Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 8
8 20 stærstu útgerðirnar miðað við úthlutun aflaheimilda Eigandi Þorskígildi Hlutafall Hlutfall Hlutfall Hlutfall Hlutfall Hlutfall Hlutfall af heild í þorski í ýsu í ufsa í gullkarfa í síld í loðnu HB Grandi hf. 45.210.845 10,80% 4,97 6,60 17,56 29,28 11,09 18,00 Samherji Ísland ehf. 25.960.638 6,20% 4,96 4,06 4,63 8,09 13,31 9,19 Þorbjörn hf. 21.186.527 5,06% 5,16 4,59 6,54 6,08 0,00 Vinnslustöðin hf. 18.733.067 4,48% 2,84 4,68 6,39 7,40 9,98 10,93 FISK-Seafood ehf. 18.621.791 4,45% 4,40 4,54 4,12 7,50 Síldarvinnslan hf. 18.300.107 4,37% 1,92 3,01 4,51 3,48 15,53 15,99 Skinney-Þinganes hf. 16.013.715 3,83% 3,63 3,44 3,69 0,73 18,97 8,14 Vísir hf. 15.890.059 3,80% 5,15 5,87 1,95 0,99 Brim hf. 15.871.755 3,79% 0,82 2,86 5,75 7,53 Rammi hf 15.336.122 3,66% 3,82 3,29 3,66 3,04 0,65 Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. 12.554.288 3,00% 3,30 2,78 2,34 2,86 1,11 Ísfélag Vestmannaeyja hf. 11.366.868 2,72% 1,19 2,02 2,18 1,13 13,13 19,99 Nesfiskur ehf. 10.251.843 2,45% 2,64 3,64 3,53 2,05 Gjögur hf. 10.030.497 2,40% 2,01 2,57 2,17 2,31 10,23 2,66 Eskja hf. 9.042.778 2,16% 1,59 1,01 1,38 0,93 8,81 Útgerðarfélag Akureyringa ehf. 8.110.626 1,94% 3,64 1,36 1,51 Ögurvík hf. 7.028.403 1,68% 1,13 1,34 2,47 4,33 Bergur-Huginn ehf. 5.937.773 1,42% 1,09 4,21 2,10 1,57 Loðnuvinnslan hf. 5.792.846 1,38% 1,61 1,20 1,49 0,95 3,33 1,75 Jakob Valgeir ehf. 5.428.246 1,30% 2,14 2,02 0,21 0,04 Lítil breyting er á efstu sætum lista yfir aflahlutdeildir ein- stakra útgerða en Fiskistofa tekur slíkan saman árlega. HB Grandi hf. er með mestar heim- ildir, samtals rösklega 45 þús- und þorskígildistonn, eða sem nemur 10,8% af úthlutuðum heimildum. Samherji hf. kemur þar næst með 6,2% af heild- inni, eða tæplega 26 þúsund þorskígildistonn. Segja má að hástökkvarinn í ár sé hins vegar FISK Seafood ehf. sem færist úr 8. sæti listans yfir fyrirtæki með mestar aflaheimildir í það fimmta. Á umræddum lista yfir fyrir- tæki með mestar aflaheimildir fer Síldarvinnslan niður listann, úr þriðja sæti niður í það sjötta og Ísfélag Vestmannaeyja sem var í fimmta sæti á sama tíma í fyrra fellur niður í tólfta sæti. Aflahlutdeild Ísfélagsins dregst einnig saman úr 4,7% niður í 2,7%. Eins og áður segir færast að sama skapi fyrirtæki upp list- ann. Það á við um FISK Seafood líkt og áður segir en einnig fer Þorbjörn hf. í Grindavík upp um þrjú sæti, úr 6. sæti og í að vera þriðja stærstaútgerð landsins með tilliti til aflahlutdeildar. Stakkavík stærst krókaaflamarksbátanna Engin breyting er hvað efsta sætið varðar á lista útgerða í krókaaflamarkskerfinu en þar er Stakkavík í Grindavík efst með 4,5% aflahlutdeild en var með 7,5% á sama lista í fyrra. Litlu munar á Stakkavík og Salting ehf. sem kemur næst með 4,3% aflahlutdeild í ár en það fyrir- tæki var á fyrra ári með 2,7% aflahlutdeild. Þegar litið er til úthlutana í einstökum tegundum sést að fyrirtækin tvö hafa sætaskipti hvað varðar ýsuheimildir en Salting ehf. ræður þar yfir 5% heimildanna en Stakkavík 4,99%. Einhamar Seafood ehf. er aftur á móti með hæsta hlut- fallið í þorskheimildum eða 4,05% þeirra. Fast á hæla koma þó Stakkavík ehf. og Jakob Val- geir ehf. með 4% heimildanna hvort fyrirtæki. Listar yfir úthlutun aflaheimilda HB Grandi hf. sem fyrr í toppsætinu A fla h eim ild ir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.