Morgunblaðið - 11.07.2016, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
✝ Anna Lovísafæddist 8. júní
1939 í Reykjavík.
Hún lést á Land-
spítalanum 4. júlí
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Kolbeinn
Finnsson skip-
stjóri, f. í Reykja-
vík 1901, d. 1986,
og Laufey Otta-
dóttir húsfreyja, f.
í Reykjavík 1902, d. 1998.
Bróðir Önnu Lovísu er Finnur,
f. í Reykjavík 1935.
Anna Lovísa giftist 23. ágúst
1963 eftirlifandi eiginmanni
sínum, Jóhannesi Johannessen
lögfræðingi, f. 10. nóvember
1937 í Reykjavík. Foreldrar
Eiginkona hans er Svava Björk
Hákonardóttir, f. 1977. Börn
þeirra eru Anna Johannessen,
f. 2010, og Lovísa Johannessen,
f. 2013.
Anna Lovísa ólst upp og bjó
alla tíð á Vesturgötu 41 í
Reykjavík. Að loknum barna-
skóla fór hún í Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar og eftir það í
Menntaskólann í Reykjavík,
þaðan sem hún lauk stúdents-
prófi. Utan heimilis vann Anna
Lovísa um árabil í Landsbanka
Íslands og síðar margvísleg
störf fyrir Dómkirkjuna í
Reykjavík og safnaðarheimili
kirkjunnar, allt þar til hún
hætti störfum sökum aldurs.
Hún starfaði einnig að fé-
lagsmálum á vegum kirkj-
unnar, einkum fyrir kirkju-
nefnd kvenna Dómkirkjunnar,
kvenfélag kirkjunnar.
Anna Lovísa Johannessen
verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 11.
júlí 2016, klukkan 13.
hans voru Har-
aldur Johann-
essen, f. í Reykja-
vík 1897, d. 1970,
og Anna Johann-
essen, f. á Seyð-
isfirði 1900, d.
1983.
Börn Önnu
Lovísu og Jóhann-
esar eru: 1) Laufey
Johannessen, f.
1966. Eiginmaður
hennar er Ólafur Garðarsson,
f. 1959. Börn Ólafs eru Garðar
Steinn Ólafsson, f. 1983, og Re-
bekka Ólafsdóttir, f. 1985.
Börn Laufeyjar og Ólafs eru
Jóhannes Ólafsson, f. 1998, og
Anna Ólafsdóttir, f. 2001. 2)
Haraldur Johannessen, f. 1968.
Það er erfitt að horfa upp á
manneskju sem manni þykir
vænt um lúta í lægra haldi fyrir
illvígum sjúkdómi. Þeir erfið-
leikar eru samt hjóm miðað við
það sem lagt er á þann sjúka.
Samt sem áður kvartaði Anna
Lovísa, tengdamóðir mín til
tæplega 30 ára, sjaldan eða aldr-
ei. Það var ekki hennar stíll.
Hún var af þeirri kynslóð sem
setur sína velferð og hagsmuni á
eftir velferð maka, barna og
barnabarna.
Ég kom fyrst á Vesturgötuna
árið 1988 þegar ég hafði kynnst
dótturinni Laufeyju. Frá upp-
hafi var mér tekið með hlýju og
væntumþykju og börnum mín-
um tveimur, Garðari Steini og
Rebekku, var tekið eins og
barnabörnum. Þeim var tekið á
þann hátt að þau eignuðust auka
sett af afa og ömmu sem þau
hafa haldið mjög góðu sambandi
við alla tíð. Til marks um það
kalla börn Rebekku, Ólafur Árni
og Sara Katrín, Önnu og Jóa
alltaf ömmu og afa! Þó að Anna
Lovísa hafi verið orðin máttfarin
síðustu vikurnar gladdi það hana
mikið þegar henni var sagt frá
því að það fyrsta sem Ólafur
Árni hefði spurt að var hvernig
henni liði og hefði síðan bætt við
að hann væri að teikna mynd
handa henni.
