Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Arctic-recources (ARC), sem er að stórum hluta í eigu Íslendinga, hefur á undanförnum árum fjárfest í gull- og sinknámum á Grænlandi. Námunum hafði áður verið lokað en rannsóknir fyrirtækisins hafa gefið góð fyrirheit og vonir standa til að hefja fram- leiðslu að nýju. Gullnáman nefn- ist Nalunaq og er í Kirkespirdalen, ná- lægt þorpinu Na- nortalik á Suður- Grænlandi, skammt frá Hvarfi eða Kap Farvel. Fyrirtækið Arctic Mining hélt á námuvinnsluleyfinu árið 2013 þegar ákveðið var að loka nám- unni sökum óhagstæðra rekstrarskil- yrða en náman gaf þó vel af sér á átta ára starfstíma. Voru um tíu tonn af gulli unnin úr henni á þeim tíma. Sinknáman kallast Black Angel og er á Maamorilik-svæðinu á norðvest- urhluta Grænlands. Hún var í vinnslu í 17 ár að sögn Elds Ólafssonar, stofn- anda ARC, sem hefur tryggt sér leyfi til gull- og sinkvinnslunnar. Eiginleg vinnsla er ekki hafin og hefur mest áhersla verið lögð á rannsóknir sem þykja að sögn Elds gefa góða raun. „Við hófum að skoða verkefnin árið 2012 og tókum okkur langan tíma til þess að vega þau og meta,“ segir Eldur. Óhagstætt að starfa frá Íslandi ARC er í samstarfi við Cyrus Capital sem er fjárfestingasjóður staðsettur í New York í Bandaríkjunum. ARC samanstendur af teymi fólks sem unnið hefur í orku-, innviða- og námugeir- anum og er það frá Íslandi, Litháen, Danmörku, Bretlandi og Grænlandi. Eldur er stofnandi fyrirtækisins og segir að sökum gjaldeyrishafta hafi ekki verið hægt að vinna verkefnið frá Íslandi þrátt fyrir vilja til þess. Eigendahópurinn samanstendur af 14 aðilum. Átta manna teymi stendur að ARC og eiga þeir allir hlut í fyr- irtækinu auk Verkís, Olís og erlendra aðila. Sjálfur er Eldur í gegnum félag fjölskyldu sinnar stór hluthafi í félag- inu. Kaupverðið á námunum segir hann trúnaðarmál. „Við byrjuðum að setja fókus á Grænland árunum 2011- 2012 og réðum til þess ráðgjafafyr- irtæki sem heitir SRK sem sérhæfir sig í ráðgjöf við námurekstur. Þeir unnu greiningu á Grænlandi og við skoðuðum fjölmörg rannsóknar- og námuleyfisvæði,“ segir Eldur. Hann segir að upphaflega hafi ekki verið horft til eins málms umfram annan. Úr varð að sink- og gullverkefnin urðu fyrir valinu til frekari rannsókna. „Ástæðan fyrir því að við skoðuðum sinkið líka er sú að útlit er fyrir það að í heiminum verði talsverður skortur á sinki á komandi árum. Þrjár af stærstu sinknámum í heiminum eru komnar á það stig að klárast. Hins vegar er gull málmur sem vegur á móti öðrum málmum. Ef ekki er mikil notkun á járni eða sinki þá hækkar gull alla jafna í verði. Þetta skapar því jafnvægi í fjárfestingunni,“ segir Eld- ur. Hann segir að námurnar séu þeim kosti gæddar að vera með hátt hlutfall málma í berginu, nærri byggð og að auðvelt sé að komast að svæðunum. „Á endanum fundum við þessi tvö verkefni sem tengdust fyrirtækinu Angel mining sem var í þrotameðferð. Við byrjuðum á því að vinna rann- sóknir að þessum verkefnum til að hafa þekkingu og forsendur til þess fjárfesta í verkefnunum. Úr varð að við náðum að semja við þáverandi eig- endur verkefnisins, sem var Cyrus Capital um að við myndum kaupa okk- ur inn í gullverkefnið að 2/3 hlutum og inn í sinkverkefnið að fjórðungshlut,“ segir Eldur. Klifurmenn sendir í gullleit Ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á námunum að sögn Elds. „Það höfðu ekki verið tekin saman söguleg rannsóknargögn úr gullnámunni fyrr en við gerðum það. Hópur 30 sérfræð- inga var settur saman til að greina gögnin og byggja upp jarðfræðileg lík- ön til að ákveða hvaða rannsóknir ætti að fara í næst. Við flugum m.a. með fjallaklifursmenn til þess að skoða gullæð sem við töldum koma út úr fjallinu hinum megin við það sem þá- verandi vinnsla fór fram. Það var tölu- vert flókið því þar er 400 metra þver- hnípi á fjalli sem er 1.300 metrar á hæð. Klifurmennirnir sigu niður fjallið efir að hafa verið hent út úr þyrlu og úr varð að við náðum að taka sýni úr fjallinu sem sýndi að þar er sama gull- æð og