Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 24
24 Nýfiskur í Sandgerði er eitt öflugasta fyrirtæki Íslands í útflutningi á ferskum fiski með flugi, flökum og flakabitum. Þaðan fer nánast alla daga allan ársins hring fiskur sem daginn eftir er kominn á markað í Belgíu. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis 36 stundir líði frá því að fiskinum er landað og þar til hann er kominn til kaupenda ytra. Samkeppnin á ferskfiskmörkuðunum ytra er mikil, einkum á þessum árstíma þegar flóðbylgja fisks úr Barents- hafinu skellur á þeim. Nýfiskur er í eigu Icelandic en fyrirtækið var stofnað í byrj- un tíunda áratugar síðustu ald- ar. Birgir Kristinsson stofnaði það og rak til ársins 2013, þegar Icelandic keypti það. Hann var einn þeirra sem voru frum- kvöðlar í því að koma ferskum fiski utan með flugi og skapaði sér góð tengsl inn á markaðinn á meginlandi Evrópu, sérstak- lega í Belgíu. Hjá Nýfiski starfa um 75 manns og er fyrirtækið stærsti vinnuveitandinn í Sand- gerði. Unnu úr 6.000 tonnum í fyrra „Við erum að vinna hér þorsk og ýsu og er þorskurinn bróður- parturinn. Í fyrra unnum við úr tæplega 6.000 tonnum af ós- lægðum fiski, þannig að þetta nokkuð góður gangur og það náðist ákverðið jafnvægi í rekst- urinn. Við gerum út línubátinn Von GK sem er 15 tonna plast- bátur og á henni eru heimildir sem nema um 800 þorskígild- um. Von fiskar fyrir okkur í vinnsluna og síðan erum við með fimm viðskiptabáta, fjóra á Snæfellsnesinu, Kristinn, Særif, Brynja og Álfur og síðan Adda afa sem er gerður út héðan frá Sandgerði og Skagaströnd. Þetta eru allt plastbátar sem eru ýmist með beitningarvél um borð eða róa með landbeitta línu, en Kristinn og Særif eru báðir af nýrri kynslóð smábáta, 3O tonn að stærð. Okkar sér- staða er að vera með línufisk að langmestu leyti en við kaupum einnig töluvert af fiski af mörk- uðum,“ segir Þorsteinn Magnús- son, framkvæmdastjóri Nýfisks. Icelandic hafði ekki stundað útflutningi á ferskum fiski í all- mörg ár, en sú stefna var mót- uð að fara þá leið. Þá var fyrir- tækið Gadus í Belgíu keypt, sem er einn af stærstu dreifiaðilum fyrir ferskan fisk inn á stórmark- aði þar í landi. Í framhaldinu var Nýfiskur keyptur með það í huga að tengja saman virðis- keðjuna allt frá veiðum til kaup- enda. Það er lykilatriði í þessum útflutningi. „Við höfum þannig ákveðna sögu að segja og það skiptir kúnnann miklu máli að seljandinn hafi stjórn á öllum þáttum og upplýsingar um allt ferlið frá báti til dreifanda. Við erum að nota línufisk af tiltölu- lega litlum bátum, sem stunda þannig vistvænar veiðar sem eru vottaðar af Marine Stewar- dship Counsil og erum með rekjanleikavottorð. Við erum einnig með BRC vottun sem er krafa til þeirra sem eru að fram- leiða og selja inn á verslanir bæði austan hafs og vestan,“ segir Þorsteinn. Aðgangurinn að auðlindinni grundvallaratriði „Umhverfið í greininni er að breytast mjög hratt þessi miss- eri. Smærri og millistórum fyrir- tækjum hefur fækkað og innan tiltölulega skamms tíma finnst mér líklegt að mynstrið verði þannig að annarsvegar verði mjög smá fyrirtæki og hinsveg- ar tiltölulega fá stór. Það er hag- kvæmni stærðarinnar sem ræð- ur ferðinni og aukin krafa um tæknivæðingu. Ennfremur hef- ur stefna stjórnvalda í stórauk- inni gjaldtöku á greinina flýtt fyrir samþjöppun. Menn geta svo deilt um hvort það er gott eða slæmt. Við erum líka á þröskuldi nýrrar tæknivæðingar í bolfiskvinnslunni sem mun gjörbreyta þessu umhverfi eins og við þekkjum það í dag. Að- gangurinn að auðlindinni og þá kvótanum er svo auðvitað grundvallaratriði í því að geta boðið stöðugleika í framboði. Þá verður að segjast að okkur sem þjóð hefur ekki lukkast að búa þannig um hnúta að þeir aðilar sem hafa engar aflaheim- ildir með höndum geti lifað Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Nýfisks segir að samkeppnin sé gríðarlega hörð á þessum árstíma, þegar fiskurinn streymir úr Barentshaf- inu inn á markaðina. Ljósmyndir Hjörtur Gíslason Veiddur í gær, unn- inn í dag, borðaður á morgun F isk v in n sla n

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.