Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 6
6 Fiskvinnsla er geysilega vítt hugtak og ekki þarf endilega að vera víst að við túlkum þetta hugtak öll með sama hætti. Í huga sumra merkið þetta hugtak að vinna úr bolfiski - hvítfiskvinnsla sem stundum er líka svo skilgreind. Aðrir fella undir hugtakið fiskvinnslu allt sem að úr- vinnslu á fiski snýr, hvort heldur er bolfiskur, uppsjávarfiskur, rækja - hvítur fiskur eða lax. Í öllu falli felur hugtakið í sér að vinna fisk með ein- hverjum hætti, leggja vinnu í að búa til úr fiski einhvers konar afurð. Og þá fyrst má segja að óravíddirnar taki við. Vinnsla á fiski er á Íslandi í dag með allt öðrum hætti en var fyrir áratugum, talsvert breytt frá því sem var fyrir 10 árum. Reyndar sjáum við vinnslur komnar á fulla ferð í tækni sem ekki var til fyrir einu ári! Ægir er að þessu sinni að stórum hluta helgaður umræðu um fisk- vinnslu og fiskvinnslutækni. Það er nánast sama í hvaða átt vinnslunnar er litið um þessar mundir - allt virðist í mikilli gerjun og á fullri ferð í átt til breyttrar framtíðar. Við sjáum öra þróun í flutningum og flutninga- tækni, sífellt fjölbreyttari óskir frá afurðamörkuðum, fiskur er í vaxandi mæli unninn ferskur um leið og frystingin þróast líka, bitavinnsla verð- ur sífellt fjölbreyttari og fleiri fyrirtæki taka þá tækni inn á gólf. Það er framþróun í úrvinnslu og pökkun, tæknileg framþróun í frumvinnsl- unni, t.d. flökun, hausavinnslu, marningsvinnslu og þar fram eftir göt- um. Og halda má síðan ferðinni um sögusviðið áfram og benda á tækniþróun í skipunum í kælingu og meðhöndlun afla sem beinlínis er ætlað að auka gæði í afurðavinnslunni. Ný skip munu verða lyftistöng og vafalítið munum við sjá fjárfestingar aukast í landvinnsluhúsum í nánustu framtíð. Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja hf., bend- ir á mjög áhugaverðan flöt á þessari heildarmynd í viðtali hér í blaðinu, þ.e. að horfa beri á fiskvinnslu í dag með upphafspunkt á afurðamörk- uðum erlendis og þá eru veiðarnar á hinum endanum. Með öðrum orð- um sé það einfaldlega afurðamarkaðirnir sem stýri því hvað gerist í vinnslunni frá degi til dags. „Við lítum á okkur sem þjónustufyrirtæki, okkar hlutverk er að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu,“ segir hann. Í þessu viðhorfi kristallast vel á hverju nútíminn byggist í sjávar- útvegi. Það þarf stöðugt að hlusta á og skynja óskir markaðarins. Og bregðast við. Viðbragðsflýturinn er einmitt einn af hornsteinum ís- lensks sjávarútvegs og meðal helstu styrkleika hans. En það er um leið hreint ekki svo að tæknivæðing í fiskvinnslunni snúist bara um einhverja „græjufíkn“ eins og sumir kynnu að halda. Hvort heldur talað er við vélaframleiðendur, þjónustufyrirtæki eða fisk- vinnslufyrirtækin sjálf eru svörin með sama hætti: gæði, afköst, sjálf- virkni, rekjanleiki, fjölbreyttari afurðamöguleikar, seljanlegri vörur og þannig mætti lengi halda áfram. Og farið er að örla á hugtökum á borð við sótspor, orkunýtingu og mörg önnur. Það er ekki langt um liðið síðan sú umræða var hávær í samfélaginu að við þyrftum að flytja „fullvinnslu“ sjávarafurða hingað heim. Enginn talar um þetta lengur. Fiskiðnaðurinn hefur stigið og er að stíga miklu stærri skref. Þetta er ekki sama greinin og var fyrir fimm árum og um- hverfið verður klárlega talsvert breytt þegar fimm ár verða liðin héðan í frá. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Fiskvinnsla á fullri ferð R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5900 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.