Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 31
31
nýjustu roðflettivél okkar var
sýndur mikill áhugi á sýning-
unni. Við bindum því miklar
vonir við þennan markað,“ segir
Elliði. Nýja Curio C2031 er
tveggja brauta roðflettivél, af-
kastamikil vél sem vel hentar í
meðalstórar og stærri fisk-
vinnslur þar sem unnið er úr
umtalsverðu magni af fiski.
„Vélin er byggð á tölvustýr-
ingu og í henni er ný gerð af
roðflettivalsi sem hannaður er
til að ráða einnig vel við við-
kvæmt hráefni og los í fiskhold-
inu,“ segir Elliði en fyrstu vél-
arnar af þessari gerð eru að fara
til kaupenda á Íslandi þessa
dagana.
Vinnsla að færast til baka frá
Kína
Merkjanlegur vöxtur og hreyf-
ing er á íslenska fiskvinnsluvéla-
markaðnum þessi misserin. Auk
hefðbundinnar og reglulegrar
endurnýjunar á búnaði hafa
landvinnslur einnig þróað hröð-
um skrefum vinnslutækni sína í
takti við auknar áherslur á út-
flutning á ferskum afurðum, líkt
og Elliði nefndi áður. Elliði segir
að íslenski markaðurinn standi
að baki um 15% af starfsemi
Curio en vöxtur er nú einnig á
markaði fyrir vélbúnað fyrirtæk-
isins í öðrum löndum Evrópu.
„Það er verið að loka mörg-
um fiskvinnslum í Kína sem
byggt hafa á vinnslu hráefnis
héðan úr Evrópu, t.d. frá Noregi.
Skýringarnar eru fleiri en ein,
t.d. launaþróun í Kína, orku-
kostnaður, vatnsnotkun í
vinnslunum og fleira. En ekki
síður að stórmarkaðir eru marg-
ir farnir að rauðmerkja vörur úr
þessum vinnslum vegna þess
hversu mikill flutningur með til-
heyrandi umhverfisáhrifum er
að baki vörunni. Þetta er vara
sem hefur kannski verið flutt 40
þúsund kílómetra áður en hún
kemur á neytendamarkað og er
merkt sem slík,“ segir Elliði. Með
öðrum orðum er fiskvinnsla því
að flytjast til baka frá Kína til
Evrópulanda og þess sést t.d.
stað í uppbyggingu land-
vinnslufyrirtækja í Noregi, Pól-
landi, baltnesku löndunum og
víðar. Elliði segir þessu fylgja
tækifæri fyrir Curio ehf.
„Við finnum mjög verulega
fyrir þessari þróun og skynjum
umtalsverð tækifæri framundan
því samfara henni í öllum þess-
um löndum. Því til viðbótar
verður einnig vöxtur í Ameríku
samfara því að veiðistofnar eru
að styrkjast á ný, t.d. í Kanada.
Allt skiptir þetta okkar fyrirtæki
umtalsverðu máli og skapar
tækifæri í starfsemi fyrirtækisins
hér á landi,“ segir Elliði.
Unnið við flökunarvél frá Curio.