Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á sýningu sem opnuð var í Vest-
urfarasetrinu á Hofósi í Skagafirði
um helgina er brugðið ljósi á ferð-
ir, líf og örlög tæplega 40 Íslend-
inga sem fluttu héðan suður til
Brasilíu árið 1873. Sú útrás er talin
marka upphaf vesturferða Íslend-
inga þó að þær hæfust ekki að
marki fyrr en nokkrum árum síð-
ar, þegar þúsundir manna héðan
námu land í Kanada. Stór hluti
þeirra vesturfara var af Norður-
og Austurlandi, svo sem úr Þing-
eyjarsýslum, þaðan sem fólkið sem
hélt til Brasilíu einmitt var. Bras-
ilíufararnir er yfirskrift sýning-
arinnar nýju sem sett var upp og
opnuð í tilefni af 20 ára afmæli
Vesturfarasetursins.
Stofna átti
Íslendinganýlendu
„Að setja upp sýningu er
langt ferli. Heimildaöflun og hönn-
un krefst mikillar vinnu og útsjón-
arsemi,“ segir Valgeir Þorvalds-
son, forstöðumaður
Vesturfarasetursins. Stofnun og
starf setursins er að stærstum
hluta verk Valgeirs, sem á sínum
tíma endurbyggði gömlu versl-
unarhúsin í fjörunni á Hofósi. Í
framhaldinu var Vesturfarasetrið
svo sett á fót og í tímans rás hefur
starfsemi þess eflst og dafnar vel.
„Íslensku Brasilíufararnir
settust flestir að í bænum Curitiba
sem er nokkuð sunnan við borgina
frægu Ríó de Janeiro. Heimildir
greina frá því að mun fleiri héðan
af Norðurlandi hafi ætlað sér suð-
ur á bóginn, en það fólk beðið mán-
uðum saman eftir skipi sem aldrei
kom. Til stóð að við Curutibo yrði
sérstök Íslendinganýlenda, sem
aldrei varð. Ég læt mér detta í hug
að sumir af þeim sem ekki fengu
far til Brasilíu hafi síðar haldið til
Kanada, enda var fólkið þá búið að
selja eigur sínar hér og hugur þess
komin til annars lands,“ segir Val-
geir sem hefur verið í sambandi
við afkomendur Brasilíufaranna.
Eru þeir vel meðvitaðir um þessar
rætur sínar og margir áhugasamir
um að heimsækja Ísland.
Í Vesturfarasetrinu er í önd-
vegi sýningin Annað land – annað
líf, þar sem segir almennt af lífi
þeirra þúsunda Íslendinga sem
fluttust búferlum til Ameríku, það
er norðurhéraða Bandaríkjanna
og Kanada. Aðrar sýningar sem
upp hafa verið settar eru meðal
annars um landnám íslenskra mor-
móna í Utah, Klettafjallaskáldið
Stephan G. Stephansson og byggð-
ir Íslendinga í Norður-Dakóta. Þá
er uppi í Hörpu í Reykjavík sýning
frá Hofsósi sem ber yfirskriftina
Þögul leiftur með nærri 400 ljós-
myndum af íslenskum landnem-
unum.
Fylgjast með af stolti
„Þegar starfsemi Vest-
urfarasetursins hófst var sagt við
mig að sennilega þýddi þetta lítið;
afkomendur íslensku vesturfar-
anna væru orðnir útþynntur hópur
og áhuginn ekki mikill. Annað hef-
ur komið á daginn,“ segir Valgeir
og heldur áfram: „Hingað hafa
komið þúsundir gesta úr Vest-
urheimi sem eru afkomendur ís-
lenskra landnema þar. Hingað ber-
ast í hundraðatali yfir árið
fyrirspurnir að vestan frá fólki
sem er að leita upplýsinga um ætt-
ir sínar á Íslandi. Og umfjöllun
vekur áhuga, síðustu daga hef ég
til dæmis fengið tölvupósta frá
fólki af íslenskum ættum vest-
anhafs sem hefur af stolti fylgst
með okkar mönnum á EM í fót-
bolta. Slíkt er ánægjulegt og þessi
hópur er stór. Talið er að fólk
vestra sem hefur tengingar við Ís-
land sé nærri 300 þúsund, afkom-
endur 15-20 þúsund manns sem
héðan fóru vestur um haf frá 1875
til 1915.“
Afmælishátíðin um helgina
heppnaðist vel og var fjölsótt.
