Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2015, Qupperneq 31

Ægir - 01.08.2015, Qupperneq 31
31 F réttir Ráðstefnan World Seafood Con- gress verður haldin í Reykjavík dagana 10.-14. september 2017. Hún er haldin á tveggja ára fresti og ekki einasta er þetta í fyrsta skipti sem ráð- stefnan er haldin á Íslandi heldur jafnframt í fyrsta skipti sem henni er valinn staður á einhverju Norðurlandanna. Val- ið stóð á milli Íslands og Víet- nam fyrir ráðstefnustað 2017. Matís vinnur að skipulagi og undirbúningi World Seafood Congress 2017 og eru drög að dagskrá, heimasíða og fleira að taka á sig mynd. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri hjá Matís, segir kynningu á ráðstefnunni að hefjast í íslenskum sjávarút- vegi sem hún segir að fái þar gott tækifæri til að kynna sig á alþjóðavettvangi. Bláa lífhagkerfið í brennidepli Meginþema ráðstefnunnar 2017 verður vöxtur í bláa líf- hagkerfinu en með því er vísað til mikilvægis hafsins og þeirra tækifæra sem það skapar til vaxtar, nýsköpunar, rannsókna og markaðssetningar með matvælaöryggi, fæðuöryggi, sjálfbærni og matarheilindi að leiðarljósi. Fjallað verður um ný- sköpun í sjávarútvegi, nýjar vörur og möguleika til fjárfest- inga, matvælaöryggi og for- sendur nýsköpunar í matvæla- framleiðslu fá einnig umfjöllun sem og alþjóðleg verslun með mat. Svokölluð matarheilindi verða einnig umfjöllunarefni, þ.e. baráttan gegn svikum í matvælaframleiðslu, rekjanleika í matvælaframleiðslu, sölu á tímum netverslunar og matar- tengdar ferðaþjónustu. Mark- aðsaðgengi er annað mikilvægt viðfangsefni og gefast tækifæri til að fjalla um aðgengi að mörkuðum ekki hvað síst vax- andi mörkuðum í Afríku og As- íu. Opnar ný tækifæri „Alþjóða matvælastofnunin (FAO) stofnaði til ráðstefnunnar á sínum tíma og ásamt henni hafa undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna komið að þessum vettvangi. Hér á landi höfum við Sjávarútvegsháskóla Sam- einuðu þjóðanna og munum við að sjálfsögðu tengja hann þessari ráðstefnu. Ráðstefnan er að okkar mati kjörið tækifæri til að kynna íslenskan sjávarút- veg alþjóðlega enda sækja hana fulltrúar hvaðanæva að úr heiminum. Reynslan hefur sýnt að sjávarútvegur þess lands þar sem ráðstefnan er haldin hverju sinni fær mikið kastljós og okk- ar markmið er að svo verði einnig að þessu sinni. Liður í því verður tenging hennar við Ís- lensku sjávarútvegssýninguna sem hefst þann 13. september 2017 en lokadagur ráðstefn- unnar er jafnan helgaður heim- sóknum til fyrirtækja í greininni og í okkar tilfelli munu ráð- stefnugestir verja síðasta deg- inum á sýningunni. Við höfum þarna mikinn vettvang til að koma á framfæri fyrir hvað ís- lenskur sjávarútvegur stendur, hvernig við stýrum veiðum, vinnslu, markaðsmálum og öllu öðru sem að greininni snýr. Markmiðið er að ráðstefnan skili okkur ávinningi og skapi um leið ný tækifæri fyrir greinina, því viljum hvetja bæði fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt.“ segir Sigrún Elsa. Ráðstefnan World Seafood Congress á Íslandi í fyrsta sinn árið 2017 Tækifæri til að kynna íslensk- an sjávarútvegi alþjóðlega Íslenskur sjávarútvegur mun fá mikið kastljós á WSC ráðstefnunni haustið 2017, líkt og jafnan er um sjávarút- veg í því landi þar sem hún er haldin hverju sinni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri hjá Matís.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.