Ægir - 01.08.2015, Page 9
9
byggingu verkefnisins, stjórnun
þess og fjármögnun. Hins veg-
ur eru ákveðnir þættir enn til
skoðunar eins og til dæmis
spurningar um aðkomu ríkisins,
úthlutunarreglur til sérverkefna
og forgangsröðun markaða.
„Við skulum gefa okkur góðan
tíma til að skoða þetta því það
liggur ekkert á,“ sagði Jens
Garðar. Hann sagði að hags-
munir félaga innan SFS væru
stundum ólíkir og gæði mis-
munandi milli framleiðenda.
Hann nefndi líka að ef til vill
væri það ákveðin hindrun að í
dag selst fiskurinn og á góðum
verðum og af hverju ættu
menn þá að vera að hugsa um
þetta núna.
Hann benti á að í Noregi og
Alaska hafa verið settir gríðar-
legir fjármunir í sameiginlega
markaðssetningu sjávarafurða
og risavaxin samtök sjái um
merkin þeirra. Norðmenn setja
um 600 milljónir króna á ári í
gagnagrunninn og 75 manns
starfa hjá Norwegian Seafood
Council (NSC) og í Alaska starfa
rúmlega 50 manns hjá sam-
bærilegri stofnun, Alaska Sea-
food. „Við erum ekki að tala um
slík verkefni en við getum hins
vegar lært mikið af þeim og
það sem skiptir kannski mestu
máli. Þá komumst við kannski
hjá því að gera sömu mistökin.“
Sameiginleg verkfærakista
Jens Garðar segir forsendu þess
að fara í slíkt verkefni að greinin
sjái von um virðisauka. Með
samhæfðum skilaboðum inn á
markaðinn megi ná enn betri
árangri. Hann benti á kosti þess
að byggja upp gagnagrunn
sem yrði sameiginleg verkfæra-
kista sjávarútvegsins þangað
sem hægt yrði að sækja upplýs-
ingar um neytendur, vöru-
flokka, tollamál, samkeppnis-
greiningar og samanburð á
mörkuðum og fleira. Með slíkri
verkfærakistu gætu menn
gengið betur í takt og sent
sömu skilaboð út á markaðinn
sem yrði rauði þráðurinn í skila-
boðum íslensks sjávarútvegs.
„Þetta snýst ekki bara um mark-
aðinn heldur líka um neytend-
ur. Þetta er eitt af stóru málun-
um sem við þurfum að horfa til
á næstu misserum,“ sagði Jens
Garðar Helgason formaður
Samtaka fyrirtækja í sjávarút-
vegi.
Hillumarkaðssetning
Árni Geir Pálsson forstjóri Ice-
landic Group var meðal þeirra
sem tóku þátt í umræðum um
sameiginleg markaðsmál á ráð-
stefnunni. Hann benti á að Ís-
lendingar fá nú hærra verð fyrir
afurðirnar og meiri hagnað út
úr greininni en Norðmenn.
Helsta ástæðan er að Íslending-
ar hafa um langt árabil lagt
áherslu á gæði. „Við höfum átt
gæðahandbækur sem hafa orð-
ið öðrum fyrirtækjum og þjóð-
um fyrirmynd. Við höfum
ástundað nýsköpun og nýtt
þau tækifæri sem hafa komið
upp og hlustað á það sem
markaðirnar hafa verið að biðja
um.“
Hann benti á að Íslendingar
væru með takmarkaða auðlind
og hefðu náð háum verðum.
Þess vegna teldi hann svokall-
aða hillumarkaðssetningu (nic-
he marketing) vænlega leið til
að auka verðmæti einstakra
tegunda í sameiginlegri mark-
aðssetningu. Þá er valin tiltekin
afmörkuð hilla á markaðinum
sem menn kappkosta að þjóna
vel til lengri tíma. Hann lagði
áherslu á að ef ákveðið væri að
taka upp eigið vörumerki yrði
að hugsa slíkt til langs tíma. Þá
yrðu menn að hafa úthald og
sýna staðfestu óháð því hvernig
dollarinn eða evran þróast á
hverjum tíma. Velji menn að
styðja við ákveðna markaði
verði að gera það til lengri tíma.
Hann tók undir með Jens Garð-
ari að skynsamlegt væri að
byggja upp gagnagrunn og
verkfærakistu sem allir geti not-
að til að stytta leiðina út á
markaðinn.
Verkfæratösku frekar en
flugeldasýningu
Brynjólfur Eyjólfsson markaðs-
stjóri hjá HB Granda sagði
markaðsmál ekki bara snúast
um að búa til skemmtilegar
auglýsingar og halda flotta við-
burði heldur að skapa verð-
mæti. „Þegar við tölum við okk-
ar markað erum við að segja
sögu um veiðarnar okkar og
vinnsluna og tölum þá jöfnum
höndum um Ísland. Þá er mikil-
vægt að það sem við segjum sé
satt. Við ætlum ekki að fara að
segja einhverja sögu um frá-
bærar vörur, frábærar auðlindir
og að allt sé í fínu standi ef við
getum ekki staðið við það.“
Brynjólfur sagðist telja að
það gæti skilað árangri að vinna
saman í markaðssetningu á ís-
lenskum fiski en það væri ekki
sama hvernig það væri gert.
Slíkt yrði að byggjast á þekk-
ingu og af henni væri geysilega
mikil til í greininni. Menn þurfi
að hafa þekkingu bæði á mark-
aðsmálum og sjávarútvegi og
því hvernig ólíkir markaðir
virka. Slík þekking sé fyrir
hendi. „Ég held að sameiginleg
markaðssamskipti séu eitthvað
sem við eigum að vera jákvæð
fyrir,“ sagði Brynjólfur.
Brynjólfur sagði stundum
spurt af hverju gangi hvorki né
reki að ná saman um sameigin-
lega markaðssetningu íslenskra
sjávarafurða. Ástæðan væri
Árni Geir Pálsson forstjóri Icelandic Group telur hillumarkaðssetningu
vænlega leið til að auka verðmæti einstakra tegunda í sameiginlegri
markaðssetningu.
Brynjólfur Eyjólfsson markaðsstjóri HB Granda telur að sameiginleg
markaðssetning sé eitthvað sem menn eigi að vera jákvæðir fyrir, en það
skipti máli hvernig það sé gert.