Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
TÆKIFÆRIÐ
ER NÚNA
„
“
Alfreð Finnbogason,
landsliðsmaður í knattspyrnu.
ÞETTA Á EKKI AÐ VERA AUÐVELT.
EN ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
LEYNIVOPN.IS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hleðslur sem komu í ljós þegar
fornleifafræðingar grófu könn-
unarholur á Þingeyrum í Húna-
þingi í síðustu viku benda til þess
að rústir hins forna klausturs þar
séu fundnar. Þetta gerðist jafn-
hliða uppgreftri í rústum klaust-
urkirkjunnar, sem fundust á síð-
asta ári. Rannsóknir á staðnum
eru nú að hefjast, en yfirskrift
þeirra er Þingeyraverkefnið sem í
síðustu viku var kynnt fyrir fólki í
Húnaþingi.
„Verkefni þetta, það er upp-
gröfturinn og rannsóknir því sam-
hliða, mun væntanlega taka ára-
tugi. Þær vísbendingar um rústir
sem sjást í könnunarholum eru
mjög áhugaverðar,“ segir Björn
Bjarnason, fyrrverandi ráðherra
og formaður stjórnar Þingeyra-
verkefnisins. Þar sitja einnig Guð-
rún Nordal, forstöðumaður Stofn-
unar Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum, og Ingimundur
Sigfússon, fyrrverandi sendiherra.
Þau Ingimundur og Valgerður
Valsdóttir, eiginkona hans, eru
eigendur Þingeyrajarðarinnar og
frumkvæði að starfinu nú er frá
þeim komið.
Löng rúst í holum
Undirbúningur rannsóknanna á
Þingeyrum hófst fyrir fáum árum
þegar teknar voru loftmyndir og
farið með jarðsjá um heimatúnið.
Upplýsingar sem þannig fengust
gáfu vísbendingar um rústir – og í
holum sem teknar hafa verið sést
meðal annars 23ja metra löng rúst
byggingar. Styrkir sá fundur grun
um að þarna hafi klausturkirkjan
staðið.
„Samkvæmt hefð má gera ráð
fyrir að klaustrið sjálft standi við
hlið kirkjunnar eins og þversnið í
skurðum sem við grófum benda
raunar til. Brotin eru smám sam-
an að raðast saman og vísbend-
ingar eru sterkar, en þó er langt í
land. Ég hefði til dæmis viljað
vera búin að finna gólflag bygg-
inga til að greina þetta enn betur
og geta fullyrt eitthvað,“ segir
Steinunn Kristjánsdóttir, forn-
leifafræðingur og prófessor við
Háskóla Íslands
Steinunn er í aðalhlutverki í
Þingeyraverkefninu sem einn
stjórnenda þess. Hún hefur mörg
undanfarin ár einbeitt sér að rann-
sóknum á íslenskum klaustrum og
meðal annars vann hún að forn-
leifauppagreftri á Skriðuklaustri í
Fljótsdal í nokkur sumur. Nú er
hún komin að Þingeyrum en jafn-
hliða því er hún að skrifa bók um
íslensk klaustur í kaþólskum sið.
Þau voru alls fjórtán en starfsemi
þeirra lagðist af við siðaskiptin ár-
ið 1550. Eftir það féllu bygging-
arnar niður og í sporin fennti.
Menningarsetur og velferð
Sérstaða Þingeyraverkefnis er
þátttaka fólks í ólíkum fræðigrein-
um í því. Þannig verður vistfræði
staðarins könnuð, svo sem frjó-
korn og jarðvegur, en slíkt getur
varpað ljósi á vistfræðilegar að-
stæður í Húnaþingi á tíma klaust-
ursins sem rekið var frá 1133 til
1551, lengur en nokkuð annað á
landinu. Egill Erlendsson, lektor í
landfræði við Háskóla Íslands,
stýrir vistfræðirannsóknunum.
Bergur Þorgeirsson, forstöðumað-
ur Snorrastofu, verður í forsvari
fyrir rannsóknum á sagnamenn-
ingu miðalda, en í Þingeyra-
klaustri var Flateyjarbók rituð og
ýmis fleiri íslensk handrit.