Þegar við Laufey eignuðumst
soninn Jóhannes og síðan dótt-
urina Önnu eignuðust börnin
nánast annað heimili á Vestur-
götunni. Það þurfti aldrei að
hringja eftir pössun. Anna og
Jói vildu helst fá þau á hverjum
degi. Ef ekki þá komu þau í
heimsókn. Það var ekki einungis
að nánast allt væri látið eftir
þeim eins og ömmu og afa er sið-
ur heldur var krökkunum gefinn
tími. Tími sem var notaður til að
tala við þau, fræða og kenna
þeim hluti. Enda var haft orð á
því í skóla hve miklum orðaforða
þau byggju yfir og hve fullorð-
inslega þau kæmust að orði.
Í þessi tæplega 30 ár sem ég
hef þekkt Önnu Lovísu hefur
aldrei borið skugga á samskipti
okkar. Frá henni stafaði vænt-
umþykja, ást og umhyggja og
hún virtist hafa nóg af þessum
eiginleikum fyrir alla. Eigin-
leikum sem ég sé í dóttur hennar
og börnum okkar. Fyrir þetta og
öll okkar samskipti langar mig
að þakka að leikslokum um leið
og ég bið góðan Guð um að gefa
Jóa, Laufeyju, Haraldi og henn-
ar nánustu styrk.
Ólafur Garðarsson.
Það eru mikil forréttindi að
hafa átt ömmu svo elskulega að
hún fann rúm í hjarta sínu fyrir
auka barnabörn. Frá því að faðir
okkar féll fyrir Laufeyju dóttur
hennar, er við vorum ung að ár-
um, varð Anna Lovísa umsvifa-
laust amma okkar systkinanna.
Það var enginn kurteisistitill
stjúp- eða tengdaömmu. Amma
Anna gaf hjarta sitt allt til barna
sinna og barnabarna, okkar
jafnt og annarra sem voru svo
heppin að eiga hana að. Á hlýju
hennar, umhyggju og gestrisni
voru engin takmörk.
Við munum minnast með
hlýju allra heimsóknanna á
Vesturgötuna og alls sem við
brölluðum saman í gegnum tíð-
ina, sérstaklega fjársjóðsleit-
anna upp á lofti eða niðri í kjall-
ara. Við munum alltaf muna eftir
ömmu Önnu sem var með sér
skúffu í eldhúsinu með nammi,
litlu dóti, eða öðru spennandi
smáhlutum bara fyrir okkur
barnabörnin. Við munum alltaf
muna eftir ömmu Önnu sem
hugsaði um aðra á undan sjálfri
sér. Meira að segja undir það
síðasta þegar orkan og hreyfi-
getan voru af skornum skammti
gast þú ekki látið það ógert að
sjá til þess að allir hefðu þægi-
legan stað til að sitja í kringum
þig.
Við fjölskyldan eigum eftir að
sakna þín sárt, elsku amma
Anna, en við eigum heilan hell-
ing af góðum minningum til að
varðveita. Brotthvarf þitt úr
þessum heimi dimmir bjart ljós
heimsins sem lýsti frá Vestur-
götu, en lifir nú í hjörtum allra
sem þig þekktu.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Bless, elsku amma Anna.
Takk fyrir allt.
Þín,
Rebekka og Garðar Steinn.
Ég var u.þ.b. fimm ára gömul
þegar ég hitti Önnu Lovísu
fyrst, en hún var þá nýtrúlofuð
Jóhannesi móðurbróður mínum.
Frá fyrstu tíð sýndi hún mér
hlýju og elsku og urðum við
strax miklar vinkonur og hélst
sú dýrmæta vinátta allt til enda.
Þegar ég missti föður minn ung
að árum reyndist hún mér ómet-
anleg með umhyggju sinni og
skilningi – því mun ég aldrei
gleyma.
Eftir því sem árin liðu urðum
við enn nánari og var hún mér
ávallt kær vinkona og bakhjarl.