unnin hefur verið úr fjallinu. Áður var talið að ekki væri mikið meira gull í námunni en við náðum að sýna fram á að það eru í það minnsta 600-800 metrar viðbót við gullæðina sem hefur verið unnið úr áður,“ segir Eldur. Vinnsla er ekki hafin en rannsóknir gefa til kynna að ábatasamt verði að hefja vinnslu í fjallinu á komandi ár- um. Stærstu markaðirnir fyrir fjár- mögnunina á námuverkefnum eru í Toronto og í London. Gullævintýri á Grænlandi  Íslenskt fyrirtæki keypti stóran hluta í gull- og sinknámu á Grænlandi  Fundu gullæð í fjallinu sem gefur góð fyrirheit  Fjallaklifursmenn sigu niður úr þyrlu til að taka sýni úr þverhníptu fjallinu Námuvinnsla Sinknáman kallast Black Angel og er á Maamorilik-svæðinu á norðvesturhluta Grænlands. Eldur Ólafsson Eldur er menntaður jarðfræðingur auk þess að hafa lært viðskipti í Viðskiptaháskólanum í Kaup- mannahöfn. Áður hefur hann unn- ið hjá Geysi Green Energy auk þess að vera einn af stofnendum Orku energy. Þá átti ARC Iceland petrolium sem kom að rann- sóknum á olíuvinnslu á Dreka- svæðinu. Fyrirtækið átti eitt af þremur sérleyfum vegna rann- sókna og vinnslu á Drekasvæðinu. Sérleyfinu var hins vegar skilað ár- ið 2014 og einbeitir fyrirtækið sér núna að því að koma námunum aftur í vinnslu. Auk Elds er Valgarð M. Valgarðs- son í teyminu og hefur hann komið að fjármögnun verkefna ARC í gegnum tíðina. Á heimasíðu ARC kemur fram að átta manns séu í teyminu og að í því séu meðal annars sérfræðingar sem hafi reynslu af því að starfa við gull- og sinknámuna. Rannsökuðu áður Drekasvæðið ARC ÁTTI ICELAND PETROLIUM Gullnáma Eldar og Valgarð ráða ráðum sínum í gullnámu ásamt samstarfsfólki. Frá kr. 88.995 COSTA DEL SOL 21. júlí í 11 nætur Netverð á mann frá kr. 88.995 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 114.095 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Aguamarina Aparthotel Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð irá sk ilja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Allt að 45.000kr. afsláttur á mann Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Erla Sigurlaug Sigurðardóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson sigruðu í KIA Gullhringnum sem fór fram á Laugarvatni á laugardaginn. Þau slógu bæði brautarmet í 106 kíló- metra flokki en Hafsteinn Ægir hjólaði á tímanum 2:43:48 og Erla Sigurlaug á 2:52:32. Alls hjóluðu 75 hjólreiðamenn Gullhring A, sem er 106 kílómetrar, og 497 keppendur hjóluðu Gullhring B, sem er 63 kíló- metrar að lengd. Þar sigraði Birkir Snær Ingvason á tímanum 1:47:54. Sigurjón Ernir Sturluson sigraði í Silfurhringnum, sem er 48 kíló- metra leið, á tímanum 1:30:19, en alls hjóluðu 98 keppendur þá leið. Mótvindur í Biskupstungum KIA Gullhringurinn er eitt um- fangsmesta hjólreiðamót landsins en þar keppa bæði byrjendur og lengra komnir. Mótið var haldið í fimmta sinn í gær og fjöldi kepp- enda hefur tífaldast síðan í fyrstu keppninni. Hjólaður er Gullhring- urinn svokallaði, en þá er lagt af stað frá Laugarvatni og hjólað að Gullfossi, Geysi og loks að Þingvöll- um. Keppt var í ofangreindum þremur vegalengdum og veðrið lék við mótsgesti og keppendur í braut- inni og þrátt fyrir mótvind niður Biskupstungnabraut léku keppend- ur á als oddi. „Það er okkur efst í huga að allir komu heilir heim úr keppnisbraut- inni og það var gleði sem skein úr andlitinu á öllum eftir keppnina. Við erum þakklát ökumönnum, sem fóru um uppsveitir Árnessýslu í gær, fyrir almenna velvild. Laugvetning- um þökkum við þolinmæðina og ein- muna vinsamlegheit í garð bæði okkar sem skipuleggjum keppnina og einnig í garð keppenda,“ sagði María Ögn Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri KIA Gullhringsins. Erla og Hafsteinn unnu Gullhringinn  Hjólreiðamótið KIA Gullhringurinn haldið í fimmta sinn Ljósmynd/Arnold Björnsson Sigurvegarar Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, óskar þeim Erlu Sig- urlaugu og Hafsteini Ægi til hamingu með sigurinn í Gullhringnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.