Ægir - 01.08.2015, Page 23
23
Engin íblöndunarefni notuð
Hráefni í framleiðsluna er marn-
ingur frá fiskvinnslu ÚA á Akur-
eyri, fiskhold sem hreinsað er af
beingarði þorsks með sérstakri
tækni. Arcticus Sea Products
framleiðir sem stendur úr 1500
kg af marningi á viku og er
framleiðslugeta fyrir hendi til
að auka þar við.
„Hráefnið sem við vinnum úr
er því fyrsta flokks, kælt og
kemur beint úr vinnslu ÚA en
við tökum marninginn strax inn
í vinnslu til okkar, mótum bit-
ana og þurrkum eftir að hafa
blandað salti í hann til bragð-
bætis. Það er eina viðbótarefnið
sem við notum, þetta er vara án
allra litar- eða íblöndunarefna.
Hollari verður þessi vara ekki,“
segir Steingrímur en Arcticus
Sea Products er gott dæmi um
þann fullnýtingaráhuga sem
víða eru merki um í íslenskum
sjávarútvegi í dag.
Kryddaður bitafiskur!
„Auk þess sem við seljum beint
í verslanir undir eigin merkjum
framleiðum við bitafisk úr
marningi fyrir Heilsu ehf., bæði
fisk sem er algjörlega án við-
bótarsalts og líka bita með líf-
rænum kryddum en fyrir þá
framleiðslu fengum við frum-
kvöðlaverðlaun á nýafstaðinni
matvælasýningu hér á Akur-
eyri,“ segir Steingrímur en eig-
endur Arcticus Sea Products
stefna ótrauðir á erlenda mark-
aði með bitafiskinn.
„Stefnan hefur alltaf verið á
útflutning og við teljum okkur
eiga mikla möguleika með þær
vörur sem við framleiðum í dag.
Samhliða því horfum við eftir
nýjum tækifærum í framleiðslu
fiskafurða fyrir neytendamark-
að, bæði hérlendis og erlendis,“
segir Steingrímur en stöðugildi
hjá fyrirtækinu eru nú orðin
þrjú og mun fjölga með aukinni
framleiðslu.
Hjalteyri við Eyjafjörð er sögufrægur staður og helst tengdur síldarárunum en í húsum frá þeim tíma hefur Arcticus Sea Products komið starfsemi
sinni fyrir.
Fyrirtækið réðst í að smíða stóran og öflugan þurrkklefa í vinnslusaln-
um á Hjalteyri og má segja að hann sé hjartað í starfseminni. Bitarnir
eru um 30 tíma í þurrki.
www.isfell.is
Sjófatnaður
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi
• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1
• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður -
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is