Hún var traust sem klettur,
ráðagóð, elskuleg og kunni vel
að meta hið spaugilega í tilver-
unni. Við áttum saman margar
gleðiríkar stundir. Í huga mín-
um ríkir nú mikill söknuður en
jafnframt djúpt þakklæti fyrir
vináttu hennar og kærleika, sem
hún sýndi mér og mínum alla tíð.
Hún lét sig allt mannlegt
varða og var óþreytandi að að-
stoða og liðsinna fólki ef hún
mögulega gat. Ég veit að hún
reyndist mörgum vel og að
margir hafa notið aðstoðar
hennar og góðra ráða í gegnum
tíðina.
Anna Lovísa var góðum gáf-
um gædd og umræður og skoð-
anaskipti við hana voru alltaf
gefandi og skemmtileg og var
húmorinn aldrei langt undan.
Þau Jóhannes voru mjög
gestrisin og stóð heimili þeirra
alla tíð opið gestum og gangandi
og var oft margt um manninn og
glatt á hjalla. Anna var með af-
brigðum myndarleg húsmóðir
og aldrei skorti á glæsilegar
veitingar. Hún hélt vel utan um
fjölskylduna og hélt m.a. árlegt
boð í minningu móðurömmu
minnar, þar sem móðurfjöl-
skyldan kom saman og var það
okkur öllum mikils virði. Fjöl-
skyldan, eiginmaður, börn og
barnabörn voru henni afar mik-
ilvæg og velferð þeirra var henni
ofar öllu.
Að lokum langar mig að
þakka Önnu Lovísu fyrir sam-
fylgdina og gleðina, sem hún gaf
mér og mínu fólki. Við sendum
fjölskyldu hennar og ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Megi hún hvíla í friði.
Helga.
Anna Lovísa, vinkona mín til
liðlega 60 ára, er fallin frá eftir
erfiða og mikla baráttu við þann
sjúkdóm, sem að lokum hafði yf-
irhöndina.
Vinátta okkar hófst þegar við
byrjuðum nám í Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar, þá tæplega
14 ára gamlar. Það var góður
hópur sem þar treysti vináttu-
böndin, sem haldist hafa allt
fram á þennan dag.
Það er gott að líta yfir farinn
veg og njóta góðra minninga.
Hún Anna Lovísa var sterkur
persónuleiki, hafði mikla skap-
festu og bjó yfir æðruleysi sem
kom sér vel þegar á reyndi. Þó
svo að hún hafi gegnum árin tek-
ið að sér ýmis störf utan heim-
ilis, var heimilið og fjölskyldan
ávallt í fyrirrúmi. Velferð
barnanna og barnabarnanna átti
hug hennar allan.
Nokkur síðustu ár höfðum við
þann háttinn á að við ræddum
daglega saman í síma. Við rædd-
um gjarnan um lífið og til-
veruna. Tilgang lífsins, þetta
undarlega ferðalag sem lífs-
hlaupið er.
Síðustu misserin voru lituð af
erfiðri baráttu hennar við veik-
indi. Í þeirri baráttu kom ber-
lega í ljós það æðruleysi og sú
seigla sem einkenndi allt hennar
líf. Trúin hjálpaði henni mikið.
Hún trúði orðum frelsarans sem
sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá
sem trúir á mig mun lifa þótt
hann deyi.
Anna lifði lífinu þannig að hún
skilur eftir sig stórt skarð sem
verður vandfyllt. Nú kveð ég
kæra vinkonu með söknuð í
huga, en jafnframt þakklæti og
gleði yfir liðnum samverustund-
um.
Læt hér fylgja ljóð eftir
James McNulty.
Gættu þess vin, yfir moldunum
mínum,
að maðurinn ræður ei næturstað
sínum.
Og þegar þú hryggur úr garðinum
gengur
ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei
lengur.
En þegar þú strýkur burt tregafull
tárin,
þá teldu í huganum yndisleg árin,
sem kallinu gegndi ég kátur og glaður.
Það kæti þig líka, minn
samferðamaður.
Blessuð sé minning góðrar
konu.
