
Málræktarsjóðs 2006-2009, í stjórn
Orkuveitu Reykjavíkur og tengdra
fyrirtækja frá 2011. Hann hefur ritað
fjölda greina um viðskipti og efna-
hagsmál í blöð og tímarit og tvær
bækur.
Taplaus knattspyrnuferill
Þú ert úr Vesturbænum, Gylfi.
Varstu ekki í KR?
„Jú, jú, ég var KR-ingur en knatt-
spyrnuferillinn varð ekki langur. Ég
fór á eina æfingu í 5. flokki, lék síðan
einn leik og við sigruðum. Þá hætti
ég á toppnum. Annars er ég farinn að
hallast að Gróttu þar sem ég bý á
Nesinu en það eru nú ekki alvarleg
tryggðarof enda er Grótta líklega
systurfélag KR.
En ég hef verið duglegur að
hlaupa og hljóp meira að segja nokk-
ur maraþon á tíunda áratugnum.
Auk þess er ég í gönguhópnum Pollý-
önnu sem gengur árlega á fjöll.
Ég hef líka verið með ljósmynda-
dellu frá 12 ára aldri, var með fram-
köllunarherbergi og allar græjur.
Þetta stúss missti svolítið sjarmann
þegar það varð stafrænt en er nú
samt miklu þægilegra. Nú felst
sjarminn einkum í því að ég tek aðal-
lega myndir af börnunum mínum og
eiginkonunni.
Svo má auðvitað geta þess í lokin
að það fer mikill tími í það að vera
fimm barna faðir og það eru auðvitað
bestu stundirnar sem maður á með
fjölskyldunni.“
Fjölskylda
Eiginkona Gylfa er Hrafnhildur
Stefánsdóttir, f. 14.11. 1969, upplýs-
ingafræðingur og skjalastjóri Sam-
taka atvinnulífsins. Foreldrar henn-
ar: Stefán J. Hreiðarsson, f. 28.7.
1947, læknir, og Margrét O. Magn-
úsdóttir, f. 17.5. 1949, lífeindafræð-
ingur.
Börn Gylfa og Hrafnhildar eru
Margrét Ragna, f. 22.10. 1998, nemi í
MR; Magnús Jóhann, f. 6.9. 2001;
Stefán Árni, f. 22.7. 2003; Dóra Elísa-
bet, f. 22.3. 2007, og Jóna Guðrún, f.
22.3. 2007.
Systkini Gylfa eru Jóhann Þór
Magnússon, f. 13.3. 1955, rafmagns-
verkfræðingur á Seltjarnarnesi; Sig-
ríður Dóra Magnúsdóttir, f. 13.5.
1959, heimilislæknir á Seltjarnar-
nesi.
Foreldrar Gylfa: Magnús Ragnar
Gíslason, f. 19.6. 1930, d. 2.3. 2016,
tannlæknir í Reykjavík, og Dóra Jó-
hannsdóttir, f. 23.10. 1930, d. 24.5.
2004, húsfreyja og tanntæknir í
Reykjavík.
Úr frændgarði Gylfa Magnússonar
Gylfi Magnússon
Kristín Jóhanna
Þórðardóttir
húsfr. í Kolviðarnesi
Sigurður Guðmundsson
b. í Kolviðarnesi
Sigríður Jóhanna
Sigurðardóttir
húsfr. í Rvík
Jóhann Bjarni
Hjörleifsson
vegaverkstj. og
þingskrifari í Rvík
Dóra Jóhannsdóttir
húsfr. og tanntæknir
í Rvík
Kristjana Elísabet
Sigurðardóttir
húsfr. á Hofsstöðum
Hjörleifur Björnsson
b. á Hofsstöðum, sys-
tursonur Petrínu, ömmu
Kristjáns Eldjárn forseta
Sigurður Jóhannsson
vegamálastjóri
Jónína M.
Pálsdóttir
húsfr. í Rvík
Hrefna Björg
Þorsteinsdóttir
arkitekt
Jóhann Þór
Magnússon
rafmagnsverk-
fr. á Sel-
tjarnarn.