„Tengslin vestur um haf eru að
styrkjast; vinnan undanfarin ár
skilar sér,“ segir Valgeir sem bæt-
ir við að möguleikarnir í starfinu
séu miklir. Nú sé til dæmis í und-
irbúningi að setja upp sýningu um
líf íslenskra landnema í Bresku-
Kólumbíu og á öðrum nærliggj-
andi svæðum vestur við Kyrra-
hafsströnd sem opnuð verður eftir
tvö ár.
Valgeir Þorvaldsson stýrir Vesturfarasetrinu á Hofsósi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hofsós Sumir þeirra sem ekki fengu far til Brasilíu héldu hugsanlega síðar til Kanada, segir Valgeir.
Tengslin til vesturs
eru sífellt að styrkjast
Valgeir Þorvaldson er fædd-
ur 1960 og býr á Vatni á Höfða-
strönd, skammt frá Hofsósi.
Hann er smiður að mennt og
starfaði lengi sem slíkur – og
að nokkru enn.
Síðustu 20 árin hefur Val-
geir unnið við Vesturfarasetrið,
bæði framkvæmda- og safn-
stjórn og upplýsingamiðlun,
m.a. á sviði ættfræði.
Hver er hann?
Formaður Landssambands æsku-
lýðsfélaga hefur sagt starfi sínu
lausu eftir að upp komst um meintan
fjárdrátt innan félagsins. Sigurður
Sigurðsson, varaformaður lands-
sambandsins og starfandi formaður,
staðfesti þetta í samtali við mbl.is.
Samkvæmt frétt mbl.is um málið
komu í ljós óútskýrðar færslur af
reikningi félagsins við athugun á
bókhaldi þess. Millifærslurnar
hljóða samtals upp á 400 þúsund
krónur. Stjórn félagsins hyggst
leggja fram kæru á hendur formann-
inum fráfarandi.
Formaðurinn sem liggur undir
grun tók við embættinu í febrúar á
þessu ári. Sigurður segir að upphæð-
in hafi nú verið greidd til baka að
fullu, en að sambandið líti málið al-
varlegum augum. Félagið hafi rætt
við lögregluna og lögð verði fram
formleg kæra í málinu.
Eftir að málið kom upp sagði for-
maðurinn af sér. Kallaður hefur ver-
ið saman fundur hjá fulltrúaráði fé-
lags og mun það kjósa nýjan
formann.
Landssamband æskulýðsfélaga,
LÆF, er regnhlífarsamtök fyrir 27
ungmennafélög á Íslandi. Aðildar-
félög eru frjáls félagasamtök sem
starfa á landsvísu. Rekstrarfé sam-
bandsins kemur að mestu leyti frá
opinberum aðilum.
Fjárdráttur formanns
Stjórn hyggst leggja fram ákæru vegna meints fjárdráttar
Fjárdráttur Landssambandið er til
húsa í Hinu húsinu í Pósthússtræti.
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Átta banaslys hafa orðið í umferð-
inni það sem af er ári. Sex slys áttu
sér stað á síðastliðnum fimm vikum,
nú síðast á fimmtudag þegar vörubíll
tók vinstri beygju inn á Reykjanes-
braut frá Hafnavegi með þeim af-
leiðingum að bíllinn og bifhjól á suð-
urleið skullu saman og ökumaður
bifhjólsins lést.
