Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016 ÞorvarðurFannarÓlafsson, sölumaður hjá Myllunni og skák- maður, er 44 ára í dag, en þennan dag, einmitt fyrir 44 árum, hófst ein- vígi aldarinnar í Laugardalshöll milli Fischers og Spasskís. Þorvarður er virkur þátttakandi á skákmótum en teflir minna á sumrin. „Ég tefli samt alltaf eitthvað á netinu, en það er mun minna af mót- um á sumrin. Það væri þá helst ef maður færi eitt- hvert út að tefla, síðast tefldi ég er- lendis 2012.“ Þorvarður hefur þrisvar teflt í landsliðsflokki á Skák- þingi Íslands, síðast 2010, og er með í kringum 2.200 skákstig. „Helsta afrekið hjá mér, hingað til, var sigur á Skákþingi Reykjavíkur árið 2009 og ég hef hæst náð 2.266 stigum.“ Auk skákarinnar er Þorvarður mikill fótboltaáhugamaður. „Ég var mjög ánægður með Evrópumótið og himinlifandi yfir árangri Íslands. Árangur strákanna var framar björtustu vonum. Ég fylgist töluvert með íslenska boltanum. Grindavík er mitt lið enda er ég uppalinn þar. Ég bjó lengi í Hafnarfirði og er nokkuð hliðhollur FH-ingum. Svo er ég harður Liverpool-maður í enska boltanum.“ Þorvarður hefur unnið hjá Myllunni í 19 ár, lengst af í dreifingunni en byrjaði í söludeildinni 1. maí. „Ég hef mikinn áhuga og metnað fyr- ir nýja starfinu en tek kannski eitthvert sumarfrí í haust,“ segir hann spurður um hvort hann taki frí á næstunni. Þorvarður er í sambúð með Imeebelle Sif Mortola, sem er frá Filippseyjum, en hún vinnur í kökudeild í Myllunnar. Foreldrar Þor- varðar eru Ólafur Rúnar Þorvarðarson kennari og Kristín Jónsdóttir. „Ég hélt matarboð fyrir fjölskylduna á laugardaginn en ætla að taka því rólega eftir vinnu í dag,“ segir Þorvarður að endingu, spurður hvað hann ætli að gera í tilefni dagsins. Skákmaðurinn Þorvarður Ólafsson. Ánægður með ný- liðið Evrópumót Þorvarður Fannar Ólafsson er 44 ára G ylfi fæddist í Reykjavík 11.7. 1966 og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann var í Vesturbæj- arskóla, Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1986, við- skiptafræðiprófi frá HÍ 1990, stund- aði nám í hagfræði við Yale Univers- ity, lauk þaðan MA-prófi 1991, M.Phil-prófi 1994 og doktorsprófi, Ph.D. í hagfræði, 1997. Gylfi starfaði á sumrin hjá Vega- gerð ríkisins á menntaskólaárunum 1982-85, var blaðamaður við Morgun- blaðið sumrin 1986-90, stundakenn- ari við MS 1988-90, aðstoðarkennari við Yale University 1992-95, sérfræð- ingur við Hagfræðistofnun HÍ 1996- 98, stundakennari og aðjunkt við við- skipta- og hagfræðideild HÍ 1996-98 og hefur verið dósent við deildina, nú viðskiptafræðideild, frá 1998. Gylfi var viðskiptaráðherra utan þings 2009 og efnahags- og viðskipta- ráðherra 2009-2010. Hann var for- maður viðskiptaskorar HÍ 2000-2004, forseti viðskipta- og hagfræðideildar HÍ 2004-2006, formaður stjórnar sjóða á vegum HÍ 2001-2009 og aftur frá 2011, var varaformaður stjórnar Kaupáss hf. 2000-2003, sat í stjórn Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild HÍ – 50 ára Stór fjölskylda Gylfi og Hrafnhildur á göngu með börnunum, með Akrafjallið, Skarðsheiðina og Esjuna í baksýn. Fimm barna faðir með mikla ljósmyndadellu Morgunblaðið/Heiddi Blaðamannafundur Gylfi á ráðherraárum, ásamt Jóhönnu og Steingrími. Emma Tómasdóttir og Þórhildur Helga Pálsdóttir söfnuðu 4.500 kr. með því að selja dótið sitt í Miðbæ á Háaleitisbraut og vildu styðja börnin í Sýrlandi í gegn- um Rauða krossinn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isRau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Einstakar perlur eftir íslenska myndlistarmenn Vefuppboð nr. 228 Opið virka daga kl. 10–18 Sumarperlur Uppboðinu lýkur 13. júlí Tolli Louisa Matthíasdóttir Kristín Gunnlaugsdóttir Jóhannes S. Kjarval Kristján Davíðsson Gunnlaugur Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.