Dóra
Jóhanns-
dóttir
leikkona
Jónína Margrét Gísladóttir
húsfr. á Óseyrarnesi
Páll Grímsson
útvegsb. á Óseyrarnesi,
af Bergsætt
Grímheiður Elín Pálsdóttir
kirkjuvörður í Rvík
Gísli Jóhannsson
sjóm. á Eyrarbakka og
iðnverkam. í Rvík
Magnús Ragnar Gíslason
fyrrv. yfirtannlæknir í Rvík
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir
húsfr. á Eyrarbakka og í Rvík
Jóhann Gíslason
form. á Eyrarbakka og
fiskmatsm. í Rvík
Gísli Árni
Eggertsson
skipstj. í
Kothúsum
Þorsteinn Gíslason
fyrrv. fiskimálastj.
Árni Gíslason
skipstj. og kennari
í fiskveiðum hjá Sþ.
Eggert Gíslason
skipstj. og aflakóngur.
Eggert G. Þorsteinsson
alþm. og ráðherra
Guðmunda
Eggertsdóttir
húsfr. í Höfn í Garði
Guðríður
Pétursdóttir
húsfr. í Rvík
Gunnar Örn
Gunnarsson
myndlistarm.
Eggert
Gíslason
b. í Kothús-
um í Garði
Bjarni Guðnason
prófessor emeritus
og fyrrv. alþm.
Jón Guðnason
prófessor emeritus
Þorsteinn
Eggertsson
skipstj. í
Keflavík
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
95 ára
Hulda Þórhallsdóttir
85 ára
Erla Sigurjónsdóttir
Þórður Eydal Magnússon
80 ára
Árni Júlíusson
Elsa Pálsdóttir
Friðbjörg Haraldsdóttir
Olgeir Engilbertsson
Vilhjálmur Hannesson
Þórhildur Harpa Jónsdóttir
75 ára
Bryndís Óskarsdóttir
Hallgrímur Svavar
Gunnþórsson
Kristín Guðlaugsdóttir
Líneik Sóley Loftsdóttir
Ómar Þór Helgason
Sigrún Soffía Valgeirsdóttir
Sigurður Hannes Oddsson
70 ára
Aðalheiður Erna
Gústafsdóttir
Guðrún Auður
Böðvarsdóttir
Gunnar Pálsson
Helga Sigurjónsdóttir
60 ára
Björn Bergmann
Þórhallsson
Bragi Davíð Valtýsson
Guðmundur Ragnar
Guðmundsson
Jónatan Sigurbjörn
Tryggvason
Magnús Jensson
Magnús Ólafur Einarsson
Sigurður Ingi Sigurðsson
Stanislaw Walicki
Valgerður Anna Þórisdóttir
Þórarinn Kjartansson
50 ára
Anna Júlía Skúladóttir
Anna Linda Sigurgeirsdóttir
Ari Jón Þórsson
Dagur Hilmarsson
Engilbert Imsland
Guðni Ólafsson
Guðný Magnúsdóttir
Gylfi Magnússon
Scott William Mulder
Sveinbjörn Jónsson
Sverrir Jóhannesson
40 ára
Dejan Bilic
Gunnar Bachmann
Ólafsson
Gytis Molchanov
Hrannar Freyr Arason
Nilmini Tharanga Salgado
30 ára
Guðmundur Margeir
Skúlason
Gunnar Pétur Sigmarsson
Imad El Moubarik
Lea Floresca Esteban
Lilja Svavarsdóttir
Monika Malgorzata
Szczupak
Sveinn Bjarnar Faaberg
Þóra Hlín Þórisdóttir
Ævar Örn Knutsen
Til hamingju með daginn
30 ára Mummi er frá
Hallkelsstaðahlíð í
Hnappadal á Snæfells-
nesi, býr þar og er reið-
kennari og tamninga-
maður.
Maki: Brá Atladóttir, f.
1990, hjúkrunarfræði-
nemi við HÍ.
Foreldrar: Skúli L. Skúla-
son, f. 1959, bóndi í Hall-
kelsstaðahlíð og húsa-
smíðameistari, og Sigrún
Ólafsdóttir, f. 1965, bóndi
í Hallkelsstaðahlíð.
Guðmundur M.
Skúlason
40 ára Hrannar er Hafn-
firðingur, húsasmiður og
á og rekur Smíðaverk ehf.
ásamt bróður sínum.
Maki: Elín Gerður Sveins-
dóttir, f. 1975, banka-
starfsmaður.