Saga íslensku klaustranna er
merkileg, segir Steinunn Krist-
jánsdóttir. Klaustrin öll hafi verið
stórar stofnanir hvar mikilvægum
verkefnum var sinnt. Á Þing-
eyrum, þar sem var jafnvel
stærsta klaustur landsins, hafi
verið um 15 munkar, en í heildina
hafi á staðnum verið að minnsta
kosti 50 manns, svo sem þjón-
ustulið, próventufólk og fleiri. Þá
hafi klaustrin íslensku verið menn-
ingarsetur og sjúkrahús og þar
var sinnt velferðarþjónustu í
breiðri merkingu.
Svartidauði eyddi og efldi
„Svo virðist sem klaustrin hafi
farið mjög illa út úr svartadauða
sem geisaði á árunum 1402 til
1404,“ segir Steinunn. „Heimildir
greina frá því að þá hafi allir
munkarnir á Þingeyrum utan einn
látist – og jafnvel hafi þessi mikla
sótt fellt 60% íslensku þjóð-
arinnar. Með DNA-forngrein-
ingum á líkamsleifum sem við
finnum verður þó væntanlega
hægt að sjá hvað gerðist og hver
dánarorsökin var. Annars virðist
drepsóttin hafa orðið til að efla
klaustrin til lengri tíma, því að
henni afstaðinni gáfu margir allt
sitt til klaustranna í von um náð
og betra líf.“
Steinunn nefnir að eftir svarta-
dauða hafi Litla ísöldin sem svo er
kölluð gengið í garð og staðið
næstu árhundruð. Kuldaskeiðið,
rétt eins og svartidauði, hafi leitt
af sér breytingar á skepnuhaldi,
búsetu og fleiru. Ýmsum spurn-
ingum í því sambandi sé þó ósvar-
að, en væntanlega geti rannsóknir
á Þingeyrum og niðurstöður
þeirra bætt úr því.
Skírskotun út fyrir Ísland
„Rannsóknirnar í sumar eru að-
eins ein vika, en þetta lofar góðu,“
útskýrir Steinunn og segir verkið
framundan mikið og fjölbreytt. Nú
þurfi meðal annars að setja kraft í
að afla styrkja til rannsóknanna
og verði meðal annars leitað til
Fornleifasjóðs og Rannís. Einnig
verði sótt um stuðning til erlendra
rannsóknasjóða, enda þykja rann-
sóknir þessar hafa skírskotun
langt út fyrir Ísland.
Rústir Þingeyraklausturs taldar fundnar
Stóru rannsóknarverkefni ýtt úr vör Fornleifar, vistfræði og bókmenntir Merkar vísbendingar
komnar í ljós Margra ára starf framundan 50 manns voru í klaustrinu sem starfaði um aldir
Fornleifafræðingar Frá vinstri tal-
ið: Scott Riddell, Helga Jónsdóttir
og Vala Gunnarsdóttir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Áhugi Margir mættu að Þingeyrum til að kynna sér fornleifarannsóknina
og skoða könnunarholur í túninu.
Forystan Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnar
Þingeyraverkefnins, Steinunn J. Kristjánsdóttir fornleifafræðingur og Ingi-
mundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra og eigandi Þingeyra.
Þingeyrar munu að fornu og nýju
ein mesta jörð á landinu, segir í
ritinu Landið þitt Ísland. Þar er
staðháttum og gæðum lýst svo en
fyrr á öldum var þetta höfð-
ingjasetur lögmanna, sýslumanna
og slíkra sem í forsvari stóðu. Í
niði aldanna er það þó tvímæla-
laust klaustrið sem skapað hefur
Þingeyrum sess, en það var hið
fyrsta á Íslandi. Frá stofnun
klaustursins varð þarna „... eitt af
mestum menntasetrum Íslands
næstu aldir á eftir,“ segir í áð-
urnefndu riti.
Þingeyrakirkja er vinsæll við-
komustaður ferðamanna, enda um
margt sérstök. Hafist var handa
um byggingu hennar árið 1846 og
er hún að margra mati eftirtektar-
verðasta steinkirkjan á landinu.
Þykir merkilegt að allt grjót í kirkj-
una var sótt um langan veg. Margt
fagurra listgripa prýðir kirkjuna og
fanga þeir augað. Má þar til dæmis
nefna málaðar stjörnunar í lofti,
sem eru alls þúsund talsins.
Skammt frá guðshúsinu er falleg
gestastofa þar sem er aðstaða til
að taka á móti fólki.
Eitt af mestum menntasetrum
ÞINGEYRAR ER STAÐUR GAGNA OG GÆÐA
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kirkjan Hlaðin úr grjóti og þykir vera einstakt listaverk á alla lund.