Margrét S. Einarsdóttir.
Vinahringur Dómkirkjunnar
hefur ætíð verið stór og sterkur.
Þess hafa þeir notið, sem komið
hafa þar til starfa. Þeim hafa
mætt vinahendur karla og
kvenna, fólks sem hefur skilið
gildi samstöðunnar, einingar í
orði, anda og kærleika Krists.
Við erum í hópi þeirra, sem
þessa hafa notið. Við vorum tek-
in inn í þennan hring fyrir nærri
45 árum og njótum hans enn.
Anna Johannessen kom snemma
í hringinn og við fundum vel hlý
og sterk handtök hennar. Frá
þeim streymdu heilindi og hug-
arhlýja. Sagt er að þakkarskuld-
in sé eina skuldin sem auðgar
manninn. Við erum í slíkri skuld
við Önnu Johannessen.
Anna gekk til liðs við kven-
félag safnaðarins, Kirkjunefnd
kvenna Dómkirkjunnar, og varð
þar snemma í framvarðasveit.
Þá var mikið unnið við að und-
irbúa basara til fjáröflunar. Þar
munaði mjög um Önnu sem var í
senn dugleg og fylgin sér. Gleðin
og áhuginn geislaði af henni.
Hjálpsemi var einn af hennar
sterkustu eðlisþáttum. Hún var
ekki mikið fyrir að láta stjana
við sig en var þeim mun um-
hyggjusamari við aðra. Það var
aldrei nein lognmolla í kringum
hana, hún hreif fólk með sér
þannig að öllum þótti gott að
vera í návist hennar. Hún hafði
sterkar skoðanir bæði á mönn-
um og málefnum en vildi samt
aldrei á aðra halla.
Eftir að Dómkirkjan eignað-
ist Safnaðarheimilið við Lækjar-
götu tók Anna við húsmóður-
störfum þar og sinnti þeim um
árabil. Hæfileikar hennar nýtt-
ust þá einstaklega vel og heim-
ilið var rekið af rausn og mynd-
arskap. Meðal fastagesta var
margt af eldri borgurum sem
áttu sumir erfitt með að komast
þangað af eigin rammleik. Þá
var Anna boðin og búin til hjálp-
ar eftir því sem aðstæður henn-
ar leyfðu og sótti marga á eigin
bifreið eða ók þeim heim. Þannig
var Anna Johannessen yndisleg
manneskja sem við hljótum að
sakna. Við vottum ástvinum
hennar einlæga samúð og biðj-
um þeim styrks og blessunar.
Fyrir okkar hönd og kvennanna
í Kirkjunefndinni tjáum við ein-
lægar þakkir og biðjum Guð að
leiða frábæra konu inn í sólarsali
eilífðar.
Dagbjört og Þórir
Stephensen.
Við Anna Johannessen áttum
samstarf í Dómkirkjunni í nær
hálfan annan áratug. Ég sagði
stundum að hún væri atvinnu-
prestsfrú og þá til tákns um
breytta tíma og aukið umfang
kirkjulegrar þjónustu í borgar-
samfélaginu. Hún var húsmóðir í
Safnaðarheimilinu og umsjónar-
maður starfs aldraðra þar.
Það var vissulega mikill feng-
ur að fá húsið í Lækjargötu 14
sem safnaðarheimili, en það
varðaði þó mestu að fá það fyllt
góðu lífi. Þar skipti Anna miklu
máli. Hún þekkti Vesturbæinn
og fólkið þar og hún þekkti af
áralangri þátttöku sinni til safn-
aðarstarfsins. Hún hafði starfað
með Kirkjunefnd kvenna Dóm-
kirkjunnar og gat ásamt þeim
góðu konum leitt það starf inn í
safnaðarheimilið og þróað þau
verkefni sem það hafði sinnt
þannig að til fyrirmyndar varð.
Hún passaði svo vel upp á
fólkið okkar og kæmi það ekki
grennslaðist hún fyrir um það og
beindi jafnvel okkur prestunum
til þess ef eitthvað var að.