Börn: Atli Freyr, f. 1999,
Sveinn Ari, f. 2002, og Ív-
ar Aron, f. 2008.
Foreldrar: Ari Stein-
dórsson, f. 1955, sendibíl-
stjóri, og Ingibjörg Mar-
elsdóttir, f. 1957. Þau eru
bús. í Hafnarfirði.
Hrannar Freyr
Arason
30 ára Ævar er Akureyr-
ingur og er flugkennari
hjá Flugskóla Akureyrar.
Maki: Heiða Sveinsdóttir,
f. 1987, þjónn á
Greifanum.
Sonur: Tristan Andri, f.
2013.
Foreldrar: Jón Gudmund
Knutsen, f. 1964, sjúkra-
flutningamaður, og Jóna
Birna Óskarsdóttir, f.
1965, hjúkrunarfræð-
ingur. Þau eru bús. á
Akureyri.
Ævar Örn
Knutsen
Anh-Dao Katrín Tran hefur varið dokt-
orsritgerð sína í menntavísindum við
Uppeldis- og menntunarfræðideild
Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Ritgerðin nefnist: Untapped Resources
or Deficient „Foreigners“: Students of
Vietnamese Background in Icelandic
Upper Secondary Schools (Óvirkjuð
auðlind eða ófullkomnir „útlendingar“:
Nemendur af víetnömskum uppruna í
íslenskum framhaldsskólum). Aðal-
leiðbeinandi var dr. Hanna Ragn-
arsdóttir, prófessor við HÍ, og með-
leiðbeinandi dr. Chris Gaine, prófessor
við University of Chichester, Englandi.
Tilgangur þessarar rannsóknar, sem
byggir á fjölmenntunarfræði, er að leita
skilnings á hugtakinu jafnrétti og at-
huga hversu vel íslenska skólakerfinu
hefur tekist að tryggja jafnan rétt ungs
fólks úr þjóðernisminnihlutahópum.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru
þrjár. Í fyrsta lagi eru færð rök fyrir því
að þótt lög, reglugerðir og námskrá
geri að nokkru leyti ráð fyrir að Ísland
sé orðið fjölmenningarsamfélag, þá ein-
blíni þau í of ríkum mæli á vankunnáttu
þeirra í íslensku máli og vanþekkingu á
íslenskri menningu í staðinn fyrir að
viðurkenna þeirra eigin þekkingu og
menningu og
hvernig þessir
þættir geta eflt
þau og orðið þeim
til framdráttar við
námið. Í öðru lagi
er sýnt fram á að
þar sem þekking á
kennslufræðileg-
um æfingum mót-
uðum af heimspeki fjölmenningarment-
unarfræðinnar er lítil, hafi kennarar
prófað sig áfram. Í þriðja lagi er lýst
hvernig reynsla nemenda innan úr skól-
unum er mótuð með beinum hætti af
þeirri stefnu og skólamálaumræðu sem
ríkti á þeirra skólatíma; þrátt fyrir að
þeir beri hlýjar tilfinningar til kennara
sinna fyrir að gera sitt besta finna nem-
endur fyrir veikleikum sínum vegna lít-
illar tungumálakunnáttu og fé-
lagslegrar einangrunar frá innfæddum
samnemendum sínum. Rannsóknin
leggur til að í skjölum sem snerta mót-
un stefnu stjórnvalda, umræður og orð-
færi þeim tengd, séu hugtökin fjöl-
menning og fjölbreytni notuð með
skýrum hætti. Kennslufræði þurfi að ná
til allra hópa í margbreytilegu sam-
félagi.
Anh-Dao Katrín Tran
Anh-Dao Tran fæddist árið 1959 í Víetnam og hefur átt lögheimili á Íslandi síðan
1984. Hún lauk BA-prófi frá Dartmouth College og MA-prófi frá Teachers College við
Columbia University sem heyrnleysingjakennari. Anh-Dao Tran hefur hlotið riddara-
kross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu nýrra Íslendinga og íslensks sam-
félags og viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag í þágu barna og réttinda þeirra.
Anh-Dao er gift Jónasi Guðmundssyni og dóttir þeirra er Heiðrún Giao-Thi.
Doktor
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Hjólavagnar
Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is/hjolavagnar | stilling@stilling.is