Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 21

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 21
21 Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 útflutnings. Sum þeirra hafa alla verkþætti á eigin hendi, allt frá eldi, vinnslu, til markaðs- setningar og afurðasölu. En hvað markaðsmálin varðar eru líka dæmi um að fyrirtækin eigi á því svið samstarfsaðila erlend- is og hafi þannig aðgang að stórum sölukerfum erlendis. Þessu til viðbótar eru síðan stór innlend fyrirtæki í fiskeldi, t.d. Samherji og Hraðfrystihúsið Gunnvör, sem nýta sín fisksölu- kerfi og viðskiptasambönd til að koma framleiðslu sinni á markað og loks má nefna ís- lensk fisksölufyrirtæki sem einnig bjóða fiskeldisfyrirtækj- unum þjónustu sína í markaðs- málum og sölu. Með öðrum orðum er mjög mismunandi eftir hvaða skipulagi fiskeldis- fyrirtækin starfa,“ segir Guð- bergur. Erum smáframleiðendur á heimsvísu Framleiðsla fiskeldisfyritækja á Íslandi er að langstærstum hluta lax og bleikja og er áætl- að að útflutningstekjur hafi á síðasta ári numið um 9,3 millj- örðum króna. Með aukinni framleiðslu í ár eru miklar líkur á að veltan aukist en sveiflur á af- urðamörkuðum ráða mestu þar um. „Verð á laxi hefur verið mjög hátt og útlit fyrir að svo verði áfram en afurðaverð á bleikju var hins vegar lægra árið 2015 en 2014. Afurðaverðið ræður miklu um þróunina,“ segir Guð- bergur en nú um stundir eiga stórir framleiðendur í Chile undir högg að sækja með eldis- lax á Bandaríkjamarkaði og á því græða t.d. Norðmenn og um leið hérlendir framleiðend- ur, enda fer stór hluti af eldis- laxi héðan vestur um haf. Af þessum sökum segir Guðberg- ur allt benda til að verð verði áfram gott á eldislaxi í ár, líkt og verið hafi. „Í þessu samhengi þarf líka að hafa í huga að framleiðslan frá Íslandi er mjög lítið brot af heildarmyndinni. Við framleidd- um í heild um 8800 tonn af eld- isfiski í fyrra en til samanburðar má nefna sem dæmi að Færey- ingar framleiddu í fyrra um 80 þúsund tonn af eldislaxi aðal- lega inn á Bandaríkjamarkað þar sem hann er að stórum hluta notaður í sushi-fram- leiðslu. Ég reikna með að við aukum framleiðsluna í ár um 3-4000 þúsund tonn en erum engu að síður örsmáir framleið- endur á heimsmarkaði fyrir eld- isfisk.“ Erlent eignarhald jákvætt Fiskeldi á Íslandi er ung grein í uppbyggingu og ólíku saman að jafna við t.d. norskt fiskeldi. Íslensku fyrirtækin eru mjög smá í þeim samanburði, auk þess sem öll stoðþjónusta við greinina er mun þróaðri í Nor- egi en hér er. Um 20 fyrirtæki eru hér á landi í fiskeldi en þau sem teljast stór eru innan við fjórðungur af heildinni. Þá er um að ræða fyrirtæki sem velta yfir 2 milljörðum króna á ári og þau standa að baki um 80% framleiðslunnar. „Fiskeldisfyrirtæki á Íslandi eru fyrst og fremst í uppbygg- ingarfasa, þau eru að eflast og stækka. Við sjáum aðkomu inn- lendra og öflugra sjávarútvegs- fyrirtækja í fiskeldið og líka dæmi um erlent eignaraðild. Hvort tveggja er að mínu mati styrkur fyrir greinina og til þess fallið að efla hana enn frekar til framtíðar. Greinin þarf bæði á þolinmóðu fjármagni og þekk- ingu að halda til að byggja sig upp. Fyrirtæki í fiskeldi í dag eru til muna sterkari en áður var og um flest er sú uppbygging sem nú er í greininni ólík fyrri vaxtar- skeiðum fiskeldis á Íslandi,“ segir Guðbergur. Sóknarfæri fyrir íslenskt atvinnulíf Í huga Guðbergs leikur enginn vafi á að Íslendingar eigi að nýta tækifæri til að auka fiskeldi á komandi árum. „Ef við ætlum að vera mat- vælaframleiðendur og nýta okkar auðlindir, sjóinn kringum landið og ferskvatnið sem nóg er af á landi, þá er fiskeldi kjörin atvinnugrein. Í samanburði við flest annað er mjög hagkvæmt að byggja þessa atvinnugrein upp, hún er atvinnuskapandi, getur dreifst um landið, nýtir húsnæði sem víða er nóg af, krefst ekki mikilla fjárfestinga í nýjum mannvirkjum og svo framvegis. Með öðrum orðum er hvert starf í fiskeldi ódýrt í samanburði við margar aðrar atvinnugreinar og þetta er grein sem starfar undir ströng- um umhverfis og gæðakröfum. Þess vegna sé ég mikil tækifæri og spái því að hún vaxi næstu áratugina,“ segir Guðbergur. Útflutningur eldisfisks nam á síðasta ári röskum 9 milljörðum króna. Reiknað er með 20-30% aukningu í framleiðslu eldisfisks hér á landi í ár.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.