Reglulega hringdi hún í þau sem
ekki gátu lengur komist til okk-
ar og hélt þannig tengslum
kirkjunnar uppi við sína gömlu
félaga.
Samverustundir aldraðra á
fimmtudögum kölluðum við Opið
hús og það fylltist af áhugasömu
og glaðværu fólki á flestum
aldri. Málsverður eftir hádegis-
bænir á miðvikudögum dró sem
segull að sér fólk sem starfaði í
miðborginni og var þakklátt
andlegri og líkamlegri næringu.
Starfsmannafundir á þriðjudög-
um voru oft upplyftir af góðum
viðurgjörningi Önnu. Hún var
þannig matselja að hún bauð í
senn gnægtir og gæði. Auðfund-
ið var að maður var velkominn
og átti að njóta.
Á tíma atvinnuleysis í byrjun
tíunda áratugarins var starfs-
stöð kirkjunnar fyrir atvinnu-
leitendur í Safnaðarheimili
Dómkirkjunnar og kom fólk
þangað tvisvar í viku að morgn-
inum. Anna stóð fyrir veitingun-
um með aðstoð fólksins sjálfs.
Þá og löngum kom fólk að finna
okkur prestana og urðu sumir
skjólstæðingar okkar til lengri
tíðar. Við vorum ekki endilega
alltaf við og þá tók Anna við
þeim í eldhúsið til sín.
Anna var góður hlustandi og
hughreystandi og nutu þess
margir. Ekki síður við starfs-
fólkið. Hún bar marga áhyggj-
una með mér og sýndi mér
trausta vináttu. Þau Jóhannes
tóku vel við innliti og er aðeins
dapurlegt að hafa ekki nýtt það
enn betur og eins að hafa ekki
gert sér grein fyrir hversu veik
hún var orðin fyrr en um seinan.
Maður hefur ekki alltaf þann
tíma sem maður vildi og áður en
varir er allt komið í kring.
Guð geymi Önnu Lovísu og
launi henni allt það góða sem
hún gerði og gaf. Hann huggi
Jóhannes og fólk þeirra allt.
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Í dag kveðjum Önnu Lovísu
Johannessen, konu sem ég mat
mikils. Ég kynntist henni þegar
ég var að alast upp í Vestur-
bænum, í gegnum Laufeyju vin-
konu mína og dóttur Önnu. Ég
eyddi drjúgum stundum með
vinkonu minni að leik á Vest-
urgötunni og má segja að þar
hafi ég átt annað heimili á upp-
vaxtarárunum. Anna Lovísa var
heimavinnandi á þessum tíma
og sinnti fjölskyldu sinni og
heimili afar vel en lét sig ekki
muna um að sinna nokkrum að-
komugemlingum í leiðinni og
laðaðist ég æ meira að þessari
hlýju og skemmtilegu konu.
Með tímanum varð æ algengara
þegar við krakkarnir vorum
heima hjá Laufeyju að ég laum-
aðist fram til Önnu Lovísu til að
spjalla og við urðum miklir mát-
ar. Ég var fljótlega farin að
þiggja kaffi með mikilli mjólk í
eldhúsinu hjá henni þar sem við
spjölluðum um heima og geima.
Anna var óvenjuvíðsýn og opin
og það var mér ákaflega mikils
virði að spjalla við hana eins og
fullorðin manneskja eins og ég
upplifði það þá og ég hef áttað
mig á því með árunum að slíkt
er alls ekki sjálfgefið, hvorki þá
né nú.
Ósjaldan þáðum við krakkarn-
ir veitingar hjá Önnu og ég held
að brúntertan hennar hljóti að
hafa verið hápunktur dagsins hjá
æði mörgum krökkum á þessum
tíma. Mér finnst merkilegt til
þess að hugsa hvað það virtist
sjálfsagt að setjast til borðs á
Vesturgötunni í tíma og ótíma,
stundum í kompaníi við marga
krakka, og háma í sig veitingar,
en viðmót Önmu bauð upp á það.
