Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 20
20
„Fiskeldi mun vaxa hér á landi næstu áratugi. Það er margt sem
styður þá framtíðarsýn; þróun matvælaeftirspurnar í heiminum,
umhverfisleg sjónarmið, atvinnusköpun og margt fleira,“ segir
Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeld-
isstöðva. Vöxtur atvinnugreinarinnar er mikill um þessar mundir og
birtist meðal annars í umtalsverðri fjölgun starfa en á síðasta ári
fjölgaði beinum störfum í greininni um 20%. Að meðtöldum af-
leiddum þjónustustörfum eru ársverk í fiskeldi hér á landi nú um
560 og fyrirséð að bæði beinum og afleiddum störfum mun fjölga á
komandi árum og áratugum.
Hundruð ársverka og fer
fjölgandi
Við því er að búast að fram-
leiðsla í fiskeldi aukist um 20-
30% á þessu ári, byggt á tölum
um þann lífmassa sem er nú í
sjókvíum- og landeldi. Fyrir-
tækjum í greininni er að fjölga,
þau eru að stækka og störf
verða til við eldið sjálft, sem og
slátrun og afurðavinnslu.
„Það er hógvært mat að
bein störf í eldisfyrirtækjunum
verði komin yfir 400 í árslok
miðað við á framleiðsluaukn-
ingu sem er í farvatninu í grein-
inni. Og aukinni framleiðslu
fylgja aukin umsvif á öllum
sviðum stoðþjónustunnar og
þar vísa ég til t.d. fóðurfyrir-
tækja, netagerða, eftirlitsstofn-
ana, dýralæknaþjónustu, há-
skólastofnana, verkfræðistofa
og ráðgjafafyrirtækja af ýmsu
tagi, sölu- og markaðsfyrir-
tækja. Fiskeldi stendur því
sannarlega fyrir eflingu íslensks
atvinnulífs um þessar mundir,“
segir Guðbergur.
„Hlutfallslega er mest fjölg-
un starfa í afurðavinnslunni hjá
fiskeldisfyrirtækjunum en eldið
sjálft er ekki mannaflsfrekt. Það
er mjög misjafnt milli fyrirtækja
hvort þau eru sjálf með vinnslu
eða fá vinnslufyrirtæki til að
vinna afurðina og ganga frá
henni til sölu hér heima eða til
Störfum í fiskeldi fjölgaði um 20% á síðasta ári og ekkert bendir til annars en þeim fjölgi talsvert á yfirstandandi ári, samhliða aukinni framleiðslu.
Áratuga vöxtur
fiskeldis framundan
Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis-
stöðva.
F
isk
eld
i