Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Slökkvistöðin við Skarhólabraut í Mosfellsbæ.
Þeir semgerakröfur
veljaHéðinshurðir
Fáðu tilboð í hurðina
Fylltu út helstu upplýsingar
á hedinn.is og við sendum
þér tilboð um hæl.
Jón hvort hann mætti hringja í mig.
Eftir svolítið hik hugsaði ég með
mér; ókei, hvað gæti svosem gerst?
Varla mikið, hann á Íslandi og ég í
Hollandi.“
Það sem gerðist var að í kjölfar-
ið kom Jón Adolf í vikuheimsókn til
Drachten þar sem hún bauð honum
gistingu í húsinu sínu. Þau höfðu
sammælst um að ef þeim líkaði ekki
vel hvoru við annað myndi hún ein-
faldlega „dömpa“ honum á hótel.
„Sex vikum síðar hafði ég sagt starfi
mínu lausu, selt húsið, bílinn og hjól-
ið, gefið restina af eigum mínum og
flust til Íslands. Og hef verið ham-
ingjusöm æ síðan,“ segir hún. „Ekki
þar fyrir að ég væri óhamingjusöm
heima í Hollandi,“ bætir hún við.
Það neistaði á milli þeirra og
gerir enn. Líka á sameiginlegri
vinnustofu þeirra þar sem Jón Adolf
sker skúlptúra úr tré og steini og
Karin Esther logsýður gler í skart-
gripi og skúlptúra við allt að 1.300°
opinn eld. Hún tók nefnilega líka
upp á því að fara á glerlistar-
námskeið.
Karin segir að vinir sínir hafi
sumir hverjir haft nokkrar áhyggjur
af þessum snörpu vendingum í lífi
hennar. „Af einskærri umhyggju þó,
enda studdu þeir vel við bakið á
mér. Ég hugsaði alltaf með mér að
ef ákvörðun mín reyndist mistök
væri ég reynslunni ríkari og sneri
einfaldlega aftur heim. Eða eins og
ein vinkona mín sagði: „Karin, þú
vilt ekki líta til baka, naga þig í
handarbökin yfir að hafa ekki látið
til skarar skríða og velta þér upp úr
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þótt tölvuleikir séu merkilegfyrirbæri er ekki endilegavíst að þeir breyti lífi fólks.Að minnsta kosti sjaldan
með jafn afdrifaríkum hætti og í til-
viki Karin Esther Gorter. Og er hún
samt enginn unglingur. Móðir upp-
kominnar dóttur og amma eins árs
drengs, og hafði búið í Drachten,
litlu þorpi í Fríslandi nyrst í Hol-
landi, lungann úr ævinni. Þar átti
hún hús, bíl og hjól og var í góðu
stjórnunarstarfi hjá hollenska al-
þjóðafyrirtækinu Philips. Ósköp sátt
og sæl. Lífið gekk sinn vanagang,
ræturnar voru í Hollandi og ekkert
benti til að breytingar yrðu á hennar
högum.
„En svo kom örlagavaldurinn,
Jón Adolf Steinólfsson, inn í líf mitt
árið 2008,“ segir hún sposk og rekur
aðdragandann: „Dóttir mín og
tengdasonur gáfu mér tölvuleikinn
World of Warcraft í afmælisgjöf og
ég byrjaði að spila við Jón.“
Þess má geta að World of
Warcraft er alþjóðlegur hlutverka-
og spunaleikur og eins og í öðrum
slíkum búa leikmenn sér til sögu-
persónur og taka þátt í framvindu
sögunnar með öðrum notendum
hvar sem þeir eru staddir í heim-
inum.
Snarpar vendingar
„Ég var drúídi og Jón veiðimað-
ur,“ útskýrir Karin. „Þegar við höfð-
um spilað saman um skeið spurði
Stjörnufræðivefurinn er íslenskur al-
fræðivefur um allt sem viðkemur
stjörnufræði. Honum er ætlað að efla
áhuga almennings á stjörnufræði og
auðvelda aðgengi að efni um stjörnu-
fræði á íslensku. Að Stjörnufræði-
vefnum standa nokkrir fræðimenn,
þar á meðal Sævar Helgi Bragason,
formaður Stjörnuskoðunarfélags Sel-
tjarnarness, einnig þekktur sem
Stjörnu-Sævar.