Í dag geri ég mér grein fyrir því
að slíkt var engan veginn sjálf-
sagt. Á þessum tíma var Rauð-
sokkahreyfingin í fullum gangi
og ansi umdeild, en móðir mín
var einn af frumkvöðlum hennar.
Það kom fyrir að ég fékk að
heyra það í hverfinu að þetta
væri vafasamur félagsskapur og
ef til vill best að halda sig fjarri
slíku. Þess vegna er mér sérstak-
lega minnisstætt samtal sem ég
átti við Önnu Lovísu um þetta
umdeilda málefni. Hún hélt
ákveðnu hlutleysi en ræddi við
mig um leið á þann hátt að hægt
var að sjá málin frá ýmsum hlið-
um sem segir ákveðna sögu.
Anna Lovísa var mikill bóka-
ormur og með tímanum urðum
við einskonar bókavinir og þótt
heimsóknum fækkaði verulega
með árunum héldum við alltaf
ákveðnu sambandi. Ef ég hnaut
um bók sem mér fannst sérstak-
lega til koma, skaut ég henni
gjarnan inn um lúguna á Vest-
urgötunni.
Árum saman hef ég hitt Önnu
Lovísu, á afmælisdegi Laufeyj-
ar, sem ber upp á aðfangadag. Í
lítilli tilraun til að sýna henni
þakklæti hef ég lagt í vana minn
að velja nýja bók sem ég hef
kunnað meta, og afhenda Önnu
með korti sem hefur hljómað
eins í mörg ár: „Takk fyrir brún-
tertuna, Stúfur.“ Þetta hefur
verið lítill einkabrandari, því
henni fannst þetta alltaf jafn
skondið en spurði mig í hálfkær-
ingi fyrir ekki svo löngu hvort
brúntertan væri nú ekki að
verða fullþökkuð. Það má vera
en ég fæ seint fullþakkað að hafa
fengið að kynnast Önnu Lovísu,
víðsýni hennar, kímnigáfu og
elskusemi. Það eru hin sönnu
verðmæti sem fylgja samferða-
mönnum hennar um ókomna tíð.
Jóhannesi, Laufeyju, Haraldi
og fjölskyldunni allri sendum við
fjölskyldan okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir.
Við andlát Önnu Lovísu Jo-
hannessen fer ekki hjá því að
gamlar minningar frá mennta-
skóla- og háskólaárunum komi
upp í hugann. Á þeim tíma hitt-
umst við vinir Halla, sonar
Önnu, oft á Vesturgötu 41 þar
sem hið vel búna heimili fjöl-
skyldunnar stendur. Minningar
úr þessu húsi eru allar ljúfar.
Anna og Jóhannes tóku okkur
opnum örmum ásamt Laufeyju,
systur Halla, og verður hjarta-
hlýja þeirra og elskulegheit okk-
ur félögum ógleymanleg. Fyrir
kom að ég náði spjalli við Lauf-
eyju Ottadóttur, móður Önnu,
sem einnig bjó í húsinu meðan
hún lifði, og minnist ég þess með
mikilli ánægju. Laufey var vin-
kona ömmu minnar heitinnar,
Halldóru Magnúsdóttur, og haf-
sjór af fróðleik um gömlu
Reykjavík.
Oftar en ekki var eitthvað
gómsætt á boðstólum á Vestur-
Anna Lovísa
Johannessen
HINSTA KVEÐJA
Við kveðjum í dag með
miklum söknuði vinkonu
okkar, Önnu Lovísu Jo-
hannessen og þökkum fyrir
yndislega vináttu hennar
og kærleika.
Elsku Anna, minning þín
lifir og væntumþykja okkar
fylgir þér alla tíð.
Megi góður Guð blessa
Jóhannes, Laufeyju, Har-
ald og alla góðu fjölskyld-
una hennar Önnu, sérstak-
lega englana hennar, þau
Jóhannes, Önnu, Önnu og
litlu Lovísu.
Hjartans kveðja,
Þórunn, Bergljót og
Soffía Wathne.