Ágúst Mogensen, rannsóknar-
stjóri hjá rannsóknarnefnd sam-
gönguslysa, segir að ekki sé tíma-
bært að fullyrða hvort um
sérstaklega hættulega vegarkafla sé
að ræða í tilvikunum sex, þó að slys-
ið á fimmtudag hafi átt sér stað á
kafla sem Vegagerðin hefur haft
áform um að breyta. „Vegsýnið er
slæmt og þetta eru ekki góð gatna-
mót yfirhöfuð,“ segir Ágúst.
Stofna framkvæmdahóp um
tvöföldun Reykjanesbrautar
Á fimmtudag var stofnaður hópur
á Facebook undir nafninu Stopp
hingað og ekki lengra! að frumkvæði
Ísaks Ernis Kristinssonar og Guð-
bergs Reynissonar. Rúmlega 15.000
manns hafa skráð sig í hópinn á
þremur sólarhringum, en markmið
hópsins er að hvetja stjórnvöld til að
ljúka við tvöföldun Reykjanesbraut-
arinnar.
„Við bjuggumst ekki við þessu
þegar við fórum af stað með hópinn,
þó svo að þetta sé eitthvað sem við
vissum að allir Suðurnesjamenn
vilja,“ segir Ísak. Hann segir hópinn
vera hluta af 20 ára baráttu íbúa
sveitafélaganna á Reykjanesi fyrir
tvöföldun Reykjanesbrautar, nánast
allar fjölskyldur á Suðurnesjum
tengist á einhvern hátt alvarlegum
slysum sem hafa átt sér stað á
brautinni í gegnum tíðina.
Næstu skref átaksins eru að
stofna framkvæmdahóp sem verður
komið af stað á næstu dögum. „Við
ætlum að eiga uppbyggilegt og hnit-
miðað samtal við ráðamenn, þetta er
fyrst og fremst samfélagsmál.
Framkvæmdahópurinn mun setja
fram hverjar kröfur okkar eru. Við
viljum klára verkið sem byrjað var
á,“ segir Ísak.
Samkvæmt samgönguáætlun fyr-
ir tímabilið 2015 til 2018 verður þó
ekki lokið við tvöföldun Reykjanes-
brautar fyrir árið 2018. Ásamt því að
klára tvöföldun Reykjanesbrautar
að fullu telur Ísak meðal brýnna
verkefna að banna allar vinstri
beygjur út á Reykjanesbrautina.
Að sögn G. Péturs Matthíassonar,
upplýsingafulltrúa Vegagerð-
arinnar, hefur staðið til að fjarlægja
vinstri beygjuna þar sem slysið átti
sér stað á fimmtudag. „Þegar útboð
var gert á hringtorginu við Fitjar
hefði síðasta verkið í þeirri vinnu átt
að vera að taka vinstri beygjuna frá
Hafnavegi út á Reykjanesbraut af.“
Verkið tafðist hins vegar vegna veð-
urs, en verkið var unnið að vetri til.
Nú hefur verið samþykkt að gera
undirgöng á þessum vegarkafla og
segir G. Pétur að hentugast sé að
vinna að þessum verkefnum sam-
tímis. Útboð á verkinu fer fram á
næstu vikum. „Það hefur því alltaf
staðið til að þessi beygja verði tekin
af. Ef verkið með undirgöngin frest-
ast munum við setja verkefnið þann-
ig upp að beygjan verði samt sem
áður tekin.“
Afnema á vinstri
beygju frá
Hafnavegi
8 banaslys í umferðinni á árinu
15.000 manns segja stopp á Facebook
Morgunblaðið/RAX
Reykjanes Ekki á að ljúka tvöföld-
un brautarinnar fyrir 2018.
Banaslys í umferðinni
» 6 banaslys hafa orðið í um-
ferðinni á síðastliðnum 5 vik-
um.
» 8 hafa látist í umferðinni
það sem af er ári.
» 16 létust í umferðinni árið
2015.
» 4 létust í umferðinni árið
2014.