Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 17
17
mörg undanfarin ár. Um 5%
hráefnis koma þó af Íslandsmið-
um á ári hverju en Dögun gerir
úr einn bát á rækjuveiðar, Röst
SK. Stefnt er að aukningu á því
með nýju skipi. Rekstrarstjóri
Dögunar á Sauðárkróki er Hilm-
ar Ívarsson.
Breski markaðurinn stærstur
Íslenska Útflutningsmiðstöðin
annast alla sölu á erlendum
mörkuðum fyrir Dögun en fé-
lagið er í eigendahópi Dögunar.
Stór hluti framleiðslunnar fer á
Bretlandsmarkað og er m.a.
seldur í smásöluverslunum þar í
landi. Framleiðsla Dögunar er
einnig seld í Danmörku, Noregi
og fleiri Evrópulöndum.
„Við erum með samning við
breska verslanakeðju og má
segja að héðan fari nánast í
hverri viku afurðir til sölu í
þeirra verslunum. Bretland er
okkar stærsti einstaki markaður
en þó framleiðsla fyrir smásölu-
keðjur sé okkur mikilvæg þá fer
hluti af okkar framleiðslu í
magnpakkningum í einhvers
konar frekari vinnslu,“ segir Ívar.
Auk þess að framleiða frosna
rækju undir vörumerkjum er-
lendra verslanakeðja framleiðir
Dögun einnig afurðir á erlend-
an markað undir tveimur eigin
vörumerkjum og þess utan er
síðan framleiðslan fyrir innan-
landsmarkað. Árlega vinnur
Dögun úr 6-7000 tonnum af
hráefni sem gefa 2600-3100
tonn af afurðum.
„Við höfum framleitt úr svip-
uðu magni undanfarin ár en
framleiðslan var þó meiri í fyrra
þegar mikil eftirspurn varð á
mörkuðum. Uppsveiflan var
samt tímabundin og ekki er út-
lit fyrir jafn mikla framleiðslu á
yfirstandandi ári,“ segir Ívar.
Aðspurður segir Ívar að
breskir neytendur noti rækjur í
heimilismatseldinni með svip-
uðum hætti og Íslendingar
gera. „Mér sýnist þó að við sé-
um svolítið meira gefin fyrir að
blanda rækjunum út í majónes
en Bretarnir. Þar í landi þekkjast
rækjusamlokur vel en þá eru
rækjurnar ekki í majonessalati
eins og hjá okkur heldur eru
þær aðalatriðið, ásamt græn-
meti.“
Norður-Atlantshafsrækjan
sú besta
Samdráttur í rækjuveiðum er
fjarri því bundinn við Íslandi því
á flestum helstu veiðisvæðum
hafa þær dregist saman. Hvað
Íslandsmið varðar segir Ívar Örn
að rækjusjómenn telji skýring-
una ekki alfarið þá að stofninn
hafi gefið eftir heldur sé rækjan
dreifðari en áður og erfiðara um
vik að veiða hana.
„Sú rækja sem veiðist hér við
land er Norður-Atlantshafs-
rækja og heitir „pandalus bo-
realis“. Af þeirri tegund er einn-
ig þorri þeirrar iðnaðarrækju
sem við fáum hér til vinnslu úr
Barentshafi. Allar helstu rækju-
vinnslur hér á norðurslóðum
byggja á þessari tegund og hún
er sú besta í afurðir á borð við
þær sem Dögun framleiðir. En
við höfum líka unnið úr öðrum
rækjutegundum, t.d. rækju sem
veiðist við Kanada sem þá hent-
ar vel í tilteknar afurðir,“ segir
Ívar.
Íslandsrækjan á
innanlandsmarkað
Þrátt fyrir að afli skips Dögunar
á rækju á Íslandsmiðum séu
ekki hátt hlutfall af heildarfram-
leiðslu fyrirtækisins segir Ívar að
Dögun leggi mikið upp úr ís-
www.isfell.is
Hnífar og brýni
í miklu úrvali
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi
• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1
• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður -
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Rækjuvinnslan Dögun á Sauðárkróki
Gæði fram-
leiðslunnar
eru aðalatriðið