Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2015, Síða 30

Ægir - 01.08.2015, Síða 30
30 „Umhverfismálin eru samspil margra þátta og birtast okkur t.d. í tækniframförum í grein- inni, líkt og ég nefndi áður hvað varðar vélbúnað skipanna, sem aftur gera okkur kleift að ná fram hagkvæmni í orkuþættin- um, minnka útblástur og gera starfsemina þannig umhverfis- vænni í heild. Við vinnum sam- kvæmt þeirri ákvörðun að minnka kolefnislosun HB Granda um 30-40% innan fimmtán ára og höfum þannig að ákveðnu takmarki að stefna. Við erum með þessu bæði að fylgja straumum dagsins í dag og horfa um leið fram í tímann,“ segir Svavar. Tækifæri framundan á umhverfissviðinu HB Grandi er aðili að Hafinu - öndvegissetri um sjálfbæra nýt- ingu og verndun hafsins og sit- ur Svavar í stjórn þess fyrir hönd fyrirtæksins. Á þeim vett- vangi segir hann fara fram áhugaverðar rannsóknir á nýt- ingu annarra orkugjafa en jarðaefnaeldneytis til að knýja fiskiskip. „Þar erum við að skoða met- anól sérstaklega, orkugjafa sem er framleiddur hér á landi. Nú þegar er verið að prófa erlendis að keyra skip að hluta á met- anóli og ég er ekki í vafa um að í framtíðinni eru veruleg tæki- færi fólgin í því fyrir sjávarút- veginn að skipta yfir í nýja orku- gjafa. Þetta mun auðvitað taka áratugi en á meðan erum við að taka í notkun ný skip þar sem hugsað er til orkusparnaðar á öllum sviðum, hvort heldur við horfum á vélarnar sjálfar, skrúf- ur, hönnun, veiðitækni eða aðra þætti. Við erum þess vegna að mínu mati á mjög áhugaverð- um stað í þróun og það sem framundan er tel ég fyrst og fremst færa okkur ný tækifæri,“ segir Svavar. „Viljum standa okkur vel“ Umhverfisáhugi í sjávarútvegi er vaxandi að mati Svavars og bendir hann m.a. því til stuðn- ings á að þegar Samtök fyrir- ækja í sjávarútvegi voru stofn- uð í fyrra létu þau verða eitt af sínum fyrstu verkum að styrkja doktorsrannsókn á súrnun sjáv- ar á Norðurslóðum. „Þetta er dæmi um ákveðinn tón og framtíðarhugsun um verndun fiskimiðanna í kring- um landið. Við viljum vita hvort og hvaða áhrif einstakir þættir hafa á auðlindina. Það þarf að horfa til allra áhættuþátta í þessu samhengi, hvort heldur eru efni sem koma frá fiskiskip- um, flutningaskipum eða t.d. farþegaskipum sem verða æ al- gengari hér við landið,“ segir Svavar. Aðspurður segir hann sjávarútvegsfyrirtæki ekki standa í verulegu mæli frammi fyrir beinum kröfum kaupenda hvað varðar spurninguna um hvernig að umhverfismálum sé staðið í framleiðslu þeirra. „Við viljum auðvitað fyrst og fremst standa okkur vel í að vernda umhverfið og vera með- vituð um hversu miklu máli það skiptir okkur og framtíðarstarf- semi okkar. Þunginn í umræð- unni um umhverfis- og loftlags- mál er vaxandi í heiminum og þess vegna er mikilvægt fyrir okkur sem fyrirtæki að leggja lóð á þær vogarskálar með ákvörðunum, líkt og smíði nýrra skipa, þar sem við horfum sér- staklega til þessara þátta,“ segir Svavar. Fyrirtækið Margildi ehf. fékk viðurkenninguna Svifölduna sem framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015 sem haldin var á dögun- um. Verðlaunin voru nú veitt í fimmta sinn en markmiðið með þeim er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með framsæknum og frumlegum hugmyndum. Hugmyndin Margildis geng- ur út á að framleiða lýsi úr markríl, síld og loðnu til mann- eldis. Fyrirtækið hefur þróað nýja vinnsluaðsferð, svokallaða hraðkaldhreinsun sem gerir kleift að kaldhreinsa lýsi úr upp- sjávartegundunum. Fram til þessa hefur ekki verið unnt að kaldhreinsa á skilvirkan hátt og fullhreinsa fyrrnefnt lýsi til manneldis vegna mikils magns mettaðra og langra einómett- aðra fitusýra s.k. steríns í lýsinu. Önnur verðlaun fékk Katla Hrund Björnsdóttir, nemi við Háskólann á Akureyri fyrir hug- myndina ljómandi krókar. Hug- myndin er að setja flúr- og fos- fórljómandi (sjálflýsandi) máln- ingu á öngla sem notaðir er til að laða að fiskinn við veiðar. Þriðju verðlaun fékk Jónas Hallur Finnbogason fyrir hug- myndina ITS uppþíðingu (In- dividual Thawing System) sem gengur út á að losa í sundur blokkfrystan heilan fiski snemma í ferlinu og þýða upp staka fiska. Svifaldan er gefin af TM en jafnframt veitt verðlaunafé og viðukenningar til þeira sem standa að þremur bestu hug- myndunum. Margildi fékk Svifölduna Snorri Hreggviðsson (tv) og Magnús Valgeir Gíslason tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Margildis ehf. F réttir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.