Þó svo að það viðri ef til ekki vel til
stjörnuskoðunar þessa dagana sök-
um fjölda sólarstunda er hægt að
undirbúa sig fyrir veturinn með því
að kynna sér töfraheima sólkerfisins
og víðar. Á síðunni er meðal annars
hægt að fara í könnunarleiðangur um
sólkerfið okkar og læra allt um
stjörnuskoðun og stjörnumerkin. Þá
er hægt að kynna sér ótal undur al-
heimsins, líkt og geimþokur, stjörnu-
þyrpingar, svarthol og örlög alheims-
ins. Þeir allra fróðleiksþyrstu geta
svo kynnt sér stjörnulíffræði, sem er
tiltölulega ný vísindagrein og sam-
einar þau svið líffræði, jarðfræði,
efnafræði, eðlisfræði og stjarnvís-
inda sem fjalla um uppruna og þróun
lífs í víðu samhengi.
Vefsíðan www.stjornufraedi.is
Stjörnur Geimurinn er ógnarstór.
Allt um stjörnur
Öll þjóðin og stór hluti heims-byggðarinnar hefur fylgstmeð og dáðst að íslenska
karlalandsliðinu í fótbolta á und-
angengnu EM í Frakklandi. Mikið
hefur verið spáð í hvernig landslið
frá rúmlega 300 þúsund manna þjóð
geti verið svona gott og náð svona
langt. Að baki góðs árangurs, hvort
sem er á fótboltavellinum, öðrum
íþróttum, vinnu eða einkalífinu
liggja sömu lögmál. Ég ætla ekki að
fjalla hér um fótboltafærni leik-
manna, enda ekki mitt sérsvið en ég
vil benda á nokkur lykilatriði sem
auka líkur á árangri hvar sem er í líf-
inu.
Sátt um mistök
Öll gerum við mistök, það er okk-
ur ómögulegt að vera fullkomin eða
óbrigðul. Hástökkvari sem setur
heimsmet stekkur ekki þá hæð í öll-
um mótum eða æfingum, nær því
kannski bara einu sinni á ævinni. Við
höfum val um hvernig við mætum
mistökunum okkar. Einstaklingar
sem ná afburðaárangri eiga það
sameiginlegt að gera ráð fyrir því að
gera mistök. Þeir eru óhræddir við
þau og horfa í raun á mistök sem
tækifæri til að læra af, breyta og
bæta hegðun og/eða hugsun.
Jákvæð hugsun
Þeir sem ná árangri mæta sjálfum
sér og liðsfélögum, þegar mistök
verða eða illa gengur með jákvæð-
um, hvetjandi og uppbyggilegum
hætti.
Opinn hugur
Til að ná árangri er mikilvægt að
vera auðmjúkur gagnvart þekkingu
og reynslu annarra og tilbúinn að
læra. Til þess er mikilvægt að hafa
einlægan áhuga á bæði sjálfum sér
og öðrum. Við erum alltaf á einhvern
hátt hluti af liði, hvort sem liðið okk-
ar klæðist fótboltabúningi, er vinnu-
staðurinn okkar eða fjölskyldan.
Mikilvægt er að traust, virðing, sam-
vinna, umburðarlyndi og skilningur
ríki á milli liðsfélaga. Til að það sé
hægt þurfa allir að vera tilbúnir að
tjá sig, segja hvert við erum að
senda boltann, hvort við viljum fá
hann og hvað við ætlumst til af liðs-
félögum okkar.
Persónuleg markmið
Lykilatriði er að forðast ósann-
gjarnan samanburð við aðra eða
miða markmiðin sín við eitthvað sem
Lykilatriði sem auka
líkur á árangri í lífinu
Heilsupistill
Bryndís Einarsdóttir
sálfræðingur
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Neistar á milli „drúída“
og „veiðimanns“
Örlögin gripu í taumana fyrir átta árum þegar Karin Esther
Gorter fór að spila tölvuleikinn World of Warcraft við Jón
Adolf Steinólfsson. Innan tíðar hafði hún selt allar eigur sínar
í Hollandi og sest að á Íslandi. Á sameiginlegri vinnustofu
neistar á milli þeirra þegar hún bræðir gler í skart og hann
sker út í tré og stein. Leiknum er hvergi nærri lokið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sölubásinn Karin Esther segir jafnt túrista og Íslendinga kaupa glerskart-
gripina sem eru til sýnis og sölu á sýningunni Þinn heimur í Perlunni.